Færsluflokkur: Tenglar

Mýtur

Þetta er hluti undirsíðu af Loftslag.is.

Ýmsar mýtur eru í gangi varðandi ástæður loftslagsbreytinga og hvort loftslagsbreytingar eru yfir höfuð raunverulegar. Auðvitað er hollt að efast, en það getur verið leiðigjarnt til lengdar að hrekja sömu mýturnar, mýtur sem litlar sem engar vísindalegar staðreyndir eru fyrir. Því ákváðum við að taka saman lífseigustu mýturnar og skrifa um þær.

prometeus

Fyrst nokkrar sívinsælar mýtur í umræðunni hér á Íslandi

Mýtur sem notaðar eru hér á Íslandi eru að vísu svipaðar og í öðrum löndum, en þessar heyrast mikið.

Hlýnunin nú er af völdum Sólarinnar
Það er að kólna en ekki hlýna
Aðrar gróðurhúsalofttegundir, t.d. vatnsgufa eru mun áhrifameiri til hlýnunar
Vísindamenn eru ekki sammála um að hlýnunin sé af mannavöldum
Vísindamenn spáðu ísöld á áttunda áratugnum – því hafa þeir rangt fyrir sér nú
Aukningin í CO2 í andrúmsloftinu er náttúruleg (eldvirkni eða sjórinn)
Mýtan um trúarbrögð í loftslagsvísindum
Það var hlýrra á miðöldum
Hokkíkylfan er röng

japanese_climate_skeptics


Um loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn

loftslagVið höfum leitast við að svara ýmsu um ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftlagsmál í Kaupmannahöfn á síðunni Loftslag.is. Þar komum við inn á ýmislegt m.a. um fjölda þátttakenda, staðsetningu ásamt vangaveltum um mögulegar útkomur ráðstefnunnar.

Til dæmis má lesa eftirfarandi:

Hvað er á dagsskránni?

Samkomulag þjóðanna um loftslagsmál, á tímabilinu frá 2012 og áfram; sérstaklega á að reyna að ná samkomulagi sem sameinar virðingu fyrir umhverfinu (minnkuð losun gróðurhúsalofttegunda, af völdum manna, sem hafa neikvæð áhrif á loftslagið), lífsgæði og langtíma öryggi í orkumálum á bestan mögulegan hátt. Raunhæfar tillögur um hvernig best sé að standa að því verða lagðar fram af alþjóða samfélaginu.

Hver eru lykil umræðuefnin?

  • Hvaða viðmiðunarár á að miða við sem útgangspunkt fyrir losunartakmörk, hversu lengi á næsta tímabil að vera, þ.e. frá 2012 til hvaða árs?
  • Hvaða tillögur á að koma með fyrir losunartakmörkin sjálf, bæði fyrir næsta tímabil og þar á eftir.
  • Ásamt fleiru...
Hægt er að lesa alla færsluna og taka þátt í umræðum með því að smella á þennan tengil.
mbl.is Forsetar stefna að árangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísindaþáttur útvarps Sögu

Á útvarpi Sögu er reglulega vísindaþáttur með ýmsu fróðlegu efni, mæli með því. Ástæðan fyrir því að ég minnist á það núna er að í síðasta þætti var viðtal við Halldór Björnsson loftslagsfræðing eða eins og segir á vefnum stjornuskodun.is:

Halldór Björnsson loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands skýrði frá gróðurhúsaáhrifum og loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra á jörðina. Komið var inn á kenningar danska vísindamannsins Henrik Svensmark og bandaríska vísindamannsins Richard Lindzen um kólnun jarðar.

Hægt er að hlusta á síðasta þátt og fleiri þætti frá síðustu mánuðum ->hér<-

Frábært framtak hjá umsjónarmönnunum Birni og Sævari og fá þeir þakkir fyrir.


Nokkrir tenglar

Ég eyði oft kvöldunum í að skoða ýmis erlend loftslagstengd blogg - en í kvöld þá er ég ekki með aðaltölvuna mína, svo tenglarnir eru fjarverandi - ég man þó alltaf bestu síðurnar en það eru http://www.realclimate.org og http://www.skepticalscience.com/  - báðar eru endalausar uppsprettur fróðleiks um loftslagsmál - þeir blogga ekki oft, en umræðurnar eru einnig fróðlegar.

En tenglalaus þá mundi ég ekki þá tengla sem ég skoða reglulega og fyrir vikið þá rakst ég á nokkur áhugaverð blogg sem ég ætla að skoða annað slagið í framtíðinni.

http://climateprogress.org/ Þetta virðist vera frekar fjölbreytt blogg, þar sem einnig er bloggað um loftslagspólitík og lausnir.

http://tamino.wordpress.com/ Þetta virðist vera áhugavert, en langt á milli færsla, þar er einnig tenglasafn yfir á loftslagsgögn.

http://www.desmogblog.com/ Þetta virðist hressandi aflestrar og fjölbreytt, á eftir að skoða þetta nokkrum sinnum held ég.


Mótrök

Hér á síðunni til vinstri má nú sjá fasta síðu þar sem sjá má yfirlit yfir þau mótrök gegn hlýnun jarðar af mannavöldum sem ég hef reynt að hrekja. Smellið á tengilinn til vinstri eða bara HÉR

Íslenskt lesefni um loftslagsbreytingar

Ég verð að viðurkenna að ég hélt að það væri ekki til neitt nýlegt efni um loftslagsbreytingar, en rakst á nokkuð lesefni sem ég vil endilega benda fólki á að kynna sér, allavega þeir sem ekki eru búnir að því og hafa áhuga á efninu.

Í fyrsta lagi kom út bók fyrir jólin í fyrra sem heitir: Gróðurhúsaáhrifin og loftslagsbreytingar, eftir Halldór Björnsson, það má sjá bókadóm eftir Emil Hannes hér (ég ætla að kaupa mér bókina þegar launin koma eftir næstu mánaðarmót).

Í ágúst í fyrra var gefin út skýrsla um áhrif hnattrænna loftslagsbreytinga á Íslandi (pdf 10 mb) - rakst á hana áðan og ætla svo sannarlega að blaða í gegnum hana þegar ég hef tíma.

Veðurstofa Íslands er með ágætis heimasíðu sem fjallar um loftslagsbreytingar, en einnig er fín umfjöllun á heimasíðu umhverfisstofnunar um gróðurhúsaáhrifin og loftslagsbreytingar.

Svo bendi ég á tengla sem ég setti inn hér hægra megin á síðuna, með allskonar upplýsingum, mest þó erlennt efni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband