Færsluflokkur: Myndbönd
27.3.2010 | 19:05
Al Gore gegn Durkin
Á Loftslag.is má sjá fjórða myndband Potholer54 um loftslagsbreytingar. Í þessu myndbandi skoðar hann mýtur sem koma fram í myndunum An Inconvenient Truth og The Great Global Warming Swindel, s.s. Gore gegn Durkin. Að hans mati er engin ástæða til að grípa til þess að ýkja hluti eins og m.a. er gert í myndum eins og þessum. Við höfum áður sýnt 3 fyrstu myndböndin frá honum um loftslagsbreytingar, ásamt 2 myndböndum frá honum um hið svokallaða Climategate mál, sjá efni frá Potholer54 hér.
Sjá má myndbandið hér;
Myndbönd | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.3.2010 | 15:15
Vísindin hýdd
Þar sem ég er ekki vísindamaður, þá dregur hið mikla magn upplýsinga um hnattrænar loftslagsbreytingar, úr mér kjarkinn þegar kemur að því að skoða þær. Ég hef komist að því að lang áreiðanlegustu heimildirnar koma úr virtum ritrýndum tímaritum. En tímarit hafa mörg löng orð, mikið af smáu letri og lítið af myndum, sem auðveldar mér ekki lífið. Það er því auðvelt að sjá hvers vegna þeir sem afneita loftslagsvísindunum líkar ekki við þau. En það er þar sem staðreyndirnar eru.
Hvernig er hægt að bera kennsl á góð vísindatímarit?
Að venju eru myndbönd Greenman3610 nokkuð kaldhæðin, en þau innihalda oft nokkuð fróðlegan vinkil á málin, sjá önnur myndbönd frá honum á Loftslag.is hér. Til að sjá sjálft myndbandið smellið á krækjuna hér undir:
Myndbönd | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2010 | 10:04
Myndbandið sem vísað er í
Út er komið glænýtt myndband frá góðkunningja okkar Greenman3610, en í þessu myndbandi sýnir hann hvernig beinar mælingar og athugandir styðja við gróðurhúsakenninguna og hlýnun jarðar af mannavöldum. Þetta er myndband sem mikið er vísað í og ef þú vilt eitt myndband sem sýnir svart á hvítu að gróðurhúsaáhrifin eru ekki mýta - heldur eitthvað sem að virkilega hefur verið staðfest með beinum mælingum - þá er þetta myndbandið.
Á loftslag.is er myndbandið birt ásamt lýsingu á því - og heimildum þeim sem að liggja á bak við gerð þess.
- Hvað er vitað um loftslagsbreytingar? Myndband með góðkunningja okkar Greenman3610 hér sýnir hann hvernig beinar mælingar og athuganir styðja við gróðurhúsakenninguna og hlýnun jarðar af mannavöldum.
Myndbönd | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.2.2010 | 19:08
NASA - Hitastigspúslið sett saman
Áratugurinn frá 2000 til 2009 var sá heitasti síðan núverandi mælingar hófust. Hitastigspúslið sett saman sýnir hvernig gervihnettir NASA gera okkur kleift að rannsaka mögulegar orsakir loftslagsbreytinga. Myndbandið útskýrir hvaða áhrif sólarsveiflur, breytingar á snjóþekju og skýjahulu ásamt aukins styrks gróðurhúsalofttegunda, geta haft á loftslagið.
Myndbandið má sjá á Loftslag.is, "NASA Hitastigspúslið sett saman"
Myndbönd | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2010 | 20:39
Viðauki - Hefur Jörðin kólnað?
Ekki leið nema örstutt stund frá síðasta myndbandi Potholer54, þar til honum fannst hann knúinn til þess að koma með viðauka við það. Síðasta myndband hans fjallaði um það hvort Jörðin hafi kólnað Hefur Jörðin kólnað? og þar velti hann m.a. fyrir sér þeirri mýtu sem stundum kemur fram í umræðunni, að Jörðin hafi kólnað síðan 1998, ásamt því hvort aðrar plánetur hafi hlýnað eða ekki. Nánast í kjölfarið á síðasta myndbandi hans, birti Daily Mail frétt, þar sem því var haldið fram, m.a. í fyrirsögninni að Phil Jones (sem er loftslagsvísindamaður) teldi ekki að jörðin hefði hlýnað frá 1995. Þessi fullyrðing Daily Mail er gerð eftir viðtali BBC við Phil Jones, en heldur þessi fullyrðing Daily Mail vatni? Enn og aftur er mikilvægi heimilda Potholer54 ofarlega í huga. Eftirfarandi er hans eigin lýsing á myndbandinu:
Hið fullkomna dæmi um það sem ég var að segja í síðasta myndbandi birtis fljólega eftir að ég setti það inn. Internetið varð yfirfullt af tilvitnunum í Prófessor Phil Jones, þar sem hann átti að hafa sagt að það hafi ekki verið hnattræn hlýnun síðan 1995. En er það, það sem hann sagði í raun? Enn og aftur, þá verðum við að fara til grunnheimildanna hans eigin orð frekar en að láta slúður internetsins sem er byggt á túlkun á orðum hans ráða ferðinni. EF við skoðum grunnheimildina, þá er sagan allt önnur. Í raun, þá urðu Phil Jones og teymi hans vör við hlýnun síðan 1995. Í þessu myndbandi skoða ég heimildirnar og finn út úr því hvers vegna dagblöðin gerðu þessa vitleysu. Dæmin um tölfræðilega marktæki í þessu myndbandi voru sett saman með hjálp frá tölfræðingi. Ég er jarðfræðingur, ekki tölfræðingur, þannig að ef það eru tölfræðingar þarna úti sem telja að dæmin séu ófullnægjandi eða þarfnis lagfæringar, ekki hika við að lát mig vita.
Sjá myndbandið á Loftslag.is, Viðauki - Hefur Jörðin kólnað?
Myndbönd | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2010 | 08:51
Nýlegt efni á Loftslag.is
Okkur langar til að segja frá því sem ratað hefur á síður Loftslag.is að undanförnu. Fyrst ber að nefna nýja fasta síðu, undir "Vísindin á bak við fræðin", sem nefnist "Helstu sönnunargögn". Þessi nýja síða kemur inn á þónokkur sönnunargögn um að hitastig fari hækkandi og að gróðurhúsalofttegundir hafi áhrif á hitastig. Eins og aðrar fastar síður á Loftslag.is, þá munum við leitast við að uppfæra hana reglulega.
Ýmislegt annað nýlegt efni er að finna á Loftslag.is, eins og myndbönd, fréttir, blogg og vangaveltur. Hérundir verður upptalning á einhverju af því efni sem birst hefur nýlega.
Fréttir hafa verið tiltölulega fáar að undanförnu á síðum Loftslag.is, en þó má nefna 3 nýlegar fréttir til sögunnar:
Styrkur koldíoxíðs í andrúmsloftinu á miðlífsöld
Nýleg rannsókn bendir til þess að styrkur koldíoxíðs í andrúmsloftinu á miðlífsöld hafi verið lægri en áður hefur verið talið..Hitastig ársins 2009
Hitastig ársins 2009 á heimsvísuHafíslaust yfir sumartímann fyrir 3,3-3 milljón árum
Ný rannsókn bendir til þess að það hafi verið hafíslaust yfir sumartímann á Norðurskautinu á mið Plíósen, fyrir 3,3-3 milljónum...
Eftirfarandi færslur innihalda myndbönd af ýmsum tegundum:
Það er kalt, þ.a.l. er engin hnattræn hlýnun
Hér er nýtt myndband frá Greenman um mýtuna að af því að það sé kalt, þá sé engin hnattræn hlýnun..NASAexplorer Hitastigið 2009 og Sólin
2 stutt myndbönd frá NASAexplorer um hitastigið og sólinaÓgnvekjandi myndbönd
Myndbönd Athyglisverður vinkill í loftslagsumræðuna
Annað nýlegt efni og blogg af Loftslag.is:
Kuldatíð og hnattræn hlýnun
Hér er velt upp spurningunni hvort miklir kuldar á ákveðnum stað og tíma afsanni hnattræna hlýnun..Annáll Loftslagsfræði ársins 2009 í hnotskurn
Loftslagsfræði ársins 2009 í hnotskurn yfirlit yfir áriðEru loftslagslíkön óáreiðanleg?
Hér er könnuð fullyrðing sem heyrist oft, að loftslagslíkön séu óáreiðanleg og því sé ekki mark takandi á því loftslagi...Er CO2 mengun?
Hér er pælt í því hvort CO2 sé mengun eða ekki..Sólvirkni og hitastig
Hér er aðallega fjallað um mynd sem að birtist í morgunblaðinu þann 15. janúar 2010 og á að sýna tengsl...Hitahorfur fyrir árið 2010
Hér er litið á horfur með nokkra náttúrulega þætti sem taldir eru hafa áhrif á skammtímasveiflur í veðri og horfur...Jöklar Himalaya og álitshnekkir IPCC
Álitshnekkir og mistök IPCC varðandi bráðnun jökla í HimalayaVangaveltur varðandi mistök IPCC
Vangaveltur varðandi mistök í 4. matsskýrslu IPCC
Myndbönd | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2010 | 08:41
Ógnvekjandi myndbönd
Greg Craven hefur sett loftslagsvandann upp í ákvarðanabox (e. grid) þar sem hann gerir ráð fyrir fjórum útkomum út frá ákveðnum forsendum (sjá má myndböndin á Loftslag.is). Hann færir rök fyrir því hvernig hægt er að nálgast ákvörðun um loftslagsvandann út frá áhættustýringu (e. risk management). Það eru í raun tvær ákvarðanir sem hægt er að velja á milli varðandi loftslagsmál að hans mati:
- Það er gripið til mótvægisaðgerða núna, sem mundi hafa í för með sér efnahagslegan kostnað og útkoman veltur á því hvort kenningar um hnattræna hlýnun af mannavöldum reynast; a) rangar eða b) réttar
- Það er ekki gripið til mótvægisaðgerða nú, sem mundi ekki hafa í för með sér efnahagslegan kostnað núna og útkoman veltur á því hvort kenningar um hnattræna hlýnun af mannavöldum reynast; a) rangar eða b) réttar
Myndböndin hafa verið skoðuð oftar en 7 milljón sinnum, samkvæmt heimasíðu Greg Craven, og hann hefur einnig gefið út bók í kjölfar þessara vinsælda á YouTube. Þetta eru engin vísindi en athyglisverður vinkill í umræðuna og umhugsunarverður.
Sjá myndböndin og færsluna á Loftslag.is [Ógnvekjandi myndbönd]
Myndbönd | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.1.2010 | 15:32
Myndband um 32.000 "sérfræðinga"
Það má sjá fleiri myndbönd frá Greenman3610 hér á síðunum, einnig má geta myndbanda eftir Potholer54 fyrir lesendur.
[Nýtt: Myndband: 32.000 sérfræðingar]
Myndbönd | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2009 | 10:47
Fyrirsagnir um loftslagsmál - TED myndband
Oft er hægt að nálgast fræðandi fyrirlestra á TED. Hér er fyrirlestur sem Rachel Pike hélt um rannsóknir sem mynda fyrirsagnir blaða og tímarita um loftslagsmál.
Myndbönd | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.10.2009 | 08:26
Fréttayfirlit vikunnar - Loftslag.is
Hér er stutt yfirlit yfir færslur vikunnar af Loftslag.is. Einnig er yfirlit yfir fréttir sem við rákumst á við fréttaöflun vikunnar, en gerðum ekki sérstakar færslur um. Þetta eru stuttar fréttir sem í flestum tilfellum tengjast loftslagsmálum á einhvern hátt, beint eða óbeint.
Yfirlit fréttir og pistlar vikunnar:
Nokkrar bloggfærslur litu dagsins ljós í þessari viku og voru spurningar fyrirferðarmiklar. Færsla um loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn (COP15) birtist og var þar í stuttu máli farið yfir helstu atriði ráðstefnunnar sem er á tímabilinu 7. - 18. desember. Þrjár færslur, sem fjalla um 3 mikilvægar spurningar er varða loftslagsmál birtust í vikunni. Spurningarnar eru;
Þessum spurningum er velt upp og komið er með svör við þeim, sem m.a. er sótt í heim vísinda og mælinga. Gestapistill vikunnar var að þessu sinni eftir Stefán Gíslason framkvæmdastjóra umhverfisráðgjafarfyrirtækisins UMÍS ehf. Environice í Borgarnesi, pistill hans nefnist "Er almenningi sama um loftslagsmál?" og kunnum við honum þakkir fyrir góðan pistil.
Tvær myndbandafærslur birtust í vikunni, efnið í báðum var sótt til NASA. Á YouTube er rás á snærum NASA, sem nefnist NASAexplorer og þangað sóttum við efni vikunnar. Fyrst ber að nefna myndband um bráðnandi ís og hækkandi sjávarstöðu, sem er stutt myndband, þar sem m.a. eru tekin viðtöl við vísindamenn NASA. Seinni myndbandafærslan er röð myndbanda sem birtust sem hluti Jarðvísindaviku NASA. Þetta eru 6 myndbönd sem að mestu fjalla um mikilvægi hafsins varðandi loftslagsbreytingar.
Stuttar fréttir
Nýjar rannsóknir á magni CO2 í andrúmsloftinu síðastliðin 20 milljón ár, bendir til þess að núverandi takmörk varðandi losun CO2 séu of skammsýn. Vísindamennirnir notuðu sjávarsetlög til að endurskapa CO2 magn síðustu 20 milljón ár. Það kom í ljós að þegar magn CO2 var svipað og talið er að sé ásættanlegt í dag til að tækla loftslagsbreytingar, þá var sjávarstaða um 25-40 m hærri en er í dag. Greinin, sem mun birtast í Science, eykur vitneskju um tengsl milli CO2 og loftslag. Síðustu 800 þúsund ár eru nokkuð vel þekkt út frá ískjörnum, en hingað til hefur verið erfiðara að nálgast nákvæm gögn fyrir síðustu 20 milljónir ára. Sjá umfjöllun á heimasíðu BBC.
Nýjar rannsóknir á setlögum í stöðuvatni í Svissnesku Ölpunum bendir til þess að mengun fortíðar sé að læðast aftan að okkur. Mengunarefni sem hafa verið föst í ís jöklanna í yfir 30 ár eru að koma í ljós núna vegna bráðnunar af völdum hlýnunar jarðar. Efni eins og PCB, Díoxín og mörg klórín efnasambönd með DDT hafa aukist frá tíunda áratugnum eftir að hafa minnkað á þeim níunda vegna banns og stjórnunar á notkun þeirra. Vísindamennirnir hafa áhyggjur af því sem muni gerast ef jöklar Grænlands og Suðurskautsins fara að bráðna í einhverju magni. Sjá umfjöllun á heimasíðu Discovery.
Hlýnun sjávar undanfarna áratugi hefur valdið því að risastórir flákar af slímkenndu efni hafa myndast oftar og hafa enst lengur, í Miðjarðarhafinu. Þessir slímkenndu flákar, sem eru allt að 200 kílómetra langir myndast á náttúrulegan hátt, venjulega á sumrin. Undanfarin ár hafa þeir þó einnig myndast á veturna. Vísindamenn hafa fundið út að þeir eru ekki eingöngu óþægilegir fyrir baðgesti Miðjarðarhafsins og veiðimenn, heldur mynda þeir einnig góðar aðstæður fyrir bakteríur og veirur, þar á meðal E.coli veiruna. Sjá umfjöllun á heimasíðu National Geographic.
Jöklarnir í Kashmír Indlands eru að bráðna hratt vegna hækkandi hitastigs og talið er að það geti haft slæmar afleiðingar fyrir milljónir manna á Himalaya svæðinu. Jarð- og jarðeðlisfræðingar við Háskólann í Kashmír segja að bráðnunin muni hafa áhrif á tvo þriðju íbúa svæðisins, vegna breytinga sem verði í landbúnaði, garðyrkju, hirðingjalífi og skógum. Stærsti jökullinn Indlandsmegin í Kashmír, sem heitir Kolahoi, hefur minnkað úr 13 ferkílómetrum niður í 11,5 ferkílómetra síðustu 40 ár eða um 18%. Aðrir jöklar á svæðinu hafa minnkað svipað eða um 16%. Sjá nánari umfjöllun á heimasíðu Discovery.
Hitastig yfirborðsjávar við miðbaug Kyrrahafs í september heldur áfram að viðhalda El Nino aðstæðum sem sköpuðust í sumar. Þriggja mánaða frávik hitastigs var enn yfir 0,5°C sem er viðmiðið sem notað er við að skilgreina El Nino, þriðja mánuðinn í röð. Samt sem áður þá eru önnur fyrirbæri sem eru einkennandi í tengslum við El Nino ekki í takt við það sem vanalegt er. Kyrrahafssveifluvísirinn (Southern Oscillation Index - SOI) er tvíræður miðað við hvað menn eru vanir í tenslum við El NIno. Allt í allt þá bendir margt til þess að El Nino í vetur verði veikur eða miðlungs. Sjá nánari umfjöllun á heimasíðu NOAA.