Færsluflokkur: Fréttir
27.10.2010 | 12:11
Hnattræn hlýnun á innan við 10 mínútum
Þar sem rætt er um losun gróðurhúsalofttegunda í fréttinni er ekki úr vegi að skoða ýmsar spurningar varðandi hnattræna hlýnun.
Í myndbandi (á loftslag.is) svarar James Powell ýmsum spurningum varðandi hnattræna hlýnun. Hann fer yfir helstu sönnunargögnin varðandi hnattræna hlýnun af mannavöldum. Fyrsta spurningin sem hann veltir upp er: Er hnattræn hlýnun veruleiki? Svo lítur hann á ýmsar vísbendingar, mælingar og gögn sem til eru efnið. Í myndbandinu tekst Powell að fara yfir mikið af efni og gögnum á aðeins 10 mínútum sem það varir.
Myndbandið má sjá á loftslag.is, Hnattræn hlýnun á innan við 10 mínútum
Tengdar færslur á loftslag.is
![]() |
Mest losun á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2010 | 12:25
NOAA – ástand Norðurskautsins 2010
Á loftslag.is er áhugavert myndband um ástand Norðurskautsins 2010. Þar er farið myndrænt yfir helstu niðurstöður skýrslu NOAA, sem byggt er á 17 greinum eftir 69 höfunda.
Sjá nánar á NOAA ástand Norðurskautsins 2010
Tengt efni á loftslag.is
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
24.10.2010 | 10:05
Þurrkar framtíðar
Mörg af fjölmennustu ríkjum heims mega búast við aukinni hættu á alvarlegum og langvinnum þurrkum á komandi áratugum, samkvæmt nýrri grein. Samkvæmt greiningu vísindamannsins Aiguo Dai þá má búast við auknum þurrkum víða um heim á næstu 30 árum og jafnvel má búast við þurrkum sem mannkynið hefur ekki orðið vitni að í lok þessarar aldar.
Með því að nota 22 loftslagslíkön, ásamt flokkun á alvarleika þurrka auk þess að greina fyrri rannsóknir, þá kemur í ljós að mikill hluti Ameríku auk stórra hluta Evrópu, Asíu, Afríku og Ástralíu gætu átt á hættu aukna tíðni alvarlegra þurrka á þessari öld. Á móti kemur að svæði á hærri breiddargráðum, t.d. Alaska og Skandinavía eru líkleg til að verða blautari.
[...]
Sjá nánar um þetta á loftslag.is, Þurrkar framtíðar
Tengdar færslur á loftslag.is
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2010 | 08:58
Hafís yfirlit fyrir september ásamt umfjöllun um hafíslágmörkin tvö
Endanlega fjöllum við um hafísútbreiðslu septembermánaðar. Í septembermánuði náði hafísútbreiðslan hinu árlega lágmarki. Reyndar urðu tilkynningarnar um hafíslágmark ársins tvær í ár. Fyrsta tilkynningin um hafíslágmark ársins kom frá NSIDC þann 15. september, umfjöllun loftslag.is má finna hér, það lágmark átti sér stað þann 10. september. Sú tilkynning reyndist ótímabær, enda byrjaði hafísútbreiðslan að minnka aftur nokkrum dögum síðar, sem endaði með nýju og endanlegu hafíslágmarki ársins þann 19. september sem var einnig 1. árs afmæli loftslag.is. Til upprifjunar þá leit hafíslágmarkið 2010 svona út:
Nokkuð viðburðarík sumarbráðnunin hafís er lokið á Norðurskautinu. Hafísútbreiðslan varð það þriðja lægsta frá því gervihnattamælingar hófust. Bæði Norðurvestur- og Norðuausturleiðin voru opnar um tíma í september, sem varð til þess að 2 skip náðu þeim áfanga, fyrst allra, að sigla báðar leiðirnar á sama sumri.
Þess má geta að getspakir aðilar voru búnir að giska á útkomu ársins í athugasemdum hér á loftslag.is og lentu spár þeirra á bilinu 4,1 4,9 miljón km2, sjá nánar í athugasemdum við færsluna Spár um lágmarksútbreiðslu hafíss í ár. Samkvæmt þeim spám varð Emil H. Valgeirsson getspakastur (miðað við hafíslágmarkið), með sína ágiskun upp á 4,5 miljón ferkílómetra (lágmarkið endaði í 4,6 milljón ferkílómetrum).
[...]
Fleiri myndir og meiri umfjöllun á loftslag.is, Hafís yfirlit fyrir september ásamt umfjöllun um hafíslágmörkin tvö
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
19.10.2010 | 09:22
Hitastig í september og árið fram til þessa í hæstu hæðum
Hitastigið á árinu fram til loka september er í hæstu hæðum á heimsvísu. Septembermánuður er ekki meðal allra hlýjustu septembermánaða, en þó er hitastigið fyrir árið í heild enn hátt. Hvort að árið verður það hlýjasta fram að þessu er enn mjög óljóst, en það mun þó væntanlega enda ofarlega á lista.
[...]
Nánar á loftslag.is, Hitastig í september og árið fram til þessa í hæstu hæðum. Hér undir er mynd með hitafrávikunum í september, í færslunni á loftslag.is, er meiri greining á hitastiginu í september og á árinu fram til þessa.
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.10.2010 | 12:40
Mýta - Er hafís Norðurskautsins að jafna sig?
Röksemdir efasemdamanna
Ef fylgst er með útbreiðslu hafíss undanfarið ár, þá sjást óvenjulegar sveiflur og að hafísinn hefur náð normal útbreiðslu nokkrum sinnum. Það er greinilegt að hafísinn er að jafna sig á Norðurskautinu.
Það sem vísindin segja
Útbreiðsla hafíss segir okkur hvert ástandið á hafísnum er við yfirborð sjávar, en ekki þar undir. Hafís Norðurskautsins hefur stöðugt verið að þynnast og jafnvel síðustu tvö ár á meðan útbreiðslan hefur aukist lítillega. Af því leiðir að heildar magn hafíss á Norðurskautinu árið 2008 og 2009 er það minnsta frá upphafi mælinga.
Yfirleitt þegar fólk talar um ástand hafíssins á Norðurskautinu, þá er það að tala um hafísútbreiðslu. Þar er átt við yfirborð sjávar þar sem að minnsta kosti er einhver hafís (yfirleitt er miðað við að það þurfi að vera yfir 15% hafís). Útbreiðsla hafíss sveiflast mikið í takt við árstíðirnar er hafís bráðnar á sumrin og nær lágmarki í útbreiðslu í september og frýs síðan aftur á veturna með hámarksútbreiðslu í mars. Hitastig er aðalþátturinn sem keyrir áfram breytingar í útbreiðslu hafíss en aðrir þættir eins og vindar og skýjahula hafa þó sín áhrif þó í minna mæli. Útbreiðsla hafíss hefur verið á stöðugu undanhaldi síðastliðna áratugi og árið 2007 varð útbreiðslan minnst vegna margra ólíkra þátta.
[...]
Restina af færslunni má lesa á loftslag.is, Mýta - Er hafís Norðurskautsins að jafna sig?
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2010 | 09:31
Hnattræn hlýnun upp á borðum…
Í myndbandi frá Greenman3610 (Peter Sinclair) skoðar hann m.a. sára einfalda tilraun sem hægt er að gera heima hjá sér og sýna þannig fram á áhrif gróðurhúsalofttegunda á hitastig. Svona tilraun er í raun hægt að gera með tiltölulega litlum tilkostnaði og án þess að þurfa neina sérstaka sérþekkingu til.
Peter Sinclair er fyrir að kalla hlutina nöfnum, sem að hans mati passa við tilefnið, og notar hann því t.d. orðið afneitunarsinni (e. denier) án þess að blikna. Jæja, en lítum nú á hans eigin lýsingu á myndbandinu:
Það koma enn afneitunarsinnar til mín og segja mér að það séu engar sannanir fyrir áhrifum CO2 í andrúmsloftinu. En í raun er hægt að sýna fram á eiginleika CO2 með einföldum verkfærum. Svo einföldum, í raun, að barn gæti gert það.
En vindum okkur því næst í myndbandið og þennan barnaleik sem hægt er að reyna heima ef áhugi er fyrir hendi, myndbandið má sjá á loftslag.is, Hnattræn hlýnun upp á borðum
Tengt efni á loftslag.is:
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
14.10.2010 | 12:29
Hlýnun jarðar - góð eða slæm?
Röksemdir efasemdamanna
Það sem vísindin segja
Neikvæð áhrif hlýnunar Jarðar á landbúnað, heilsu og umhverfi yfirskyggja jákvæðu áhrif hlýnunarinnar.
Í nýrri færslu á loftslag.is er farið yfir ýmis konar áhrif hlýnunar Jarðar og sýnir þessi upptalning nokkuð vel að fæstar afleiðingar loftslagsbreytinga eru ríkulegum kostum búnar, þvert á móti geta afleiðingarnar orðið slæmar og kostnaðarmiklar.
- - -
Nánar er hægt að lesa um hugsanleg áhrif hlýnunar jarðar og losunar gróðurhúsalofttegunda varðandi m.a. landbúnað, súrnun sjávar, efnahag o.fl. á loftslag.is, Er hlýnun jarðar slæm?
Aðrar tengdar færslur á loftslag.is
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2010 | 12:23
Myndskeið af hreyfingu jökla
Með meiri þekkingu á jöklum, þá verður hægt að kortleggja jöklabreytingar vegna hnattrænnar hlýnunar enn betur. Það er því gott að þetta verkefni gengur vel. Það hafa verið reyndar fleiri leiðir til að skoða jöklabreytingar, m.a. ljósmyndun sem er merkilegt að því leiti að auðvelt er fyrir leikmenn að sjá breytingarnar.
Í myndbandi frá TED (sem sjá má á loftslag.is), sýnir ljósmyndarinn James Balog okkur myndskeið frá Extreme Ice Survey verkefninu, sem er net tímastilltra myndavéla sem taka upp hreyfingu jökla. Flestir jöklar eru að hopa og hop þeirra er talið vera skýrt merki um yfirstandandi loftslagsbreytingar. Í myndbandinu útskýrir Balog hvernig verkefnið fer fram. Hann sýnir hvernig breytingar á jöklunum verða sýnilegar þegar notast er við myndir þær sem fást með notkun myndavélanna í verkefninu. Það er áhugavert að sjá þann mismun sem er á jökuljaðrinum á milli ára, sem væri erfiðara sjá ef ekki væri notast við myndavélarnar í verkefninu. Nánar er hægt að lesa um James Balog og fá tengla á verkefnið, hér.
Myndbandið má sjá á loftslag.is, sjá Ted | Myndskeið af hreyfingu jökla, einnig má þar sjá stutt myndskeið frá Sólheimajökli, tekið á myndavél úr verkefninu.
Tengt efni á loftslag.is:
![]() |
Meira en helmingur jöklanna kortlagður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2010 | 17:38
Google hugar að lausnum - nýjar hugmyndir fæðast
Ekki myndi ég persónulega veðja á þessa tilteknu lausn. En framtíðin mun skera úr um hvað verður ofaná varðandi lausnir til að draga úr mengun og þar með einnig losun gróðurhúsalofttegunda. En alltaf fróðlegt þegar reynt er að hugsa og nálgast hlutina á nýjan hátt, öðruvísi verða nýjar hugmyndir ekki til :)
Meira um lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á loftslag.is:
![]() |
Ferðamáti framtíðarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)