Færsluflokkur: Fréttir

Farflug fugla og loftslagsbreytingar?

Spurning hvort til séu gögn aftur í tímann um komutíma lóunnar og athuga hvort það sé mikill munur frá því á fyrrihluta síðustu aldar (já, ef maður er nógu geðveikur í trúnni á hlýnun jarðar þá getur maður íhugað tengsl alls staðar). Annars held ég að það þurfi að muna nokkuð miklu til að vera marktækt, allavega 2-3 vikum, því annars er hægt að segja að þessi dagsetning sé bara vegna breytileika í veðurfari þetta árið.

Til minnis: Spyrja vini mína fuglafræðingana hvort ekki séu til gögn um komutíma lóunnar.

Annars velkomin heim, lóa.


mbl.is Lóan er komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumfarir pólfaranna

Hér er frekar neikvæð færsla hjá mér, ef menn vilja vera eingöngu jákvæðir gagnvart rannsóknum á afleiðingum hlýnunar jarðar, þá skulu þeir hinir sömu hætta að lesa núna Devil 

Ég verð að viðurkenna að ég var nokkuð jákvæður þegar ég sá þessa frétt um daginn á mbl.is (Ganga og synda á pólinn). Gott mál var mín fyrsta tilfinning, án þess að hugsa meir út í það, áhugasamir menn að ná í vísindagögn við erfiðar aðstæður.

Eftir á að hyggja, þá sýnist mér þetta hafa verið ansi misráðin för, en kannski hefur hún þó eitthvert auglýsingagildi, vonandi ekki á neikvæðan hátt eins og blessuð Síma-auglýsingin.

Heimasíða eins pólarfarans er eins og eitt allsherjar auglýsingaskilti og heimasíða ferðarinnar er gríðarlega vel hönnuð. Þeir eru vel kynntir og fréttir berast af þeim reglulega. Í gær: British ice expedition fighting for survival og í dag: Arctic ice expedition relief as supply plane lands.

Catlin-Arctic-Survey--002

Hver er tilgangurinn með ferðinni?

Þetta er tekið af heimasíðu ferðarinnar:

Despite the technological advances of the 20th century, we still only have estimates of the thickness of the sea ice cover on the Arctic Ocean. Travelling across the sea ice, the Catlin Arctic Survey team will take precise measurements of its thickness and density. This will enable the programme’s Science Partners to determine, with a greater degree of accuracy, how long the sea ice will remain. Currently, its predicted meltdown date is anywhere between four and a hundred years from now. 

The melting of the sea ice will accelerate climate change, sea level rise and habitat loss on a global scale. Its loss is also a powerful indicator of the effects of human activity on our planet’s natural systems and processes. The Survey’s scientific findings will be taken to the national negotiating teams working to replace the Kyoto Protocol agreement at the UN Climate Change Conference of Parties in Copenhagen in December 2009.

Þar með er það komið, þeir ætla að mæla þykkt norðurheimskautsíssins, mæla þykkt og þéttleika. Tilgangurinn er að áætla hversu langt er í að hann hverfi algjörlega. Svo segja þeir: "Bráðnun hafíss mun hraða loftslagsbreytingum, hækkun sjávarborðs og eyðileggja búsetuskilyrði..." og svo framvegis.

Sem sagt tilgangur með ferðinni er að útkoman sé fyrirfram ákveðin og með þeim gögnum ætla þeir að aðstoða þjóðir heims við að ákveða næstu skref varðandi hlýnun jarðar á ráðstefnunni í  Kaupmannahöfn næsta vetur.

Það er reyndar nóg fyrir mig að vita það að búið er að ákveða niðurstöðuna til að vita að þetta er nær því að vera auglýsing heldur en vísindaferð. En fleira er skrítið við þessa ferð.

-leiðin sem þeir ákváðu virðist vera nokkuð erfið og þar er mikið ísrek (kannski skiptir ekki máli hvaða leið er farin, en kannski var hægt að fara betri leið, miðað við fréttir af þessu þá reka þeir til baka jafnóðum nánast).
-spurning með tímasetningu, betri tíma en hugsanlega var þessi tími valinn til að fá hámarksþykkt íssins

Þrátt fyrir allt eru litlir möguleikar á vísindalegum gögnum

Til að hægt sé að dæma um niðurstöðu rannsóknanna, þá þarf samanburð.
 - Engar slíkar rannsóknir hafa verið gerðar hingað til.

Ókey, Þá þarf að endurtaka þessa rannsókn síðar og á sama stað, eftir sömu línu
 - Rannsókn á þykkt íssins verður aldrei endurtekin á sama stað aftur. Hafís á íshafinu er á reki, hann er að auki misþykkur og því algjör tilviljun hversu þykkur hann er akkúrat þegar gengið er yfir hann (það er allavega mín tilfinning).

Pen_sledge

Vissulega er það niðurstaða út af fyrir sig hversu þykkur rekísinn var akkúrat þarna á akkúrat þessum tíma, en það verður aldrei hægt að bera það raunhæft saman við framtíðarrannsóknir.

En að allri neikvæðni slepptri, þá er þetta vissulega góð auglýsing fyrir þessa gaura og vonandi gengur þeim vel  -  og vonandi verða gögnin þeirra nothæf til einhvers, þrátt fyrir allt.

 


Mótmæli

Vísir, 18. mar. 2009 07:33

Búist við 30.000 mótmælendum á loftslagsráðstefnu

mynd
Mengun. Búist er við fjöldamótmælum þegar Sameinuðu þjóðirnar ræða loftslagsmálin í desember. MYND/AP

Atli Steinn Guðmundsson skrifar:

Búist er við að allt að 30.000 mótmælendur hvaðanæva, mæti til Kaupmannahafnar þegar loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin þar í desember. Æfingar eru þegar hafnar því um það bil 200 mótmælendur frá 22 löndum komu saman um síðustu helgi á Nørrebro til að samhæfa aðgerðir fyrir ráðstefnuna. Þegar er vitað að mótmælin verða áköfust undir lok ráðstefnunnar en þá verða allir háttsettustu fulltrúarnir mættir til að missa ekki af lokaathöfninni, segja mótmælendur.þegar loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin þar í desember.

Sá þessa frétt á visir.is  - merkileg frétt, ég er ekki alveg að fatta hverju á að mótmæla.


Ef Norður-Atlantshafsstraumurinn stöðvast.

Hérna er áhugaverð frétt af visir.is

Vísir, 17. mar. 2009 08:11

Hætta á flóðum eykst við austurströnd Bandaríkjanna

mynd
Sjórinn við Manhattan í New York.

Atli Steinn Guðmundsson skrifar:

Hlýnunin er talin munu valda því að hafstraumar í Atlantshafinu breytist á þann veg að mun meiri sjór berist að austurströnd Bandaríkjanna en áður hefur gerst og muni þessi breyting hækka yfirborð sjávar um allt að 51 sentimetra fyrir eða um árið 2100.

Frá þessu greinir rannsókn sem birtist í tímaritinu Nature Geoscience í dag en hana framkvæmdu vísindamenn við ríkisháskólann í Flórída. Talsmaður rannsakendanna segir að þetta geti haft töluverða þýðingu fyrir borgir á borð við New York, Boston og Washington þegar fram líða stundir og eru borgaryfirvöld í New York þegar tekin að ræða hvernig bregðast megi við hækkun sjávarborðsins í framtíðinni.

Vísindamennirnir segja áhrif hnattrænnar hlýnunar mun hraðvirkari en áður var talið, til dæmis hafi ýmis reikningsdæmi og spár sem lögð voru fram á stórri loftslagsráðstefnu árið 2007 gjörbreyst nú þegar, innan við tveimur árum síðar.

Mér skilst eftir að hafa lesið sambærilegar greinar um málið á erlendum vefmiðlum að það sé ekki beint meiri sjór sem að muni berast að austurtrönd Bandaríkjanna, heldur muni Norður-Atlanshafsstraumurinn hægja á sér það mikið að sjórinn mun hitna við austurströnd Bandaríkjanna. Við það muni sjórinn í fyrsta lagi þenjast út og sjávarborð rísa (vatn þenst út við hita), auk þess sem hitamismunur á milli hafs og lands eykst og þar með aukast fellibylir og krappar lægðir á þessu svæði - en við krappar lægðir þá rís sjávarborð enn meir (vegna lágs loftþrýstings og vegna þess að vindur ýtir sjóinn upp að landinu).

Það skal tekið fram að greinin birtist í Nature Geoscience og voru niðurstöðurnar fengnar með því að skoða þau loftslagslíkön sem IPCC notaði í sinni samantekt á hlýnun jarðar.

Sjá frétt af Science Daily :Sea Level Rise Due To Global Warming Poses Threat To New York City og af National Geographics news: New York Seas to Rise Twice as Much as Rest of U.S.

¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨ 

Undirliggjandi í þessari frétt er nokkuð sem ég hef tæpt á áður hér á Loftslagsblogginu, þ.e. breytingar úthafsstrauma.  Mitt helsta áhyggjuefni hvað þetta varðar er möguleikinn á því að kaldur næringarríkur sjór úr norðri hætti að blandast heitum næringaríkum sjó úr suðri - sem myndi hafa geigvænleg áhrif á sjávarlífverur við Íslands strendur. 

Iceland%26Greenland_area_ocean_currents
Hafstraumar við Ísland

Næring átunnar er uppruninn við þessa blöndun og átan er fæða annarra lífvera (t.d. síli, loðnu og síld) sem aftur er undirstaða lífvera hærra í fæðukeðjunni (t.d. þorsks og ýsu). Sem sagt slæmt mál ef þessi blöndun hættir við Íslandsstrendur. [Hér er grein sem er nokkuð löng, en mér sýnist hún fjalla um þetta að einhverju leiti, á eftir að skoða hana - en set hana hér til minnis - Fisheries and aquaculture in the Central North Atlantic (Iceland ...]

Það er þó ekkert að óttast í bili (einhverjir áratugir geta verið í þetta ef spár ganga eftir), því þótt það hafi hægt eitthvað á þessari blöndun þegar ein af pumpunum stöðvaðist (í áratug), þá kom hún sterk aftur til baka árið 2007-2008. Þessi pumpa er keyrð áfram við það kalt þungt vatn í Norður-Atlantshafi sekkur á veturna. Við það þá dregur hann heitan yfirborðssjór úr hitabeltinu norður eftir Atlantshafi. Samkvæmt vísindamönnunum þá hægði á pumpunni vegna hlýnunar jarðar, en ástæða þess að hann fór aftur af stað er talin vera að hluta til vegna þess að veturinn var óvenju kaldur á Norður-Atlantshafi. Sem dæmi þá segir á heimasíðu Veðurstofu Íslands:

Meðalhiti vetrarins var rétt yfir meðallagi í Reykjavík en svo hlýtt hefur verið undanfarin ár að hann var sá kaldasti frá 2002. Á Akureyri var vetrarhitinn -0,6 stig og er það 1 stigi ofan meðallags þó veturinn sé sá kaldasti frá 2002 eins og í Reykjavík.

ice 

Mikill hafís var í Labrador sundinu sumarið áður sem síðan fraus um veturinn, þannig að hafís náði lengra frá landi en venja er. Við það náði kalt loft frá Norður-Ameríku að ferðast lengra yfir ís áður en það fór yfir hlýjan sjóinn. Hitastigsmunurinn setti svo af stað pumpuna. Svo er hér punktur frá vísindamönnunum:

“that the increased liquid and frozen freshwater flux into the Labrador Sea was probably tied to the large export of sea ice from the Arctic Ocean that contributed to the record minimum in sea-ice extent observed in the summer of 2007. Ironically, this disappearance of Arctic sea ice, which has been linked to global warming, may have helped trigger the return of deep wintertime [water sinking] to the North Atlantic.”

Það er sem sagt talið að hér hafi hlýnun jarðar slökkt á pumpunni, en að sama skapi hafi hún sett hana af stað aftur með því að bræða hafís á Norðurskautinu.

Þessi mikli útúrdúr sem þessi færsla hefur farið segir í raun að þó jörðin hlýni, þá er ekki víst að það slokkni á úthafsstraumum endanlega, þó margt bendi til þess að það geti gerst. Ef það aftur á móti gerist, þá yrðu afleiðingarnar nokkuð skelfilegar eins og rannsóknin sem vísað er í, í upphafi færslunar gerir ráð fyrir.  Margt annað má sjá fyrir sér, t.d. geta  afleiðingarnar orðið þær, ef hinn hlýi Norður-Atlantshafsstraumur hægir á sér eða stoppar, að hér geti kólnað umtalsvert, sjá t.d. Could Global Warming Cause a Mini Ice Age?


Jákvæð frétt

Mér þótti rétt að benda á þessa frétt, það er spurning hvort við ættum að sækja um, afturvirkt Wink
mbl.is Japanir beita grænum aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðstefnan.

Þeir sem ekki vita, þá byrjaði þessi ráðstefna á þriðjudaginn og endaði í dag. Nú þegar hefur ýmislegt áhugavert komið fram, eins og ég hef minnst á áður (t.d. ný gögn um súrnun úthafana

Fyrir þá sem vilja lesa um ráðstefnuna, þá er heimasíða hennar hér. Þar má meðal annars komast í ágrip erinda með því að fara inn á þessa síðu og velja eitthvert session (eftir því hvað hentar hverjum), t.d. session 4 (Vulnerability in Carbon Sinks-fjallað um kerfi sem gleypa CO2 t.d. hafið og hitabeltisfrumskógarnir).

Vísindamenn sendu frá sér fréttatilkynningu með 6 atriðum í lok ráðstefnunarinnar:

Concress key findings - final press release

Hér eru skilaboðin (lauslega þýdd og nokkuð stytt): 

Lykilskilaboð 1: Loftslagsbreytingar

Nýjar ransóknir benda til að svartsýnustu spár IPCC séu að rætast. T.d. Hnattrænn meðalhiti yfirborðs jarðar, hækkun yfirborðs sjávar, breytingar í hafís, súrnun úthafana og öfgar í veðri. Margt bendir til að breytingarnar verði hraðari sem leitt geti til að skyndilegra og óbreytanlegra loftslagsbreytinga.

Lykilskilaboð 2:  Samfélagsleg upplausn

Rannsóknir sýna að samfélög eru gríðarlega viðkvæm fyrir smávegilegum loftslagsbreytingum, fátæk ríki eru í sérstakri hættu. Það yrði erfitt fyrir okkur nútímamenn að ráða við, ef hækkun í lofthita færi yfir 2 gráður á selsíus.

Lykilskilaboð 3: Langtímamarkmið 

Fljótvirk, samfelld og áhrifarík vöktun, með hnattrænni og svæðsibundinni samvinnu er nauðsynleg til að forða okkur frá hættulegum loftslagsbreytingum. Ef farið er hægar í rannsóknirnar er hætt við að ekki verði aftur snúið. Því seinna sem brugðist er við, því erfiðara verður að snúa þróuninni við.

Lykilskilaboð 4: Sanngirni 

Loftslagsbreytingar hafa og munu hafa mismunandi áhrif á fólk eftir löndum og landshlutum, hafa mismunandi áhrif á þessa kynslóð og næstu, og á samfélag manna og lífríki jarðar. Öryggisnet þarf að setja upp fyrir þá sem eiga í mestum erfiðleikum með að ráða við áhrif loftslagsbreytinga.

Lykilskilaboð 5: Aðgerðarleysi er óafsakanlegt 

Það eru engar afsakanir fyrir aðgerðarleysi. Við höfum nú þegar mörg tól og nálganir til að glíma við loftslagsbreytingar. Þau þarf að nota til að draga úr kolefnisnotkun hagkerfisins. 

Lykilskilaboð 6: Standast áskorunina

Til að breyta samfélaginu svo það standist loftslagsbreytinga-áskoruninni, verðum við að velta þungu hlassi og grípa gæsina þegar hún gefst [Nú var ég að komast í þýðingagírinn en komst ekki lengra í bili]


mbl.is Jörðin hlýnar hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

CO2 - vágestur úthafanna

Ég er sjómannssonur, frændur mínir og vinir eru margir hverjir sjómenn. Ég eyddi 12-13 sumrum frá 12 ára aldri út á sjó, verðmæt reynsla. Mig langar í litla trillu þegar ég verð kominn á seinni hluta ævinnar, stunda handfæri og jafnvel leggja nokkur grásleppunet á vorin. Kenna sonum mínum handtökin og ef synir mínir myndu vilja verða sjómenn þá myndi ég ekki hika við að hvetja þá í því.

Því hef ég sérstakar áhyggjur af ástandi sjávar og hingað til mestar áhyggjur af afleiðingum hlýnunar á vistkerfi sjávar við Ísland. Ég hef ekki kynnt mér nýjustu kenningar um mögulegar breytingar á hafstraumum, en einhvern tíma las ég kenningar um það að við aukna bráðnun hafíss norðurskautsins þá gæti flæði kaldra hafstrauma úr norðri, með lítilli seltu, haft þau áhrif að Golfstraumurinn myndi þrjóta kraftur og að Norður-Atlantshafstraumurinn myndi ekki lengur ná til Íslands. Hafsvæðið í kringum Ísland er á mótum kaldra næringarríkra hafstrauma úr norðri og heitra næringarsnauðra hafstrauma úr suðri. Það er ein meginástæða þess hversu mikill fiskur hefur verið við Íslands strendur síðastliðna öld.


Hér sést hringrás Norður-Atlantshafsstraumsins (tekið af vísindavefurinn.is).

Ef eitthvað er að marka þessar kenningar um hafstraumabreytingar (en það hefur lítið farið fyrir fréttum af þeim síðustu ár), þá er rétt að fylgjast vel með breytingum á hafís norðurskautsins sem helst í hendur við hlýnun jarðar undanfarin ár, sjá t.d. nýja bloggfærslu um hafís norðurskautsins og frétt á mbl.is um leiðangur á norðurskautið. En þetta er bara útúrdúr, ég ætlaði ekki að tala um þessa gömlu kenningu.

¨¨¨¨¨¨

Nú koma fréttir af annarri vá sem bætist ofan á hlýnunina sem talin er fylgja útblæstri manna á CO2, eitthvað sem gæti ógnað lífríki sjávar allóhugnalega. Sjá frétt á vefsíðunni Guardian, Carbon emissions creating acidic oceans not seen since dinosaurs.  Ég rakst einnig á blogg þar sem nær eingöngu er fjallað um þessa súrnun úthafana, en þar er viðtal við einn af þeim sem eru með erindi á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn sem ég minntist á í fyrri færslu, en erindi um súrnun úthafana var til umræðu þar í dag (hægt er að skoða ágrip erinda hér). Svo ég grípi niður í brot úr þessari færslu af fyrrgreindu bloggi (Deep reductions, or deep trouble for the oceans):

A researcher from California’s Carnegie Institution presents a stern warning. “If current trends in carbon dioxide emissions are not reversed soon, we will produce chemical changes in the oceans of a magnitude that has not been seen for many tens of millions of years,” says climate scientist Ken Caldeira. “A failure to cut carbon dioxide emissions deeply and soon risks widespread extinctions in the marine environment, with difficult-to-predict consequences for marine ecosystems generally.”

Lauslega þýtt þá segir þessi Ken Caldeira: "Ef núverandi þróun í útblæstri CO2 er ekki snúið við fljótlega, þá verða breytingar í efnafræði úthafanna af stærðargráðu sem við höfum ekki séð í tugi milljón ára." Svo segir hann: "Ef okkur mistekst að draga úr losun CO2 mikið og fljótt, þá er gríðarleg hætta á viðamiklum útdauða í úthöfunum, með afleiðingum sem erfitt er að sjá fyrir í vistkerfi sjávar." [Illa þýtt, en þið skiljið þetta hvort sem er]

Fleiri fréttir um þessi mál hafa rekist inn á erlendar síður undanfarnar vikur og mánuði, t.d.  PlanetEarth: Ocean acidification - the other CO2 problem og önnur af vefsíðu TimesOnline: The toxic sea og hér er svo ein af vefsíðunni ScienceDaily: Coral Reefs May Start Dissolving When Atmospheric Carbon Dioxide Doubles.

horpudiskur_310308
Hörpudiskur er ein af þeim sjávarlífverum sem verða hart úti ef spárnar ganga eftir (mynd af vísindavefnum)

Það er spurning hvort þetta er eitthvað rugl og að þeir séu í sínum spám að fara með einhverjar fleipur, en ef sá möguleiki er fyrir hendi að eitthvað sé til í þessu, þá er ljóst að jarðarbúar verða að taka sig saman í andlitinu og minnka útblástur CO2. Ég veit að við Íslendingar erum ekki stór biti af heildar-CO2-kökunni, en við hljótum að geta haft einhver áhrif, framtíð okkar sjávarútvegs gæti oltið á því að losun CO2 minnki.

Þetta var heimsendaspá dagsins í dag.


Sofandi risi?

Ég rakst á áhugaverða frétt á heimasíðu um loftslagsbreytingar á vegum hins virta tímarits Nature, en sú grein heitir á ensku A sleeping giant?

Greinin fjallar í stuttu máli um hættuna af því þegar stór forðabúr af metani (sem er gróðurhúsalofttegund) fara að losna úr frosnum jarðlögum, meðal annars á landgrunni Síberíu við hlýnun jarðar og hafsins.

Vísindamenn eru nú þegar farnir að sjá merki þess að metan geti verið byrjað að losna úr þessum jarðlögum, en metan er um 25 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en CO2. Því gæti þetta haft geigvænleg áhrif og magnað upp hlýnun jarðar margfalt og sett af stað atburðarrás sem ekki sér fyrir endan á. Hlýnun - nokkurt magn Metans losnar - hlýnar enn meir - meira magn Metans losnar og svo koll af kolli (svokallað á ensku "positive feedback" - "jákvæð afturverkun").

Þetta er vissulega áhyggjuefni, en bent hefur verið á að þetta geti verið staðbundið fyrirbæri eða hluti af lengri atburðarrás og því ótengt núverandi hlýnun jarðar.

Landgrunn Síberíu er talið geyma um 1400 milljarða tonna af metangasi, um tvöfallt meira af kolefni en öll tré, grös og blóm á jörðinni. 

IBCAO_betamap
Landgrunn Síberíu er ljósbláa hafsvæðið norðan við Síberíu Rússlands (mynd stolin frá Wikipedia).

Ofan á þessum jarðlögum á botni Síberíu-landgrunnsins er grjótharður freri sem virkar eins og lok á undirliggjandi jarðlög og kemur í veg fyrir að metangasið losni (reiknað hefur verið út að ef sjórinn hitni um eina gráðu þá losni metanið). Metan hefur mælst í nokkru magni undan ströndum landanna við norðurskautið en hvort hægt sé að sanna að það sé úr þessum jarðlögum er annar höfuðverkur.

Einnig hafa menn áhyggjur af sífrera á landi á norðurslóðum (þá einna helst í Síberíu), en þiðnun hans er nú þegar hafin. Talið er að samtals sé um 950 miljarðar tonna af kolefni bundið í sífrera á norðurhveli jarðar, helmingur þess í sífrera sem kallaður er yedoma og er mjög ríkur af lífrænum efnum en megnið af því hefur verið frosið síðan á Pleistósen (tímabil jarðsögunnar frá því ísöld hófst og þar til síðasta jökulskeiði lauk fyrir um 10 þúsund árum). Þar sem yedoma er byrjað að þiðna hefur orðið vart við nokkurn metan-leka.

A sleeping giant?
Yedoma sífrerinn er byrjaður að losa kolefni við þiðnun (mynd stolin af Nature síðunni).

Jæja, ég ætla nú ekki að endurskrifa alla greinina þar sem ég er enginn þýðandi (hvað þá þíðandi), en mæli með að fólk renni í gegnum hana.

Bendi þó á línurit sem er í greininni sem sýnir magn metans í lofthjúpnum síðastliðin ár.

climate.2009.24-f1 
Svolítið óskýr mynd, en hún sýnir magn metans í lofthjúpi jarðar frá sirka 1997-2008 (tekin af Nature síðunni).

Vísindamenn veðja á að skýringin á þessari aukningu árið 2007 sé að finna í votlendi norðurslóða og að metan-aukningin sé til komin vegna bráðnunar sífrera. Það verður áhugavert að sjá á næstu árum hvort metan eykst eða hvort það minnki aftur.

Athugið að nú er upplagt að koma fram með kenningar um auknar meltingatruflanir hjá kvikfénaði árið 2007.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband