8.3.2010 | 09:23
Vatnsgufa er mikilvægasta gróðurhúsalofttegundin
Röksemdir efasemdamanna
Vatnsgufa er mikilvægasta gróðurhúsalofttegundin. Hún veldur um 90 % allra gróðurhúsaáhrifanna. Þar sem vatnsgufan er miklu mikilvægari gróðurhúsalofttegund en t.d. CO2 er þá ekki rökrétt að segja að hún sé mengun og óæskileg?
Það sem vísindin segja
Vatnsgufa er mikilvægasta gróðurhúsalofttegundin. Vatnsgufa er einnig ráðandi við svokallaða magnandi svörun í loftslaginu og magnar upp þá hlýnun sem að breyting í styrk CO2 í andrúmsloftinu veldur. Út af þessari magnandi svörun, þá er loftslag mjög viðkvæmt fyrir hlýnun af völdum CO2.
Vatnsgufa er ráðandi gróðurhúsalofttegund. Gróðurhúsaáhrif (eða geislunarálag) fyrir vatn er um 75 W/m2 á meðan CO2 veldur um 32 W/m2 (Kiehl 1997). Þessi hlutföll hafa verið staðfest með mælingum á innrauðum geislum sem endurvarpast niður til jarðar (Evans 2006). Vatnsgufa er einnig ráðandi í magnandi svörun í loftslagskerfi jarðar og aðal ástæðan fyrir því hvers vegna hitastig er svo viðkvæmt fyrir breytingum í CO2.
Sjá meira á loftslag.is:
- Vatnsgufa er öflugasta gróðurhúsalofttegundin Bloggfærsla þýdd af Skeptical Science um mikilvægi vatnsgufu sem gróðurhúsalofttegund.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Sælir félagar.
Smá innlegg í umræðuna:
Áhrif vatnsgufunnar eru mjög áhugaverð:
Aukin hlýnun, hvort sem hún stafar af mannanna eða náttúrunnar völdum, gerir það að verkum að andrúmsloftið getur borið meira magn vatnsgufu í hverri rúmmálseiningu.
Það getur haft a.m.k. tvennt í för með sér:
1) Vatnsgufan er öflugt gróðurhúsagas. Þar af leiðir meiri hlýnun, eða jákvæð afturverkun (positive feedback).
og
2) Meiri skýjamyndun. Skýin endurkasta sólarljósi þannig að minna sólarljós nær yfirborði jarðar. Þar af leiðir minni hlýnun (þó ekki kólnun), eða neikvæð afturverkun (negative feedback).
Nú deila til þess gerðir fræðingar um það hvor áhrifin séu öflugri, og þar með hvort heildaráhrifin séu jákvæð eða neikvæð afturverkun. Það ræður því hvort hlýnun vegna tvöföldunar CO2 í lofthjúpnum er meiri en 1°C (1,2°C ef menn vilja), eða minni en 1°C. Hér stendur hnífurinn í kúnni. IPCC telur að fyrri kosturinn sé áhrifameiri, en ýmsir aðrir að sá síðari sé það.
Nóg um það, en hér er áhugaverð frétt varðandi vatnsgufuna:
Science News
Stratospheric Water Vapor Is a Global Warming Wild Card
http://www.sciencedaily.com/releases/2010/01/100131145840.htm
"ScienceDaily (Feb. 1, 2010) — A 10 percent drop in water vapor ten miles above Earth's surface has had a big impact on global warming, say researchers in a study published online January 28 in the journal Science. The findings might help explain why global surface temperatures have not risen as fast in the last ten years as they did in the 1980s and 1990s...."
Sama frétt hjá NOAA: http://www.noaanews.noaa.gov/stories2010/20100128_watervapor.html
Eða dagblaðið The Guardian:
Water vapour caused one-third of global warming in 1990s, study reveals
http://www.guardian.co.uk/environment/2010/jan/29/water-vapour-climate-change
"Scientists have underestimated the role that water vapour plays in determining global temperature changes, according to a new study that could fuel further attacks on the science of climate change.
The research, led by one of the world's top climate scientists, suggests that almost one-third of the global warming recorded during the 1990s was due to an increase in water vapour in the high atmosphere, not human emissions of greenhouse gases. A subsequent decline in water vapour after 2000 could explain a recent slowdown in global temperature rise, the scientists add...."
-
Sem sagt, vatnsgufan er verulega áhugaverð í þessu samhengi, og líklegt að menn eigi eftir að læra margt.
Hvorki vatnsgufa né koltvísýringur eru mengun, þar sem hvort tveggja er nauðsynlegt öllu lífi á jörðinni.
Ágúst H Bjarnason, 8.3.2010 kl. 13:42
Takk fyrir þetta innlegg Ágúst.
Við höfum fjallað um þessa rannsókn sem þú bendir á í athugasemdinni og einnig um þetta varðandi næmnina (jafnvægissvörunina), sjá hér undir:
Sveinn Atli Gunnarsson, 8.3.2010 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.