26.1.2010 | 10:50
Helstu sönnunargögn - Nýjung á Loftslag.is
Við höfum bætt við nýrri undirsíðu við "Loftslagsbreytingar - vísindin". Sú síða inniheldur helstu sönnunargögn um það að hitastig sé að hækka ásamt því að það geti verið af mannavöldum. Síðan nefnist "Helstu sönnunargögn" og eru þar nefndir þættir eins og hitastig, hafís, sjávarstöðubreytingar o.fl. Við hvern lið sem settur er fram á síðunni er eitthvað ítarefni, þó ekki tæmandi listi, af Loftslag.is. Í hliðarstikunni hægra megin á síðunni má sjá þennan nýja lið, í rammanum "Vísindin á bak við fræðin".
Við munum leitast við að uppfæra þessa síðu með reglulegu millibili. Á myndinni hér undir má sjá hvernig ramminn í hliðarstikunni lítur út.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Athugasemdir
Ágætt framak hjá ykkur. Ég vil benda á eitt: Það er ógrynni af efni á venum og í tímaritum um loftslagsbreytingar, en mjög misjafnt af gæðum. Töluvert af því er áróður ssem er kostaður af orkufyrirtækjum úti í heimi, eða ritað af fólki sem vill alltaf vera á móti nýjum hugmyndum. Það er erfitt fyrir leikmenn að ákvarða hvað er rétt og satt og hvað er rugl. Ef til vill væri gott ef Loftslag.is gefur leiðbeiningar um slíkt. Hverjum má trúa? Fyrst of fremst má trúa greinum sem eru birtar í ritrýndum alþjóða tímaritum (en þó ekki alltaf..), bloggi frá "virtum" háskólum (hver dæmir um hvaða skóli er virtur?), og einkum og sérlega hreinum og beinum gögnum sem snerta veður og loftslag.
Það væri þarft mál að taka saman lista um slíkt fyrir lesendur, þeim til leiðbeiningar.
Kveðja
Haraldur
Haraldur Sigurðsson, 26.1.2010 kl. 12:22
Takk fyrir ábendinguna Haraldur. Mér hefur einnig dottið þetta í hug, en eins og þú bendir á getur matið orðið huglægt á köflum. En hugmyndin er góð og við ættum kannski að gera meira við hana. Mig langar að bæta við, að við reynum eftir fremsta megni að geta heimilda við sem flest sem við skrifum á Loftslag.is, svo lesendur okkar geti skoðað það nánar ef áhugi er fyrir því.
Sveinn Atli Gunnarsson, 26.1.2010 kl. 13:28
Ef gróðurhúsaáhrif verða, þá þíðir það að hiti jarðar jafnast, þannig að heitara verður á pólunum, en kaldara annarstaðar á jörðinni. Ekki endilega að jörðin öll hlýni eða kólni.
Ólafur B. Jónsson (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 15:45
Ólafur: Hvað hefurðu fyrir þér í því?
Höskuldur Búi Jónsson, 26.1.2010 kl. 18:36
Sannleikurinn er sagna bestur. Taktu eftir veðurfari núna, og á næstu árum.
Ólafur B. Jónsson (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 20:50
Ég gæti hafa verið að misskilja þig - þú ert ekki að meina að það muni kólna t.d. við miðbaug við gróðurhúsaáhrifin - eða hvað?
Það er rétt að fornloftslag, þróunin hingað til og loftslagslíkön benda til þess að það muni hlýnu mun meir á pólunum heldur en annars staðar á jörðinni - ég held þó að ekkert bendi til þess að það fari að kólna við miðbaug eða á öðrum lægri breiddargráðum. Flest líkön sína eitthvað á þessa leið:
Höskuldur Búi Jónsson, 26.1.2010 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.