Færsluflokkur: Myndbönd

Miðaldahlýnunin - staðreyndir gegn tilbúningi

Miðaldahlýnunin hefur oft á tíðum (sérstaklega á bloggsíðum “efasemdamanna”) verið sögð hlýrri en þau hlýindi sem við upplifum í dag og reynt er að spinna út frá því einhvern spuna um hvað það þýðir varðandi núverandi hlýnun (til að mynda spurningar um hvort eitthvað sérstakt sé í gangi?). Stundum hafa flökkusögur um hina meintu mjög svo hlýju miðaldahlýnun farið af stað í bloggheimum (meðal annars hér á landi) og stundum átt uppruna sinn í tilbúning sem finnst víða um veraldarnetið og er erfitt fyrir almenna lesendur að flokka frá staðreyndum. Stundum er skrifað um þessi mál með huga afneitunar á loftslagsvísindum og þá virðist auðvelt fyrir “efasemdamenn” að finna tilbúning sem passar við málatilbúnað þeirra (til að mynda heimildir sem notaðar eru hér) – enda er nóg til af innihalds rýru efni á netinu (prófið bara að gúgla “global warming hoax”). Í eftirfarandi myndbandi er farið yfir staðreyndir og tilbúning varðandi miðaldahlýnunina, enn ein fróðleg greining frá Potholer54 um loftslagsmál út frá vísindalegri nálgun.

Eftirfarandi lýsing á myndbandinu (sem sjá má á loftslag.is) er gerð af Potholer sjálfum (lausleg þýðing – sjá má textann á ensku með því að skoða myndbandið á youtube.com):

Í eftirfarandi myndbandi eru skoðaðar vísindalegar rannsóknir til að finna svarið við þremur grundvallar spurningum: 1) Var miðaldarhlýnunin hnattræn? 2) Voru miðaldarhlýindin hlýrri en í dag? 3) Og hvað þýðir það hvort sem er? Ég kanna ýmsar upphrópanir af veraldarvefnum varðandi hokkíkylfuna ásamt ýmsum mýtum og mistúlkunum varðandi miðaldahlýnunina sem þrífast á veraldarvefnum. Heimildir mínar fyrir mýtunum og tilbúninginum eru blogg og myndbönd af veraldarvefnum; heimildir mínar fyrir staðreyndunum eru vísindalegar.

Sjón er sögu ríkari, verði ykkur að góðu - myndbandið má sjá á loftslag.is: 

Tengt efni á loftslag.is:


Mýtan um yfirvofandi kuldatímabil

Á nýju ári förum við á loftslag.is hægt af stað, en rétt er að hita upp með stórgóðu myndbandi frá Greenman (Peter Sinclair). Þar veltir hann fyrir sér algengri mýtu um yfirvofandi kuldatímabil, gefum honum orðið:

Einn af gullmolum þeirra sem afneita hnattrænni hlýnun, er mýtan um hina yfirvofandi Ísöld

Eins og venjulega, þá tekst afneitunarsinnum með sinni hávaðavél að snúa út úr því sem raunverulegur vísindamaður segir um rannsókn sína — að í rannsókninni sé engin spá um ísöld – hvort heldur hún yrði lítil eða stór.

 

---

Myndbandið má sjá á loftslag.is, Mýtan um yfirvofandi kuldatímabil

Tengt efni á loftslag.is

 

 


Climategate mark 2 – Sölumenn vafans snúa aftur

Í myndbandi, sem sjá má á loftslag.is, má sjá fróðlega greiningu frá Potholer54 um hið nýja plathneyksli sem “efasemdamenn” eru að reyna að spinna upp nú um stundir og hafa kallað climategate 2,0 (frumlegheitin eru í hávegum höfð á þeim vígstöðvum). Það virðist vera sem þeir hafi “fundið” fleiri stolna tölvupósta til að birta – reyndar er eitthvað af því það sama og kom fram fyrir 2 árum og varla nokkuð nýtt í því, en nýtninni er þó fyrir að fara, ekki má taka það frá “efasemdamönnum” í þetta skiptið. En venju samkvæmt taka “efasemdamenn” hlutina úr samhengi og mistúlka af stakri “snild”…ekkert nýtt í því í sjálfu sér – sama aðferðafræðin er notuð aftur nú 2 árum seinna og núna er það rétt fyrir loftslagsráðstefnuna í Durban. Hvers vegna ættu “efasemdamenn” að henda góðu plotti fyrir róða, enda gekk það vonum framar síðast? Spyr sá sem ekki veit…

En, það má segja að það sé góð flétta hjá Potholer54 í myndbandinu, krydduð með léttri kaldhæðni og nettu líkingamáli. Sjón er sögu ríkari, gjörið svo vel:

Tengt efni á loftslag.is:


Vont, verra… BEST

Svo virtist fyrir nokkrum misserum að Richard Muller væri vonarstjarna “efasemdamanna” og líklegastur til að afsanna kenninguna um hnattræna hlýnun af mannavöldum – eða það las maður víða á veraldarvefnum á sínum tíma. Nú fyrir skömmu birtust fyrstu niðurstöður frá rannsóknateymi hans og “efasemdamenn” virðast ætla að afneita niðurstöðum hans líkt og annarra.

Hvað gerðist eiginlega – Peter Sinchlair (Greenman3610) fer lauslega yfir málið á sinn kjarnyrta og kaldhæðna hátt.

[...]

 

Myndband Peter Sinclair má sjá á loftslag.is, Vont, verra… BEST


Ískjarnar, miðaldahlýnun, litla ísöldin og Dýravísur eftir Jón Leifs

Í nýju myndbandi frá Greenman3610 (Peter Sinclair) er kjarni efnisins varðandi ískjarna og hvernig þeir eru notaðir til að skoða þróun hitastigs m.a. með tilliti til miðaldahlýnuninnar og  ”litlu ísaldarinnar”. Nokkuð fróðlegt myndband.

En í byrjun myndbandsins eru Dýravísur eftir Jón Leifs notaðar í örstutta stund og svo kemur lagið aftur fyrir í lokin. Lagið hefur komið af stað umræðu við myndbandið á YouTube síðunni, svo mikla að Peter birti Dýravísur í heild sinni á heimsíðunni sinni. En hægt er að sjá myndbandið á loftslag.is, Dýravísur fá svo að fylgja með á eftir:

Ískjarnar, miðaldahlýnun, litla ísöldin og Dýravísur eftir Jón Leifs

Tengt efni á loftslag.is – Greenman3610 myndbönd:

 


Hnattræn hlýnun á innan við 10 mínútum

Þar sem rætt er um losun gróðurhúsalofttegunda í fréttinni er ekki úr vegi að skoða ýmsar spurningar varðandi hnattræna hlýnun. 

Í myndbandi (á loftslag.is) svarar James Powell ýmsum spurningum varðandi hnattræna hlýnun. Hann fer yfir helstu sönnunargögnin varðandi hnattræna hlýnun af mannavöldum. Fyrsta spurningin sem hann veltir upp er: “Er hnattræn hlýnun veruleiki?” Svo lítur hann á ýmsar vísbendingar, mælingar og gögn sem til eru efnið. Í myndbandinu tekst Powell að fara yfir mikið af efni og gögnum á aðeins 10 mínútum sem það varir.

Myndbandið má sjá á loftslag.is, Hnattræn hlýnun á innan við 10 mínútum 

Tengdar færslur á loftslag.is


mbl.is Mest losun á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

CO2 er fæða fyrir plöntur

Í nýju myndbandi sem sýnt er á loftslag.is, tekur Greenman3610 (Peter Sinclair), fyrir þá lífseigu mýtu um að aukning CO2 sé gott fyrir plöntur og þ.a.l. sé aukning þess í andrúmsloftinu bara jákvæð. Í hans eigin umsögn um myndbandið tekur hann eftirfarandi fram:

Plöntur nota CO2. Þess vegna er meira CO2 gott. Þetta eru einn af þessum harðgerðu fjölæringum loftslagsafneitunarinnar. Eins og svo margar alhæfingar, þá mun þessi fyrr eða seinna lenda í árekstri við hina raunverulegu veröld.

Svo mörg voru þau orð hjá honum. Mig langar að benda á að hann kemur sér fyrst að efninu (að mínu mati) u.þ.b. 1/3 inn í myndbandinu, gefið honum þvi smá stund :)

Myndbandið sjálft má sjá á loftslag.is -  CO2 er fæða fyrir plöntur

Tengt efni á loftslag.is:

 

 


Vindorka er ekki ný af nálinni

Að það sé orka í vindinum er ekki ný uppgötvun, maðurinn hefur verið að nota hana í þúsundir ára. Það sem fólk veit þó almennt ekki, er hversu mikið hefur verið að gerast undanfarin 100 ár í rannsóknum á henni.

Okkur langar að benda á 2 myndbönd um vindorku á loftslag.is:

 

 


mbl.is Smíða risavindorkumyllur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð myndbönd

Okkur langar að minnast á 3 myndbönd sem að við höfum birt nýlega á loftslag.is. Myndböndin eru með ólíka nálgun við efnið og athyglisverð hvert á sinn hátt.

- - - 

Fyrst er það myndband frá Greenman3610 (Peter Sinclair) sem að þessu sinni er á öðrum nótum en venjulega. Yfirleitt eru myndbönd hans nokkuð kaldhæðin og mjög gagnrýnin á afneitunariðnaðinn. Í þessu myndbandi skoðar hann hinsvegar hvernig þjóðaröryggismál eru tengd loftslagsmálunum. Bandaríkjaher hefur m.a. skoðað hugsanlegar afleiðingar fyrir þjóðaröryggismál í tengslum við loftslagsbreytingar eins og þær sem spár gera ráð fyrir í framtíðinni. Sérfræðingar þeirra skoðuðu m.a. leitnina og hvað hún segði okkur. Fróðlegur vinkill, sem getur þó verið ógnvekjandi á köflum. 

Sjá má myndbandið á loftslag.is - Loftslagsbreytingar og þjóðaröryggismál 

- - -  

Næst koma léttar vangaveltur frá David Mitchell um loftslagsbreytingar. Mitchell er annar helmingur gamanþáttanna Mitchell and Webb, sem einhverjir kunna að kannast við. 

Sjá má myndbandið á loftslag.is - David Mitchell fjallar um loftslagsbreytingar  

- - - 

Að lokum er viðtal við Naomi Oreskes, sem er rithöfundur og prófessor í sögu og vísindafræðum við Kalíforníu Háskóla, San Diego. Hún ræðir stuttlega um efni bókar sinnar, Merchants of Doubt: How a Handful of Scientist Obscure the Truth about Climate Change. Þessi bók hefur fengið ágæta dóma og hefur sá sem þetta ritar hug á að nálgast hana við tækifæri. Við höfum áður sýnt myndband með henni, frá fyrirlestri sem hún flutti fyrr í vor, sjá hér.

Sjá má myndbandið á loftslag.is - Kaupmenn vafans 


Endurnýjanleg orka - Lausn mánaðarins

Tags: Greenman3610, Lausnir, Vindorka

thumb_vindorkaÞað eru komin 2 ný myndbönd frá góðkunningja okkar, Greenman3610 sem fjallar jafnt um mýtur efasemdamanna sem og lausnir til að draga úr losun CO2 út í lofthjúpinn. Hér kemur lausn mánaðarins um endurnýjanlega orkugjafa – að þessu sinni fjallar hann um Vindorku. Lýsing Greenman3610 (sem heitir réttu nafni Peter Sinclair) á þessum nýju myndböndum er eitthvað á þessa leið:

Myndband 1:

Að það sé orka í vindinum er ekki ný uppgötvun, maðurinn hefur verið að nota hana í þúsundir ára. Það sem fólk veit þó almennt ekki, er hversu mikið hefur verið að gerast undanfarin 100 ár í rannsóknum á henni.

Það er enginn skortur á orku… [Eftirfarandi tenglar fylgja myndbandinu til frekari upplýsinga]

20% af vindorku árið 2030 -|- Að skipta yfir í endurnýjanlega orku árið 2030 | og hér -|- Kína tekur forskot í virkjun vindorku -|- Hreyfimynd af olíuslysi -|-  Saga beislunar vindorku – hluti 1 -|-  Saga beislunar vindorku – hluti 2  -|-  National Academy – fuglar -|- Orkugeymslustöðvar í Bandaríkjunum -|- Lækkandi orkuverð með hjálp vinds -|- Vindþurrð -|- Af hverju vindþurrð í Texas veldur ekki áhyggjum -|- Rannsókn ERCOT á vindþurrð Danmörk: toppsæti fjárfestinga 2 ár í röð -|- Hafsjór ónýttrar orku -|- Neikvætt verð  -|- Danmörk: Hamingjusamasta fólk veraldar

Myndband 2:

Ég gat aðeins komið hluta þess efnis sem ég klippti saman í fyrsta myndbandið, mörg af ónotuðu klippunum gefa svör við þeim spurningum sem hafa komið fram í kjölfarið.

Myndböndin sjálf má sjá á Loftslag.is:

Þess má geta að fyrir stuttu síðan kom ákall frá Greenman um að kjósa sig í netkosningu, en hann á kost á að fá styrk frá Brighterplanet. Hægt er að kjósa þrisvar og hvetjum við alla sem hafa gaman að myndböndunum hans að kjósa. Nauðsynlegt er að skrá sig inn til þess og er það tiltölulega einfalt ferli. Hægt er að skoða myndband með ákalli Greenman, hér. Það kemur í ljós á morgun 15. maí, hvaða verkefni fær styrkinn.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband