Færsluflokkur: Fréttir

Fingraför mannkyns á hnattræna hlýnun

Í færslu á loftslag.is er komið inn á ýmisleg fingraför mannkyns varðandi hnattræna hlýnun, hér undir er eitt af atriðunum sem nefnd eru þar. Í færslunni á loftslag.is má sjá fleiri atriði, sjá nánar,  Fingrafar mannkynsins á hnattrænu hlýnunina

- - - 

Fingrafar mannkynsins á hitaleitnina

Enn eitt fingrafar mannkynsins má finna með því að líta á hitaleitni í mismunandi lögum lofthjúpsins. Loftslagslíkön spá því að aukning koldíoxíðs ætti að valda hækkun hitastigs í veðrahvolfinu (e. troposphere) en kólnun í heiðhvolfinu (e. stratosphere). Þetta er vegna þess að aukin “ábreiðu” áhrif í veðrahvolfinu halda meiri hita þar, sem leiðir til þess að minni hiti berst til heiðhvolfsins. Þetta er í mótsetningu við þeim áhrifum sem hægt væri að eiga von á ef sólin ylli hnattrænni hlýnun, þá ættu bæði veðrahvolfið og heiðhvolfið að hlýna. Það sem við sjáum með því að skoða bæði gögn frá gervihnöttum og veðurloftbelgjum, er að heiðhvolfið er að kólna en veðrahvolfið að hlýna, sem er í samræmi við hlýnun af völdum koldíoxíðs (og gróðurhúsalofttegunda almennt):


Mynd 6: (A) Breyting hitastigs í neðra heiðhvolfinu, mælt með gervihnöttum (UAH, RSS) og veðurloftbelgjum (HadAT2 og RATPAC), miðað við tímabilið 1979 til 1997, sjö mánaða meðaltal. Stærri eldgos eru gefin til kynna með bláu brotalínunum (Karl 2006). (B) Breyting hitastigs í efri hluta veðrahvolfsins.

Ef aukning gróðurhúsaáhrifanna veldur hlýnuninni, ættum við að sjá meiri hlýnun á næturnar en á daginn. Þetta er vegna þess að gróðurhúsaáhrifin virka bæði dag og nótt. Gagnstætt er, ef hlýnunin væri af völdum sólarinnar, þá ætti leitni hitastigs til hlýnunar að vera meiri í dagtímunum. Það sem mælingar sýna er samdráttur kaldra nátta er meiri en smdráttur kaldra daga og aukning hlýrra nátta er meiri en aukning heitra daga (Alexander 2006). Þetta er í samræmi við hlýnun af völdum gróðurhúsaáhrifa.


Mynd 7: Mæld leitni (dagar á áratug) fyrir 1951 til 2004 í köldum dögum og nóttum. Kuldi er skilgreindur sem köldustu 10%. Hiti er skilgreindur sem heitustu 10%. Appelsínugulu línurnar sína áratuga leitni (IPCC AR4 FAQ 3.3aðlagað frá Alexander 2006).

- - -  

Sjá nánar, Fingrafar mannkynsins á hnattrænu hlýnunina 


Mýta - Geta vísindamenn spáð fyrir um loftslag?

Röksemdir efasemdamanna…

Þar sem nýmóðins tölvulíkön geta ekki með góðri vissu spáð fyrir um veðrið tvær vikur fram í tíman, hvernig getum við treyst tölvulíkönum sem eiga að spá fyrir um loftslag jarðar eftir hundrað ár?

Það sem vísindin segja…

Veður er sveiflukennt og erfitt að spá fram í tíman. Loftslag, aftur á móti er í raun meðaltal veðurs í langan tíma. Með því að taka tölfræði veðurs yfir langan tíma þá eyðast sveiflur, sem gera loftslagslíkönum kleyft að spá með góðu móti um loftslagsbreytingar framtíðar.

Þessi rök bera vott um misskilning á muninum á veðri, sem er sveiflukennt og óútreiknanlegt og loftslagi sem er tölfræðileg lýsing á veðri yfir ákveðið tímabil. Þetta er svipað því að geta ekki spáð með vissu hvort þorskarnir eða skjaldarmerkið koma upp þegar þú kastar upp krónu, en þú getur sagt með tölfræðilegri vissu líkurnar á því hvor hliðin kemur upp ef þú kastar nógu krónunni nógu oft. Ef við skoðum þetta út frá veðri, þá er ekki hægt að spá nákvæmlega hvaða leið ákveðin lægð fer, á meðan meðalhita og meðalúrkomu er hægt að áætla fyrir visst langt tímabil.

[...]

Nánar á loftslag.is, Mýta - Geta vísindamenn spáð fyrir um loftslag?


10/10/10 - Baráttudagur gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum

Sunnudaginn 10. október verður baráttudagur á heimsvísu gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Í ár er fjöldi þátttökulanda meiri en nokkurntíma áður og stefnir í að hópar frá nær öll lönd í heiminum verði með dagsskrá. Núna eru skráðir 6759 atburðir í 188 löndum. Það má lesa nánar um þetta á heimasíðu 350.org, sem eru samtökin sem hvetja til og standa að baki þessum baráttudegi á heimsvísu.

‎Í Reykjavík byrjar dagurinn kl. 14 með fjölda-hjólreiðatúr frá Austurvelli og upp Hverfisgötu að Hlemmi. Þar verður boðið upp á stutta kynningu á Hjólafærni og einkaleiðsögn án endurgjalds. Hjólafærni er tækni sem notuð er til að hjóla í sátt við aðra umferð á götum, og sérstaklega á frekar rólegum götum.

Hlemmur er aðal almennningsamgöngumiðstöð Íslendinga og verða haldnir tónleikar þar, skiptimarkaður (þú getur skipt gömlu dóti út fyrir nýtt), gefins “Slow food” – hollur matur og kynningar á þeim lausnum sem eru til staðar sem lausnir varðandi loftslagsbreytingar.

Að lokum verður buxnalaus gangur niður Laugaveg kl. 19 (hjólreiðafólk er líka hvatt til að hjóla í för með ber læri og leggi) – til að vekja athygli á grænum samgöngum!

Dagskrá:
14:00 Fjölda hjólreiðatúr @ Austurvöllur

15:00-19:00 Viðburðir @ Hlemmur
15:00 – Playground Birds
16:00 – Bróðir Svartúlfs
17:00 – Árstíðir

Þess má geta að einnig verður svipuð dagsskrá á Ísafirði á sama tíma.

Facebooksíða viðburðarins

Tengt efni á loftslag.is:


Eru úthöfin að hitna?

Sumir halda því fram að úthöfin séu hreint ekki að hlýna, þvert á móti þá séu þau að kólna. Þær fullyrðingar styðjast við gögn sem að sýna lítilsháttar kólnun í nokkur ár eftir 2004. Ef tekið er lengra tímabil, er greinilegt að úthöfin eru að hlýna, líkt og yfirborð Jarðar og veðrahvolfið.

Úthöfin þekja um 70% af yfirborði Jarðar og geyma um 80% af varmaorkunni sem er að byggjast upp á Jörðinni, því er hlýnun úthafanna ein af stóru vísbendingunum um hnattræna hlýnun Jarðar. Fullyrðingar um að úthöfin hafi kólnað lítillega undanfarin ár eru réttar. Fullyrðingar þar sem sagt er að hlýnun Jarðar hafi hætt vegna þess að úthöfin hafa kólnað eru rangar. Náttúrulegur breytileiki veldur því að hlýnun úthafanna er ekki í beinni línu. Þetta er ástæðan fyrir því að vísindamenn tala oftast nær um leitni þegar verið er að fjalla um loftslag – yfirleitt 30 ár eða meir – þannig að skammtíma sveiflur sem eru afleiðing af náttúrulegum breytileika hverfa (t.d. eru sveiflur í El Nino og La Nina stór þáttur í náttúrulegum breytileika í hitastigi sjávar).

[...] 

Nánar á loftslag.is, Eru úthöfin að hitna?

Tengdar færslur á loftslag.is 

 


Mýta - Það var hlýrra á miðöldum

Þessi mýta virðist fyrst og fremst miða að því að segja, að það hafi verið hlýrra á miðöldum (eða jafnhlýtt) og því hljóti hlýnunin nú að vera af völdum náttúrulegra ferla – líkt og það hlýtur að hafa verið þá.

Staðbundin hlýnun

Á tímabilinu frá sirka árinu 800-1300 var nokkuð hlýtt í Norður Evrópu og þar sem fyrstu rannsóknirnar á fornloftslagi voru gerðar þar, þá fékk þetta tímabil nafnið Miðaldahlýskeiðið (e. Medieval Warm Period – MWP). Svipað var upp á teningnum hvað varðar kalt loftslag í Norður Evrópu sem nefnt hefur verið Litla Ísöld (e. Little IceAge) og stóð frá 1300 – 1850 (sumir segja að það hafi byrjað síðar). 

[...] 

Lesa má restina af þessari mýtu á loftslag.is, Mýta - Það var hlýrra á miðöldum 

Tengt efni á loftslag.is:


Tvær gráður of mikið

Nýlega kom út grein (Turney og Jones 2010) um rannsókn á setlögum sem varðveita smáatriði frá síðasta hlýskeiði ísaldar (fyrir um 130–116 þúsund árum). Rannsóknin bendir til þess að tveggja gráðu hækkun hitastigs frá því fyrir iðnbyltingu geti haft óæskilegar afleiðingar.

[...]

Nánar um þetta á loftslag.is, Tvær gráður of mikið

Tengt efni á loftslag.is


Hlýnun djúpsjávar og sjávarstaða

Vísindamenn sem greint hafa mælingar á hita djúpsjávar, sem farið hafa fram undanfarna tvo áratugi, hafa greint hlýnun sem hefur átt stóran þátt í hækkun sjávarstöðu, sérstaklega í kringum Suðurskautið.

Aukið magn gróðurhúsalofttegunda, líkt og CO2, hefur valdið aukinni hlýnun Jarðar. Síðastliðna áratugi, þá hefur allavega 80% af þeirri varmaorku hitað upp úthöfin. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að efri lög sjávar hafa verið að hitna, en þessi greining sýnir hversu mikið hitaflæðið hefur náð niður í neðri lög sjávar.

Þessi rannsókn sýnir að djúpsjór – neðan við um 1.000 m – er að gleypa um 16% af þeirri hitaorku sem efri lög sjávar eru að gleypa. Höfundar benda á að nokkrir möguleikar séu fyrir ástæðum þessarar djúpsjávarhlýnunar, þ.e breytingar í loftstraumum yfir Suður-Íshafinu, breyting í eðlisþyngd neðri laga sjávar og hröðun á flæði hlýrri yfirborðsvatns niður í djúpsjávarlögin.

[...] 

Sjá nánar um þetta á loftslag.is, Hlýnun djúpsjávar og sjávarstaða 

Tengt efni á loftslag.is


Höfuð, herðar, hné og tær

Ég myndi nú ætla að það væri rangt að segja að Kína beri höfuð og herðar yfir öll lönd varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Það gerðist nú ekki fyrr en 2007 að Kína skreið framúr Bandaríkjunum (þar sem búa mun færri). Heildarlosun þessar tveggja landa er yfir 40% af heildinni. En rétt er þó að Kína er í dag það land sem losar mest af gróðurhúsaloftegundum, en þó ekki miðað við á hvert mannsbarn. Hér undir má sjá hluta af síðunni Spurningar og svör af loftslag.is, Árleg losun koldíoxíðs af mannavöldum. Einnig er hér listi yfir losun flestra ef ekki allra landa í heiminum árið 2007.

- - -  

Samkvæmt gögnum af Wikipedia.org og International Energy Agency, þá er heildarlosun koldíoxíðs af mannavöldum um 28 miljarðar tonna á ári. Hérundir má sjá graf yfir þróun losunar koldíoxíðs í heiminum frá 1971-2007 (IEA) ásamt lista yfir losun á milli landa fyrir árið 2006, sem einnig má skoða á Wikipedia.org.

LosunCO2_heimurinn_usa_china

Listi yfir losun koldíoxíðs eftir löndum (Ísland er nr. 139):

RöðLandÁrleg losun CO2
(í þúsundum tonna)
Hlutfall af heildarlosun
- Heimurinn28,431,74199.0 %
1 Kína6,103,49321.5 %
2 Bandaríkin5,752,28920.2 %
- Evrópubandalagið3,914,35913.8 %
3 Rússland1,564,6695.5 %
4 Indland1,510,3515.3 %
5 Japan1,293,4094.6 %
6 Þýskaland805,0902.8 %
7 Bretland568,5202.0 %
8 Kanada544,6801.9 %
9 Suður Kórea475,2481.7 %
10 Ítalía474,1481.7 %
11 Íran466,9761.6 %
12 Mexíkó436,1501.6 %
13 Suður Afríka414,6491.5 %
14 Frakkland383,1481.4 %
15 Sádí Arabía381,5641.3 %
16 Ástralía372,0131.3 %
17 Brasilía352,5241.2 %
18 Spánn352,2351.2 %
19 Indónesía333,4831.2 %
20 Úkraína319,1581.1 %
21 Pólland318,2191.1 %
22 Taíland272,5211.0 %
23 Tyrkland269,4521.0 %
24 Kazakstan193,5080.7 %
25 Malasía187,8650.7 %
26 Argentína173,5360.6 %
27 Venesúela171,5930.6 %
28 Holland168,5130.6 %
29 Egyptaland166,8000.6 %
30 Pakistan142,6590.5 %
31 United Arab Emirates139,5530.5 %
32 Alsír132,7150.5 %
33 Uzbekistan115,6720.4 %
34 Tékkland116,9910.4 %
35 Belgía107,1990.4 %
36 Víetnam106,1320.4 %
37 Rúmenía98,4900.4 %
38 Nígería97,2620.3 %
39 Grikkland96,3820.3 %
40 Írak92,5720.3 %
41 Kuwait86,5990.3 %
42 North Korea79,1110.3 %
43 Austria71,8340.3 %
44 Israel70,4400.3 %
45 Belarus68,8490.2 %
46 Syria68,4600.2 %
47 Philippines68,3280.2 %
48 Finland66,6930.2 %
49 Colombia63,4220.2 %
50 Chile60,1000.2 %
51 Portugal60,0010.2 %
52 Hungary57,6440.2 %
53 Singapore56,2170.2 %
54 Libya55,4950.2 %
55 Denmark53,9440.2 %
56 Serbia and Montenegro53,2660.2 %
57 Sweden50,8750.2 %
58 Bulgaria48,0850.2 %
59 Qatar46,1930.2 %
60 Morocco45,3160.2 %
61 Turkmenistan44,1030.2 %
62 Ireland43,8060.2 %
63 Switzerland41,8260.2 %
64 Bangladesh41,6090.2 %
65 Oman41,3780.2 %
66 Norway40,2200.2 %
67 Hong Kong39,0390.1 %
68 Peru38,6430.1 %
69 Slovakia37,4590.1 %
70 Azerbaijan35,0500.1 %
71 Trinidad and Tobago33,6010.1 %
72 Ecuador31,3280.1 %
73 New Zealand30,4880.1 %
74 Cuba29,6270.1 %
75 Bosnia and Herzegovina27,4380.1 %
76 Croatia23,6830.1 %
77 Tunisia23,1260.1 %
78 Bahrain21,2920.1 %
79 Yemen21,2010.1 %
80 Jordan20,7240.1 %
81 Dominican Republic20,3570.1 %
82 Estonia17,5230.1 %
83 Lebanon15,3300.1 %
84 Slovenia15,1730.1 %
85 Lithuania14,1900.1 %
86 Jamaica12,151<0.1 %
87 Kenya12,151<0.1 %
88 Sri Lanka11,876<0.1 %
89 Guatemala11,766<0.1 %
90 Bolivia6,973<0.1 %
91 Luxembourg11,277<0.1 %
92 Zimbabwe11,081<0.1 %
93 Macedonia10,875<0.1 %
94 Sudan10,813<0.1 %
95 Angola10,582<0.1 %
96 Myanmar10,025<0.1 %
97 Mongolia9,442<0.1 %
98 Ghana9240<0.1 %
99 Costa Rica7,854<0.1 %
100 Moldova7,821<0.1 %
101 Cyprus7,788<0.1 %
102 Latvia7,462<0.1 %
103 Honduras7,194<0.1 %
104 Côte d’Ivoire6,882<0.1 %
105 Uruguay6,864<0.1 %
106 El Salvador6,461<0.1 %
107 Panama6,428<0.1 %
108 Tajikistan6,391<0.1 %
109 Ethiopia6,006<0.1 %
110 Brunei5,911<0.1 %
111 Kyrgyzstan5,566<0.1 %
112 Georgia5,518<0.1 %
113 Botswana4,770<0.1 %
114 Tanzania5,372<0.1 %
115 Papua New Guinea4,620<0.1 %
116 Armenia4,371<0.1 %
117 Equatorial Guinea4,356<0.1 %
118 Nicaragua4,334<0.1 %
119 Netherlands Antilles4,312<0.1 %
120 Albania4,301<0.1 %
121 Senegal4,261<0.1 %
122 Cambodia4,074<0.1 %
123 Paraguay3,986<0.1 %
124 Mauritius3,850<0.1 %
125 Cameroon3,645<0.1 %
126Flag of Nepal.svg Nepal3,241<0.1 %
127 Benin3,109<0.1 %
128 Palestinian Authority2,985<0.1 %
129 New Caledonia2,941<0.1 %
130 Madagascar2,834<0.1 %
131 Namibia2.831<0.1 %
132 Uganda2,706<0.1 %
133 Malta2,548<0.1 %
134 Réunion2,523<0.1 %
135 Zambia2,471<0.1 %
136 Suriname2,438<0.1 %
137 Aruba2,310<0.1 %
138 Macau2,237<0.1 %
139 Ísland2,215<0.1 %
140 Democratic Republic of the Congo2,200<0.1 %
141 Guadeloupe2,141<0.1 %
142 Bahamas2138<0.1 %
143 Gabon2,057<0.1 %
144 Mozambique2,039<0.1 %
145 Martinique1,870<0.1 %
146 Haiti1,811<0.1 %
147 Mauritania1,665<0.1 %
148 Fiji1610<0.1 %
149 Guyana1,507<0.1 %
150 Republic of the Congo1,463<0.1 %
151 Laos1,426<0.1 %
152 Guinea1,360<0.1 %
153 Barbados1,338<0.1 %
154 Togo1,221<0.1 %
155 Malawi1,049<0.1 %
156 Swaziland1,016<0.1 %
157 Sierra Leone994<0.1 %
158 Niger935<0.1 %
159 French Guiana876<0.1 %
160 Maldives869<0.1 %
161 French Polynesia821<0.1 %
162 Belize818<0.1 %
163 Rwanda796<0.1 %
164 Burkina Faso788<0.1 %
165 Liberia785<0.1 %
166 Seychelles744<0.1 %
167 Afghanistan697<0.1 %
168 Faroe Islands678<0.1 %
169 Mali568<0.1 %
170 Bermuda565<0.1 %
171 Greenland565<0.1 %
172 Eritrea554<0.1 %
173 Cayman Islands517<0.1 %
174 Djibouti488<0.1 %
175 Antigua and Barbuda425<0.1 %
176 Chad396<0.1 %
177 Gibraltar385<0.1 %
178 Bhutan381<0.1 %
179 Saint Lucia367<0.1 %
180 Gambia334<0.1 %
181 Cape Verde308<0.1 %
182 Guinea-Bissau279<0.1 %
183 Central African Republic249<0.1 %
184 Grenada242<0.1 %
185 Western Sahara (SADR)238<0.1 %
186 Burundi198<0.1 %
187 Saint Vincent and the Grenadines198<0.1 %
188 Solomon Islands180<0.1 %
189 Timor-Leste176<0.1 %
190 Somalia172<0.1 %
191 Samoa158<0.1 %
192 Nauru143<0.1 %
193 Saint Kitts and Nevis136<0.1 %
194 Tonga132<0.1 %
195 Dominica117<0.1 %
196 Palau117<0.1 %
197 São Tomé and Príncipe103<0.1 %
198 British Virgin Islands99<0.1 %
199 Marshall Islands92<0.1 %
200 Vanuatu92<0.1 %
201 Comoros88<0.1 %
202 Montserrat70<0.1 %
203 Cook Islands66<0.1 %
204 Saint Pierre and Miquelon66<0.1 %
205 Anguilla51<0.1 %
206 Falkland Islands51<0.1 %
207 Kiribati29<0.1 %
208 Wallis and Futuna29<0.1 %
209 Saint Helena11<0.1 %
210 Niue4<0.1 %


mbl.is Loftslagsráðstefna í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýna gervihnattamælingar hækkandi hitastig?

Sumir halda því fram að gervihnattamælingar sýni enga hlýnun í veðrahvolfi lofthjúps Jarðar frá því þær mælingar hófust. Það er alrangt, gervihnattamælingar sýna að veðrahvolfið er að hlýna – líkt og við yfirborð Jarðar.   

Það voru þeir John Christy og Roy Spencer frá Háskólanum í Alabama sem komu fyrst fram með þær fullyrðingar að gervihnattamælingar bentu til þess að veðrahvolfið væri að hitna mun hægar en yfirborðsmælingar og loftslagslíkön bentu til (Spencer og Christy – 1992). Jafnvel héldu þeir því fram á tímabili að gögnin sýndu kólnun (Christy o.fl. 1995).    

Í kjölfarið fóru nokkrir hópar vísindamanna að kanna hverjar væru ástæðurnar fyrir þessu misræmi. Þar sem flestar vísbendingar bentu til þess að það væri að hlýna, þá þótti ólíklegt að veðrahvolfið væri ekki að hlýna. Það kom fljótlega í ljós að villa var í aðferðinni sem þeir félagar höfðu notað til að leiðrétta gögnin. Gervihnettir á ferð um sporbraut Jarðar verða að fara yfir sama punkt á sama tíma til að mæla meðalhita. Í raun gengur það ekki eftir og gervihnettir reka af sporbraut sinni smám saman. Til að leiðrétta fyrir þeim breytingum og öðrum breytingum á braut gervihnattanna þá verður að leiðrétta gögnin.

[...] 

Nánar á loftslag.is - Sýna gervihnattamælingar hækkandi hitastig? 

Tengdar færslur á loftslag.is 


Hafíslágmark númer II

Eftir að hafa tilkynnt um hafíslágmarkið í ár sem átti sér stað þann 10. september þá byrjaði hafísútbreiðslan að minnka aftur. Svona getur náttúran leikið fréttatilkynningar grátt.

Það endaði því með því að nýtt hafíslágmark varð að veruleika þann 19. september. Þetta nýja lágmark var 4,60 miljón km2, eða 160 þúsund km2 lægra en hið fyrra. Lágmark ársins 2010 endaði því sem það þriðja lægsta frá því 1979, það varð s.s. engin breyting á röðinni frá því við fyrra lágmarkið. Þetta var þó mjög nærri lágmarkinu árið 2008, sem var það næst lægsta frá upphafi, það munaði aðeins um 37 þúsund km2 þar á milli. Hafíslágmarkið í ár er því um 2,11 miljón km2 undir meðaltali hafíslágmarks áranna 1979-2000 og 1,74 miljón km2 undir meðaltalinu fyrir árin 1979-2009. Við skoðum þetta nánar í færslu í október þegar við förum nánar yfir tölur septembermánaðar.

[...] 

Á loftslag.is má sjá graf með þróuninni, Nýtt hafíslágmark

Tengt efni á loftslag.is:


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband