17.2.2010 | 21:57
Hitastig janúar 2010 á heimsvísu
Það hefur mikið verið ritað um það að undanförnu hversu kalt er í Evrópu og hluta Bandaríkjanna. En hvernig var hitastigið á heimsvísu. Við skoðum það í færslunni Hitastig janúar 2010 á heimsvísu.
Helstu atriðið varðandi hitastig janúarmánaðar á heimsvísu
- Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir janúar 2010, var með hitafráviki upp á 0,60°C yfir meðalhitastigi 20. aldarinnar og var sá 4. heitasti janúar samkvæmt skráningum
- Hitastig mánaðarins fyrir land var 0,83°C yfir meðaltali 20. aldar, og var því sá 12. heitasti samkvæmt skráningu. Landsvæði á suðurhvelinu voru með heitustu gildi fyrir janúarmánuði. Á norðurhvelinu, sem hefur hlutfallslega meira landsvæði, var hitastig yfir landi 18. heitasta samkvæmt skráningu.
- Hitastig hafsins á heimsvísu í janúar 2010, var það næst heitasta, á eftir 1998, samkvæmt skráningu, með hitafrávik upp á 0,52°C yfir 20. aldar meðaltalið. Þetta er að hluta til hægt að útskýra með virkni El Nino í Kyrrahafinu. Samkvæmt spám Loftslags spá miðstöðvar NOAA, þá mun El Nino standa yfir fram á vor (norðlægt) 2010.
- Nánar á Loftslag.is - Hitastig janúar 2010 á heimsvísu
- Einnig viljum við minna á frétt um hitastig ársins 2009 af Loftslag.is, frá því í janúar.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.