Um línurit sem sýnir sólvirkni og hitastig

Á loftslag.is er fjallað um línurit sem birt var í Morgunblaðinu í gær (15. janúar 2010), í fréttaskýringu - en mikinn hluta textans má einnig lesa á mbl.is við fréttina sem hér er tengt við.

Þetta línurit var reyndar vitlaust teiknað eins og við komumst að, en hér fyrir neðan er leiðrétta útgáfan að þeirri mynd (þakkir til teiknara Morgunblaðsins fyrir að senda okkur myndina). Þetta línurit notar Morgunblaðið til að pæla í meintum tengslum sólarinnar við hitastigsbreytingar og þá í kjölfarið að ýja að því að skortur á sólblettum eigi eftir að færa Ísland aftur til litlu ísaldar – hvað hitastig varðar.

Mynd morgunblaðsins sem sýnir sólvirkni og hita á norðurhveli jarðar (morgunblaðið 15. janúar 2010)

Leiðrétt útgáfa af mynd Morgunblaðsins sem sýnir sólvirkni og hita á norðurhveli jarðar (Morgunblaðið 15. janúar 2010)

Hér fyrir ofan er leiðrétta myndin, en sú sem birtist í Morgunblaðinu sýndi nánast það sama, nema hvað að teygt var á hitagögnunum þannig að Norðurhvelshitinn náði alla leið til ársins 2000, sem gerði það að verkum að svo virðist sem að það hafi kólnað frá árinu 1950-2000. Myndin er eitthvað skárri eins og hún birtist hér - en við fjöllum nánar um vankanta sem eru á henni og hvernig tengsl sólvirkninnar og hitastigs hefur rofnað síðastliðna hálfa öld eða svo.

Sjá á loftslag.is: Sólvirkni og hitastig


mbl.is Ísland bar nafn með rentu á „litlu ísöld“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Við fyrstu sýn virðist vera talsverð fylgni. Er til einhver tölfræðilegur útreikningur sem gæti gefið correlation?

Eyþór Laxdal Arnalds, 16.1.2010 kl. 18:23

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það fylgdi þessu engin tölfræðilegur útreikningur hjá Morgunblaðinu, enda var ekki vísindaleg grein að ræða. En til að fá nánari upplýsingar um þessa mynd, þá mæli ég með því að lesa greinina á Loftslag.is, þar sem fram kemur nánari greining á myndinni, sjá á Loftslag.is Sólvirkni og hitastig, þar er einnig möguleiki á að gera athugasemdir ef það skyldu koma frekari þankar við lesturinn.

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.1.2010 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband