Lausnir og mótvægisaðgerðir

Lausnir

Það hafa ýmsir möguleikar verið viðraðir sem mögulegar lausnir við loftslagsvandanum. Hægt er að skipta mótvægisaðgerðunum (lausnunum) í þrjá hluta. Í fyrsta lagi eru lausnir sem stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda,  svo er það kolefnisbinding og í þriðja lagi eru það loftslagsverkfræðilegar (geoengineering) aðferðir sem snúa að því að kæla jörðina.

Minni losun

Í fyrsta lagi eru lausnir sem stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda. Eitt af grunnatriðum kenningarinnar um gróðurhúsaáhrifin gerir ráð fyrir því að gróðurhúsalofttegundir valdi hækkandi hitastigi.  Þar af leiðandi eru t.d. lausnir þar sem gert er ráð fyrir minni losun gróðurhúsalofttegunda  mikilvægar í mótvægisaðgerðunum vegna hlýnunar jarðar. Betri nýting orkunar er t.d. einn af þeim þáttum sem nefndir eru, þar sem það myndi leiða til minni losunar. Önnur tækni við raforkuframleiðslu er mikilvægur hluti þessarar lausnar. Stór hluti orkuframleiðslu í heiminum í dag verður til í orkuverum sem losa mikið magn koldíoxíðs. Þar af leiðandi eru miklir möguleikar til að minnka losun þar, með því m.a. að auka skilvirkni raforkuveranna. Til lengri tíma er mikilvægt að nýta enn betur aðra orkugjafa, t.d. vind-, vatns- og sólarorku. Kjarnorkan hefur einnig verið nefnd sem hugsanleg lausn, þar sem losun koldíoxíðs með notkun kjarnorku er hverfandi. Aukin og betri skilvirkni samgangna er einnig hluti þessara mótvægisaðgerða. Það má því segja að aukin skilvirkni í öllum geirum og breytingar á orkugjöfum þeim sem notaðir verða, séu lykilatriði til minnkandi losunar í framtíðinni.

losun

Kolefnisbinding

Í öðru lagi eru mótvægisaðgerðir sem felast í að koma gróðurhúsalofttegundum úr andrúmsloftinu aftur, t.d. með kolefnisbindingu.

 

-----------------------------------------

Þessi færsla er hluti af ýtarlegri grein af Loftslag.is, og lesa má með því að smella á eftirfarandi krækju:

[Lausnir og mótvægisaðgerðir]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband