Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Hver er staðan á jöklum Suðurskautsins?

Loftslag.is fjallaði um málið:

Hver er staðan á jöklum Suðurskautsins?


mbl.is Bætist við ísinn enn um sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver var staða hafíssins á Norðurskautinu í lok sumars?

Þeir sem fylgjast með loftslagsumræðunni vita að það er ansi sveiflukennt hvaða rök eru notuð gegn kenningunni um hnattræna hlýnun af mannavöldum hverju sinni. Stundum eru teknir stuttir bútar í hitamælingum til að sína fram á að það sé ekki að hlýna – þó leitnin sé klárlega önnur. Stundum er vísað í undarlegar vísindagreinar sem hafa ratað í fálesin tímarit og standast ekki skoðun. Upplýsingarnar koma oft frá “vísindamönnum” sem eru leynt og ljóst á kaupi hjá afneitunariðnaðinum. Bergmál þessara “upplýsinga” er síðan ansi hátt í sumum fjölmiðlum, t.d. Fox sjónvarpstöðinni í Bandaríkjunum og í Daily Mail götublaðinu á Englandi.

Þáttur hafíssins á Norðurskautinu

Annað til fjórða hvert ár vekur hafísinn athygli þessara fjölmiðla og þá vegna þess að lágmarksútbreiðsla þessa árs hefur þá verið meiri en árið á undan.

Sumir ganga reyndar nokkuð langt og túlka gögnin þannig: Metaukning á ís á Norðurheimskautinu: Eru gróðurhúsaáhrifin ýkt? .

Þar vitnar Pressan í Daily Mail, en þar segir meðal annars:

Kalt sumar á Norðurheimskautinu hefur valdið því að nú þekur ís meira en 2,6 milljónum fleiri ferkílómetra en á sama tíma fyrir ári en þetta er 60 prósenta aukning á ís á svæðinu á milli ára…

…Daily Mail segir að sumir heimsþekktir vísindamenn telji að nú sé jörðin að fara inn í kuldatímabil sem muni vara fram að miðri þessari öld en ef það verður raunin mun það gera lítið úr dómsdagsspám um gróðurhúsaáhrifin og áhrif þeirra á hækkandi meðalhita. (Pressan 9.sept 2013)

Það skal tekið fram að þessi frétt birtist nokkrum dögum áður en hægt var að staðfesta að lágmarkinu væri náð og margt rangt við þessa frétt annað en það sem um er fjallað hér.

[...]

Sjá nánar á loftslag.is, þar sem ennfremur er hægt að gera athugasemdir

Hver var staða hafíssins á Norðurskautinu í lok sumars?


Langvinnar sjávarstöðubreytingar vegna bruna jarðefnaeldsneytis

Ný rannsókn bendir til þess að bruni á öllum jarðefnaeldsneytisbirgðum jarðar myndi valda hækkun sjávarstöðu um allt að fimm metra og að sjávarstaða myndi haldi áfram að rísa í 500 ár eftir að bruna þeirra lýkur.

Loftslagsbreytingar, þar á meðal sjávarstöðubreytingar, eru yfirleitt settar í samhengi við næstu 100 ár. Nýleg grein sem birtist í tímaritinu Geophysical Research Letters skoðar hversu langvinnar núverandi 

Sjá nánar á loftslag.is Langvinnar sjávarstöðubreytingar vegna bruna jarðefnaeldsneytis

 - - -

 

Heimildir og ítarefni

Greinin birtist í Geophysical Research Letters og er eftir Williams o.fl. 2012 (ágrip):  How warming and steric sea level rise relate to cumulative carbon emissions.

Umfjöllun má lesa á heimasíðu NOC (National Oceanogaphy Centre): Long term sea level rise due to fossil fuels assessed

Tengt efni á loftslag.is

 


Loftslagsbreytingar og samsæriskenningar

Ný rannsókn sem gerð var við Háskólann í vestur Ástralíu sýnir ákveðin tengsl milli þess að afneita loftslagsvísindum og vilja til að samþykkja samsæriskenningar. Niðurstaða rannsóknarinnar byggir á spurningalistum sem birtur var á ýmsum bloggum milli ágúst og október 2010.

Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar þá var mikil fylgni á milli þess að aðhyllast fjölda samsæriskenninga og að afneita loftslagsvísindum. Að sama skapi virðist sú afneitun sýna töluverða fylgni hjá þeim sem aðhyllast markaðshyggju (e. free-market economics).

Þessi rannsókn styður að mörgu leiti fyrri rannsóknir sem tengt hafa samsæriskenningar við afneitun vísinda, en oft virðist fólk sem aðhyllist samsæriskenningar einmitt nota skort á sönnunargögnum – sem styður þeirra eigin sýn á raunveruleikanum -  sem rök fyrir því að samsæriskenningin sé sönn.

Heimildir og ítarefni

Lesa má niðurstöðu rannsóknarinnar hér: NASA faked the moon landing|Therefore (Climate) Science is a Hoax: An Anatomy of the Motivated Rejection of Science

Umfjöllun um rannsóknina má lesa á heimasíðu Desmogblog: Research Links Climate Science Denial To Conspiracy Theories, But Skeptics Smell A Conspiracy

Tengt efni á loftslag.is


Hafíslágmarkið 2012 - nýtt met, 18% undir metinu frá 2007

Það eru liðnar þó nokkrar vikur síðan ljóst varð að hafíslágmarkið í ár myndi slá öll fyrri met, með minni útbreiðslu en áður hefur mælst. Það stendur heima og vel það, þar sem metið frá því 2007 var slegið rækilega og var hafís útbreiðslan í ár 18% undir metinu frá því þá, eða 3,41 milljón ferkílómetrar (metið árið 2007 var 4,17 milljón ferkílómetrar) – sjá töflu hér undir.

Þann 16. september 2012 fór hafísútbreiðslan í 3,41 milljón ferkílómetra. Þetta virðist vera lágmark ársins í ár. Vegna kólnandi veðurs og lækkandi sólarstöðu mun hafísútbreiðslan líklega byrja að aukast að venju, þó slá megi þann varnagla að veður og vindar gætu enn ýtt lágmarkinu aðeins neðar.

Sjá ítarlega umfjöllun á loftslag.is: 

Hafíslágmarkið 2012 – nýtt met, 18% undir metinu frá 2007

..

Nánari upplýsingar, heimildir og ítarefni:

Tengt efni á loftslag.is:

 

 


Öfgavetur í kjölfar mikillar bráðnunar hafíss á norðurslóðum

Í kjölfar mikillar bráðnunar hafíssins á Norðurskautinu nú í sumar, má búast við röskun í veðrakerfi norðurhvelsins í vetur og þá sérstaklega í Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta er mat Jennifer Francis sem er sérfræðingur í lofthjúpi jarðar í háskólanum Rutgers í New Jersey. Aukinn hiti á Norðurskautinu er þannig talinn geta haft áhrif á skotvinda (e. jet stream) sem gæti aukið tíðni öfgaatburða á fyrrnefndum svæðum.

Hin mikla bráðnun sem orðið hefur á þessu ári, svo slegið hefur fyrri met, er að auka hitainnihald Norður-Íshafsins og andrúmsloftsins, að sögn Jennifer og líkt og að bæta við nýrri orkuuppsprettu fyrir lofthjúpinn.

Sjá nánar á loftslag.is: Öfgavetur í kjölfar mikillar bráðnunar hafíss á norðurslóðum

 ...

Heimildir og ítarefni

Þýtt og staðfært úr frétt Climate Central:  ‘Astonishing’ Ice Melt May Lead to More Extreme Winters

Hafísmetið fellur: Arctic sea ice extent breaks 2007 record low

Ástand hafíssins í ágúst: Arctic sea ice falls below 4 million square kilometers

Áhugavert viðtal við Jón Egil Kristjánsson í speglinum um öfgakennt veðurfar

Tengt efni á loftslag.is


Svar við undarlegum ályktunum

Þar sem lokað var á athugasemdir frá okkur ritsjórum á loftslag.is á bloggi Kristins Péturssonar, fyrir það eitt að benda honum á vísindagreinar sem stönguðust á við skoðun hans, þá finnst okkur rétt að setja hér á blað nokkra punkta sem svar við ályktunum hans vegna frétta um breytingar á snjóalögum á Snæfellsjökli.

Myndirnar sem Kristinn sýnir eru ágætar til síns brúks, þ.e. til að sýna hvernig útbreiðsla jökla gæti hafa verið fyrr á öldum hér á landi. Þær eru þó alls ekki nákvæmar og enginn heldur því fram að þar sé einhver heilagur sannleikur á ferð - nema kannski Kristinn?

Nokkrir punktar, sem mótsvar við ályktunum og rökleiðslu Kristins við þessar myndir:

  • Hlýnunin nú er ekki staðbundin líkt og hún var í kringum landsnámsöld, hún er hnattræn.
  • Ástæða þess að jöklar voru minni, meðal annars hér á landi, var að hitastig var smám saman búið að fara lækkandi frá hámarki nútíma (fyrir 6-8 þúsund árum).
  • Þær hitastigsbreytingar voru vegna breytingu í legu og möndulhalla jarðar samanborið við sólina, breytingar nú eru vegna styrkaukningar gróðurhúsalofttegunda.
  • Hitastig nú er hnattrænt orðið hærra en það hefur áður verið á þessu hlýskeiði ísaldar. 
  • Hitastig á Íslandi er nú að öllum líkindum orðið hærra en það var við landnám Íslands. 
  • Loftslagsbreytingar eru nú þegar farnar að hafa áhrif víða um heim staðbundið, með ofsafengnum hitabylgjum, úrkomu og flóðum, sem og öðrum öfgum í veðri.
  • Meiri hiti er í pípunum miðað við þá losun CO2 sem nú þegar hefur orðið.

Ályktanir hans um að það megi því hlýna meir þannig að hitinn verði (á Íslandi) eins og hann var um landnám fellur því um sjálft sig.

 

GWAHolocene

Tengt efni af loftslag.is

Miðaldahlýnunin – staðreyndir gegn tilbúningi

Taktur loftslagsbreytinga síðastliðin 20 þúsund ár, á norður- og suðurhveli jarðar

Hokkíkylfa eða hokkídeild?

Sjá einnig:

Svar við rangtúlkun


mbl.is Þúfan í jöklinum er íslaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opinbert met - Hafís á Norðurhveli hefur aldrei mælst minni - 2-3 vikur eftir af bráðnunartímabilinu

Nýtt met í útbreiðslu hafíss var opinberlega staðfest af NSIDC í dag (Arctic sea ice extent breaks 2007 record low). Útbreiðsla hafíss hefur aldrei mælst minni og enn ættu alla jafna að vera 2-3 vikur eftir af bráðnunartímabilinu. Það er því líklegt að metið frá því 2007 verði slegið rækilega í ár.

Hafísútbreiðslan fór í 4,1 miljón ferkílómetra þann 26. ágúst 2012. Það er um 70.000 ferkílómetrum undir metinu frá því 18. september 2007, þegar útbreiðslan fór í 4,17 ferkílómetra þegar minnst var. Það virðast því vera nokkrar vikur eftir að bráðnunartímabilinu.

Sjá nánar á loftslag.is: 

 Opinbert met – Hafís á Norðurhveli hefur aldrei mælst minni – 2-3 vikur eftir af bráðnunartímabilinu

 

Nánari upplýsingar, heimildir og ítarefni:

Tengt efni á loftslag.is:


mbl.is Aldrei mælst eins lítið af hafís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líkur á öfgum í hita hafa aukist

Ný rannsókn sem gerð var af vísindamönnum NASA sýnir að líkur á öfgum í hita eru mun meiri en fyrir hálfri öld síðan, en vísindamenn telja ljóst að þessar auknu líkur séu vegna loftslagsbreytinga.

Við greiningu á langtíma leitnilínum hitastigs, þá lýstu höfundar því hvernig öfgaheit sumur höfðu einungis áhrif 1% yfirborð jarðar milli áranna 1951 og 1980 - en hafa stækkað áhrifasvæði sitt undanfarna þrjá áratugi. Samkvæmt greiningu þeirra, þá hefur um 10% landmassa norðurhvels jarðar orðið fyrir öfgaheitum sumrum frá árinu 2006 og til dagsins í dag.  Líkurnar á slíkum sumrum voru 1:300 milli 1951 og 1980 - en nú eru líkurnar 1:10.


Öfgar í veðri - í þessu tilfelli mjög heitt eða kalt veður - eru sjaldgæfir. En lítil hækkun í meðalhita jarðar vegna gróðurhúsaáhrifa getur aukið tíðni öfga í hitastigi.

 

Heimildir og ítarefni

Greinina má lesa á heimasíðu PNAS:  Hansen o.fl. 2012: Perception of climate change

Umfjallanir um greinina má lesa á heimasíðu Tamino (Hansen Et.al.2012) og á Climate Central (Hansen Study: Extreme Weather Tied to Climate Change).

Tengt efni á loftslag.is


Svar við rangtúlkun

Þar sem lokað er á athugasemdir frá okkur ritsjórum á loftslag.is á "vísinda"bloggi Ágústar Bjarnasonar þá finnst okkur rétt að rita stutta athugasemd við nýjustu rangtúlkun hans á þróun sjávarstöðubreytinga. Ath, þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ágúst rangtúlkar skammtímasveiflur sjávarstöðubreytinga í baráttu sinni gegn loftslagsvísindunum. 

Að þessu sinni hefur Ágúst rekist á skammtímaniðursveiflu í hækkun sjávarstöðu sem átti hámark sitt á árunum 2010-2011. Eins og Ágúst myndi vita ef hann hefði lesið fyrsta tengilinn sem hann vísar í (neðst á síðunni), þá tengist sú niðursveifla óvenjukröftugum La Nina atburði í Kyrrahafinu.

earth20110823-640

 

Óvenjulega mikil úrkoma hafði þá fallið á land umhverfis Kyrrahafið sem útskýrir þessa sveiflu. Þessi skammtímaniðursveifla hefur enn áhrif á meðaltal sjávarstöðubreytinga síðustu missera, eins og kemur fram á línuritunum sem hann birtir á sínu bloggi. Það er þó algjör rangtúlkun að ætla að þar með dragi úr hækkun sjávarstöðu - með slíkri túlkun er einfaldlega verið að sérvelja gögn (e. Cherry Picking). 

S%C3%A9rvalin-kirsuber

Með því að sérvelja kirsuberin á þessu tré, væri hægt að halda því fram að á því vaxi aðallega blá ber. 

Ef þess er gætt að skoða gögn lengra aftur í tíman, þá sést greinilega að hækkun sjávarstöðu hefur aukist ásmegin eftir því sem nær dregur nútímanum:

sea-level-tidal-satellite

 

Hvað sem líður skammtímasveiflum (sem alltaf verða), þá er ljóst að hækkun sjávarstöðu heldur áfram af miklum þrótti og ef miðað er við fréttir af mikilli bráðnun jökla víða um heim og hækkun hitastigs þá er ljóst að ekkert lát verður á þeirri hækkun sjávarstöðu sem við sjáum og búist er við á næstu áratugum og öldum.

 

 Sjá einnig á loftslag.is:

 Eru einhverjar sjávarstöðubreytingar í gangi?

 Spurt og svarað um sjávarstöðubreytingar


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband