Færsluflokkur: Vísindi og fræði
26.8.2010 | 08:52
HumanCar
Gleymið öllu um hybrid, rafmagn eða bíla knúna öðrum viðlíka orkugjöfum, nú er það bara spurning um að nota vöðvaaflið.
Aðal hugarfóstur bandaríska verkfræðingsins Charles Greenwood er bíll sem knúður er með allt að fjórum handföngum. Hugmyndin er að bílstjóri og farþegar togi og ýti á einhverskonar vogarstangir, sem minna á handföng á æfinga kappróðrartæki eða handknúna lestarútbúnaðinn sem maður sér oft í teiknimyndum þar sem hjólin eru knúin áfram með handafli. Í fyrstu fréttum af þessum bíl var sagt frá því að það væru holur í gólfinu eins og í Flint Stones, en það er víst ekki alveg rétt.
Hægt er að knýja bílinn áfram af aðeins einum eða tveimur persónum, en það getur væntanlega orðið þreytandi á lengri vegalengdum. Í framtíðinni verður einnig hægt að breyta bílnum í hybrid með því að tengja auka orkukerfi eins og rafmagn (eða jafnvel annarskonar eldsneyti þegar fram líða stundir) sem gerir bílinn upplagðan fyrir þá sem vilja ferðast yfir lengri vegalengdir eða verða bara þreyttir. Hvort þessi hönnun eigi eftir að slá í gegn meðal almennings er enn á huldu, en sjón er sögu ríkari, í myndbandi sem hægt er að sjá á loftslag.is, má sjá gripinn í notkun, sjá HumanCar.
Tengdar færslur á loftslag.is:
25.8.2010 | 09:17
Bráðnun jökla
Flestir jöklar hopa nú um stundir vegna hlýnunar jarðar. Þeir jöklar sem ekki eru að hopa eru vandfundnir, þó þeir séu til. Í gestapistli á loftslag.is ræðir Tómas Jóhannesson um bráðnun jökla og hækkun sjávarborðs, þar segir hann m.a.:
Hlýnunar af mannavöldum gætir nú víða um heim og vekja afleiðingar hennar sífellt meiri athygli almennings og fjölmiðla. Sumar afleiðingarnar má segja að séu í stórum dráttum eins og búast mátti við á grundvelli fyrirliggjandi vísindarannsókna en aðrar hafa komið á óvart. Þar er um það að ræða að vísindamenn uppgötva fyrst með mælingum að veigamikil áhrif vaxandi styrks koldíoxíðs eða hlýnunar eru þegar komin fram án þess að spáð hafi verið fyrir um þessi áhrif. Þar má segja að jöklar hafi leynt á sér vegna þess að tvær af þremur óvæntustu uppgötvunum af þessum toga á síðustu árum hafa verið tengdar jöklabreytingum.
Sjá nánar á loftslag.is í gestapistIi eftir Tómas Jóhannesson, Jöklabreytingar og hækkun sjávarborðs heimshafanna.
Tengt efni á loftslag.is:
- Ted | Myndskeið af hreyfingu jökla
- Samhengi hlutanna Ístap Grænlandsjökuls
- Helstu sönnunargögn
- NASA | Heitasta 12 mánaða tímabilið
- Tag Jöklar
![]() |
Jöklarnir skreppa saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.8.2010 | 09:18
Takmarkanir á útbreiðslu hafíss að vetrarlagi
Þeir sem hafa fylgst með þróun hafísútbreiðslu á Norðurskautinu hafa ugglaust tekið eftir því að grafið fyrir útbreiðsluna yfir allt árið er ósamhverft, sjá mynd 1.
Ef þetta graf er skoðað vandlega er hægt að greina að þegar hafísútbreiðslan er mest þá er toppurinn flatari heldur en þegar útbreiðslan er minnst (þ.e. dalurinn nær yfir styttri tíma en toppurinn). Það er einnig hægt að sjá aðra hlið á þessu í öðrum gögnum, til að mynda í því að hámarks hafísútbreiðslan hefur dregist hlutfallslega minna saman en lágmarks hafísútbreiðslan, sjá myndir 2 og 3.

Mynd 2: Leitni hafísútbreiðslu við lágmarkið í september. Hafísútbreiðslan minnkar um 11,2% á áratug fyrir september. - NOAA
...
Þessi munur á hegðun hafíssins eftir árstíma varð til þess að vísindamaðurinn Ian Eisenman fór að velta þessu nánar fyrir sér. Það er forvitnilegt að velta fyrir sér hvað hugsanlega getur valdið þessum mun og má lesa nánar um rannsóknir Eisenman á loftslag.is, Takmarkanir á útbreiðslu hafíss að vetrarlagi
Tengt efni á loftslag.is:
23.8.2010 | 12:10
Réttmæt spurning
Það er ánægjulegt að sjá að það er tekið viðtal við okkar helsta sérfræðing varðandi þessi mál, hann Halldór Björnsson. Þetta er spurning sem er réttmæt þar sem öfgar hafa verið nokkuð algengir þetta sumarið um heim allan, en eins og Halldór segir, þá getur tekið nokkurn tíma að yfirfara gögn varðandi þetta.
Á loftslag.is höfum við meðal annars velt vöngum yfir hitabylgjunni í Rússlandi, í þeirri færslu segir m.a.:
Loftslagsvísindamenn eru almennt séð frekar varkárir í yfirlýsingum sínum, þó fjölmiðlar eigi það til að blása slíkt upp. Því heyrir maður oft hjá þeim, að ekki sé hægt að tengja einstaka atburði sem þessa við hnattræna hlýnun, þótt keyrslur loftslagslíkana hafi einmitt bent á að slíkir atburðir verði sterkari við aukið hnattrænt hitastig. Tölfræðilega hefur reynst erfitt að henda reiður á það hvort hér sé um að ræða beina afleiðingu hnattrænnar hlýnunar til þess er náttúrulegur breytileiki of mikill.
Nánar er hægt að lesa um þetta á loftslag.is, Er að verða hnattræn veðurfarsbreyting?
Tengt efni á loftslag.is
![]() |
Tilviljun eða merki loftslagsbreytinga? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2010 | 08:43
Minni framleiðni gróðurs við hærra hitastig
Ýmsir erlendir miðlar hafa birt fréttir af nýrri rannsókn, sem kom í tímaritinu Science, í síðustu viku. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur m.a. fram að gervihnattamælingar benda til breytinga í framleiðni gróðurs í heiminum á síðasta áratug, í samanburði við tvo síðust áratugi þar á undan.
...
Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, þar sem einnig má sjá stutt myndband frá NASAexplorer sem fjallar um þetta mál, sjá NASA | Minni framleiðni gróðurs við hærra hitastig
Tengt efni á loftslag.is:
- NASA | Hin óvenjulega pláneta
- NASA | Heitasta 12 mánaða tímabilið
- NASA | Stórtölvutækni og loftslagslíkön
- NASA | Augu Hnatt Hauksins fyrir Vísindin
- Tölvubúnaður NASA
- Að mæla hita jarðar
22.8.2010 | 11:50
Sólarorka | Heliotrope húsið
Þýski arkitektinn Rolf Disch hefur hannað sólarorkuheimili, sem nýtir ekki bara orkuna mjög vel, heldur framleiðir líka meiri orku en það notar. Húsið hefur fengið nafnið Heliotrope og það snýst um sjálft sig í takt við gang sólar á himninum og nær þannig að virkja eins mikið af sólarorku og mögulegt er.
...
Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, þar sem m.a. eru myndir af húsinu, sjá Sólarorka | Heliotrope húsið
Tengdar færslur á loftslag.is:
- Vindorka | Ný tækni Vindstilkar
- Stærsta sjávarfalla raforkuver heims
- Líftækniiðnaður gæti stuðlað að minni losun CO2
- Rafmagnsbílar
- Skógrækt á Norðurhjara
21.8.2010 | 12:37
Stærsta sjávarfallatúrbína heims
Fyrirtækið Atlantis Auðlindir í Skotlandi hefur svipt hulunni af stærstu sjávarfallatúrbínu heims, 73 feta (22,25 m) há, 1.300 tonn og með blöð sem eru 60 fet (um 18 m). AK-1000, eins og smíðin er kölluð, er með tvo rafala sem eru hannaðir til að virkja bæði sjávarföll flóðs og fjöru. Raforkan sem verður til getur mögulega framleitt næga orku fyrir um 1.000 heimili.
...
Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, þar sem m.a. er mynd af ferlíkinu, sjá Stærsta sjávarfallatúrbína heims.
Tengdar færslur á loftslag.is:
Vísindi og fræði | Breytt 22.8.2010 kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.8.2010 | 10:54
Vindorka | Ný tækni - Vindstilkar
Við þekkjum öll hefðbundnar vindmyllur. Þær hafa reynst ágætlega víða um heim til raforkuframleiðslu, en eitt vandamál hefur oft verið nefnt til sögu þegar rætt er um þær og það er að þær eru að margra mati ljótar ásýndar. Til að reyna að finna ráð við þessu, þá hefur hópur hönnuða gert nýja tegund vindorkuvera, þar sem þeir fengu lánaðar nokkrar hugmyndir frá sjálfri náttúrunni.
...
Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, þar sem m..a eru myndir af hinum svokölluðu vindstilkum, sjá Vindorka | Ný tækni - Vindstilkar
Tengdar færslur á loftslag.is:
17.8.2010 | 10:01
CO2 er fæða fyrir plöntur
Í nýju myndbandi sem sýnt er á loftslag.is, tekur Greenman3610 (Peter Sinclair), fyrir þá lífseigu mýtu um að aukning CO2 sé gott fyrir plöntur og þ.a.l. sé aukning þess í andrúmsloftinu bara jákvæð. Í hans eigin umsögn um myndbandið tekur hann eftirfarandi fram:
Plöntur nota CO2. Þess vegna er meira CO2 gott. Þetta eru einn af þessum harðgerðu fjölæringum loftslagsafneitunarinnar. Eins og svo margar alhæfingar, þá mun þessi fyrr eða seinna lenda í árekstri við hina raunverulegu veröld.
Svo mörg voru þau orð hjá honum. Mig langar að benda á að hann kemur sér fyrst að efninu (að mínu mati) u.þ.b. 1/3 inn í myndbandinu, gefið honum þvi smá stund
Myndbandið sjálft má sjá á loftslag.is - CO2 er fæða fyrir plöntur
Tengt efni á loftslag.is:
16.8.2010 | 10:16
Hitastig júlímánaðar á heimsvísu
Helstu atriði varðandi hitastig júlímánaðar á heimsvísu í myndum, sjá nánar á loftslag.is, Hitastig | Júlí 2010
Heimildir og annað efni af loftslag.is: