17.1.2010 | 14:07
Hitastig ársins 2009
Nú er komið árlegt yfirlit NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) yfir helstu veðurfarsleg gögn ársins 2009 og hvernig þau eru í samanburði við önnur ár. Hér er það helsta sem kemur fram í greiningu NOAA varðandi hitastig, auk þess sem birt er áhugavert kort sem sýnir veðurfrávik ársins. Við munum væntanlega fjalla eitthvað um önnur gögn, t.d. frá NASA, í bloggfærslum eða fréttum á næstunni.
Helstu atriði varðandi hitastig 2009 á heimsvísu
- Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir 2009 var jafnt árinu 2006 í fimmta sæti samkvæmt skráningu NOAA, 0,56°C yfir meðaltali 20. aldarinnar.
- Áratugurinn 2000-2009 er sá heitasti síðan mælingar hófust, með meðalhitastig á heimsvísu upp á 0,54°C yfir meðaltali 20. aldarinnar. Þar með er met 10. áratugs síðustu aldar slegið nokkuð örugglega, en það var 0,36°C.
- Hitastig hafsins á heimsvísu var það fjórða heitasta síðan mælingar hófust (jafnt 2002 og 2004) með hitastig upp á 0,48°C yfir meðaltal 20. aldarinnar
- Hitastig yfir landi á árinu varð jafnt 2003, sem 7. heitasta árið síðan mælingar hófust, með gildið 0,77°C yfir meðaltal 20. aldarinnar.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Breytt 18.1.2010 kl. 10:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.