Færsluflokkur: Fréttir
13.11.2010 | 11:18
Biblíuleg vísindi?
Hér undir má sjá skopteikningu eftir Marc Roberts, sem hann gerði eftir að stjórnmálamaðurinn John Shimkus, sem er bandarískur þingmaður, kom með ummæli í þessa veru.
Hér undir eru 3 tenglar þar sem fjallað er nánar um þessi ummæli þingmannsins. Maður veit varla hvort að maður á að hlæja eða gráta þegar umræða um loftslagsmál fer á þetta stig og svo frá þingmanni sem er að reyna að komast í þingnefnd sem hefur m.a. það verksvið að ræða um loftslagsbreytingar af mannavöldum og hugsanlegar mótvægisaðgerðir.
Meðal þess sem kom fram í máli hans var eftirfarandi:
I believe that is the infallible word of God, and thats the way it is going to be for his creation. [...] The earth will end only when God declares its time to be over.
Ítarefni:
- God will save us from climate change: U.S. Representative
- The planet wont be destroyed by global warming because God promised Noah, says politician bidding to chair U.S. energy committee
- God Will Not Allow Global Warming Proclaims Rep. John Shimkus, Seeking Top U.S. Congress Energy Position
Tengt efni á loftslag.is:
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2010 | 08:09
Loftslagsvísindi árið 1956: Úrdráttur úr fortíðinni
Í myndbandi á loftslag.is fer Greenman3610 (Peter Sinclair) yfir gamla upptöku með vísindamanninum Gilbert Plass frá 1956 þar sem farið er yfir áhrif þess að auka styrk CO2 í andrúmsloftinu. Loftslagsvísindin eru ekki nein ný uppgötvun eins og sagan sýnir okkur, þó einhverjir telji svo vera. En skoðum nú lýsingu Greenman3610 á myndbandinu:
Sumir þeirra sem afneita loftslagsvísindunum virðast telja að hnattræn hlýnun sé eitthvað sem Al Gore fann upp árið 2006.
Eins og þessi upptaka frá 1956, og var nýlega afhjúpuð, sýnir fram á, þá hafa loftslagsvísindin í aðalatriðum verið á hreinu í marga áratugi.
Myndbandið sjálft má nálgast á loftslag.is, Loftslagsvísindi árið 1956: Úrdráttur úr fortíðinni
Ítarefni
Hægt er að nálgast fleiri myndbönd eftir Greenman hér á loftslag.is: Greenman3610.
Tengt efni á loftslag.is:
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Loftslagsbreytingar og bráðnun jökla Himalæjafjalla
Fimmtudagurinn 11. nóvember, kl. 16.30, Háskólatorgi, stofu 105
Í fyrirlestrinum fjallar Kunda Dixit um áhrif loftslagsbreytinga á Himalæjafjöllin, þ.e. hvernig hlýnun jarðar er að bræða þessa miklu vatnsturna Asíu. Kunda Dixit mun sýna myndir frá Nepal, en á þeim sést glögglega að sífrerar Himalæjafjallanna eru að hverfa um þrisvar sinnum hraðar en á öðrum stöðum í heiminum. Hvaða áhrif hefur þessi þróun á Nepal og svæðið sem heild? Hvernig geta fátæk lönd tekist á við vandamál sem þau áttu engan þátt í að skapa? Hvernig fjalla fjölmiðlar um þetta ástand?
Fundarstjóri: Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur og rithöfundur.
Þetta er fyrri fyrirlesturinn af tveimur, sá seinni fjallar um blaða og fréttamennsku á átakatímum, sjá nánar, Fyrirlestrar Kunda Dixit Loftslagsbreytingar og bráðnun jökla Himalæjafjalla
Tengt efni á loftslag.is:
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2010 | 08:53
Yfirlýsing frá breska jarðfræðafélaginu um loftslagsbreytingar
Breska jarðfræðafélagið (e. Geological Society of London) hefur útbúið yfirlýsingu um loftslagsbreytingar, þar sem áhersla er lögð á jarðfræðigögn og hvað þau segja okkur. Jarðfræðigögn gefa töluverðar upplýsingar um það hvernig loftslag Jarðar hefur breyst til forna og veita mikilvægar vísbendingar um hvernig loftslagsbreytingum gæti háttað í framtíðinni. Yfirlýsingin byggir þannig á gögnum jarðfræðinnar, en ekki á nýlegum hitastigsmælingar við yfirborð eða með gervihnöttum, né byggir yfirlýsingin á loftslagslíkönum. Það er alveg þess virði að lesa yfirlýsinguna, en þar koma fram töluverðar upplýsingar auk notadrjúgra ritrýnda heimilda (sjá tengla í lok færslunnar).
Það má lesa um nokkur lykilatriði yfirlýsingarinnar á loftslag.is, Yfirlýsing frá breska jarðfræðafélaginu um loftslagsbreytingar
Tengt efni á loftslag.is
- Yfirlýsing GSA um loftslagsbreytingar
- Metan og metanstrókar
- Súrnun sjávar hraðari en fyrir 55 milljónum ára
- Sameiginleg yfirlýsing þriggja breskra stofnana
- Yfirlýsing frá Vísindaráði Bandaríkjanna
- Spurt og svarað um sjávarstöðubreytingar
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.11.2010 | 08:35
Að fanga hita sólar
MIT hefur tilkynnt að þeir hafi náð tímamótaskrefi sem gæti verið byrjunin að næstu kynslóð þess að fanga orku sólar. Í myndbandinu hér undir útskýrir prófessor Jeffrey Grossman hvernig efnið sem um ræðir getur fangað og sleppt orku sólar í formi hita.
Myndbandið má sjá á loftslag.is, Að fanga hita sólar.
Ítarefni:
Tengt efni á loftslag.is:
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2010 | 10:29
Kolefnisbinding með nýrri tækni
Kanadískir efnafræðingar eru að rannsaka nýjar leiðir til að binda koldíoxíð sem kemur frá raforkuverum og verksmiðjum og koma því fyrir án þess að nota mikið af orku og vatni, eins og er nauðsynlegt í núverandi frumgerðum þeirrar tækni sem er skoðuð varðandi kolefnisbindingu.
Nánar þessar nýju rannsóknir á loftslag.is, Kolefnisbinding með nýrri tækni
Tengt efni á loftslag.is:
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2010 | 12:15
Kíkt undir hafísinn
Í stuttmynd sem er á loftslag.is, eftir Rick Morris með Lawrence White sem sögumanni, er okkur gefið innsýn í hvernig vísindastarf fer fram á og undir ísnum á Norðurskautinu. Upptökur fóru fram í október og nóvember 2009, þar sem starfsfólkið var 5 vikur um borð í ísbrjótnum Polar Sea, þar sem þau fengu upplifun lífs síns.
Til að sjá myndbandið, vinsamlega smellið á Kíkt undir hafísinn.
Tengt efni á loftslag.is:
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2010 | 14:22
Massatap Grænlandsjökuls til 2010
Nú nýlega birti NOAA skýrslu sína um Norðurskautið, Arctic Report Card. Í skýrslunni eru ýmsar upplýsingar um stöðu loftslags á Norðurheimsskautssvæðinu. Sérstaklega má benda á þá staðreynd að sumarið 2010 var hitastig á Grænlandi það hæsta frá upphafi mælinga.
[...]
Sjá nánar, Massatap Grænlandsjökuls til 2010
Tengt efni á loftslag.is
- Bráðnun Grænlandsjökuls til norðvesturs
- Samhengi hlutanna Ístap Grænlandsjökuls
- Spurt og svarað um sjávarstöðubreytingar
- Sveiflur í bráðnun Grænlandsjökuls
- Minni bráðnun jökulbreiðanna
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2010 | 09:36
La Nina og veðurfar
Kaldara hitastig í Kyrrahafinu sem tengist La Nina ástandi hafsins þar, gæti haft mikil áhrif á veðurfar í vetur. Í myndbandi frá ClimateCentral.org eru sýnd hugsanleg áhrifa La Nina fyrir veðurfar vetrarins í BNA. Nýjar spár hafa verið gefnar út, þar sem spár gera ráð fyrir hærra hitastigi í vetur (í BNA), með meiri þurrkum í Suðvestri og votari Norðvestri. Þrátt fyrir að hitastig ársins sé það heitasta á heimsvísu hingað til, þá gæti verið að kólnun samfara La Nina (á heimsvísu), muni hafa þau áhrif að minni líkur eru á að 2010 endi sem heitasta árið frá því mælingar hófust. En lítum nú á myndbandið þar sem farið er yfir þetta í örstuttu máli.
Til að sjá myndbandið smellið á eftirfarandi tengil La Nina og veðurfar.
Tengt efni á loftslag.is:
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2010 | 13:10
Gróðurhúsaáhrifin mæld
Flestir vita að gróðurhúsaáhrifin valda því að Jörðin er mun heitari en annars væri og að aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu er að auka þau áhrif. En fæstir þekkja þó hvað það er í raun og veru í andrúmsloftinu sem gerir það að verkum að gróðurhúsaáhrifin verða og hvers vegna lítil breyting í snefilgösum í andrúmsloftinu líkt og koldíoxíð (CO2) skiptir svona miklu máli.
Það hefur verið þekkt frá því á nítjándu öld að sumar lofttegundir gleypa innrauða útgeislun sem berst frá Jörðinni, sem um leið hægir á kólnun frá Jörðinni og hitar upp yfirborð hennar. Þessar svokölluðu gróðurhúsalofttegundir eru meðal annars koldíoxíð (CO2) og vatnsgufa, auk ósons, metans og fleiri lofttegunda. Meirihluti lofttegunda í andrúmsloftinu sleppa þó þessari innrauðu útgeislun í gegnum sig, t.d. niturgas og súrefni. Auk þess má nefna að ský gleypa einnig innrauða útgeislun og leggja þar með sitt að mörkum til gróðurhúsaáhrifanna. Hins vegar þá valda ský því einnig að sólargeislar berast minna til jarðar og því eru heildaráhrif þeirra í átt til kólnunar.

Útgeislunarlitróf (e. outgoing spectral radiance) efst í lofthjúpi Jarðar, sem sýnir gleypni lofttegunda á mismunandi tíðni. Til samanburðar er sýnt með rauðu hvernig flæði er frá klassískum svarthlut er við 294°K (31°C).
Oft eru gróðurhúsaáhrifin skilgreind sem munurinn á milli yfirborðshita Jarðar og þess hitastigs sem væri ef gróðurhúsaáhrifanna nyti ekki við en með nákvæmlega sama endurkast sólarljóss (e. albedo) frá yfirborði Jarðar og hefur það verið reiknað um 33°C. Önnur leið til að setja gróðurhúsaáhrifin í samhengi er að mæla mismunin á innrauðri útgeislun við yfirborð Jarðar og þeirri útgeislun sem nær út fyrir lofthjúp Jarðar. Ef ekki væru gróðurhúsaáhrif, þá væri munurinn enginn. Mælingar sýna aftur á móti að yfirborð Jarðar geislar um 150 wött á fermetra (W/m2) meira en fer út í geim.
En hvað gleypa mismunandi gróðurhúsalofttegundir mikið af útgeislun?
[...]
Nánar á loftslag.is, Gróðurhúsaáhrifin mæld
Tengt efni á loftslag.is
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)