Loftslagsbreytingar og áhrif manna

met_office_logoNý yfirlitsgrein frá Bresku Veðurstofunnni um loftslagsrannsóknir, staðfestir að Jörðin er að breytast hratt og að losun gróðurhúsalofttegunda frá mönnum sé mjög líklega ástæða þeirra breytinga. Langtíma breytingar í loftslagskerfum hafa fundist um allan hnöttinn, frá færslu í úrkomumunstri og í minnkandi hafís Norðurskautsins. Breytingarnar fylgja munstri sem búist var við af loftslagsbreytingum af mannavöldum – sem styrkir enn frekar að athafnir manna séu að hafa áhrif á loftslag.

Í yfirlitsgreininni var farið yfir stöðu og framgang loftslagsvísinda frá síðustu IPCC skýrslu (AR4) sem gefin var úr árið 2007.  Háþróuðum mælingar- og eiginleikaaðferðum (e. detection and attribution’ methods) voru notaðar til að bera kennsl á langtíma breytingar í loftslagi og síðan athugað:

Hvort þessar breytingar væru vegna náttúrulegs breytileika – t.d. vegna breytinga í orku frá Sólinni, vegna eldvirkni eða vegna náttúrulegra hringrása eins og El Nino? Ef ekki, hvort það væru vísbendingar fyrir því að athafnir manna væri orsökin? 

Niðurstöðurnar sýna að loftslagskerfið er að breytast á margan hátt og fylgir því munstri sem spáð hefur verið með loftslagslíkönum. Eina sennilega útskýringin er sú að breytingarnar séu vegna athafna manna, þar á meðal vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum.

Hægt er að lesa meira um þessa nýju yfirlitsgrein á loftslag.is:

  • Loftslagsbreytingar og áhrif manna Ný yfirlitsgrein frá Bresku Veðurstofunnni um loftslagsrannsóknir, staðfestir að Jörðin er að breytast hratt og að losun gróðurhúsalofttegunda frá mönnum sé mjög líklega ástæða þeirra breytinga

mbl.is Sterkari rök fyrir hlýnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sælir

Þessi nýlega vísindagrein í Quaternary International (Volume 207, Issues 1-2, 1 October 2009, Pages 137-144 ) kann að vera áhugaverð:

 Sjá fyrst grein í The Register frá 3. mars:

 http://www.theregister.co.uk/2010/03/03/global_warming_seen_before/

Global warming may be normal at this point in glacial cycle
Happened last time (followed by Glacier UK), say profs

 Og svo vísindagreinin sjálf, bæði sem html og pdf: Smella hér.

 Instability of climate and vegetation dynamics in Central and Eastern Europe during the final stage of the Last Interglacial (Eemian, Mikulino) and Early Glaciation

Abstract

In terrestrial records from Central and Eastern Europe the end of the Last Interglacial seems to be characterized by evident climatic and environmental instabilities recorded by geochemical and vegetation indicators. The transition (MIS 5e/5d) from the Last Interglacial (Eemian, Mikulino) to the Early Last Glacial (Early Weichselian, Early Valdai) is marked by at least two warming events as observed in geochemical data on the lake sediment profiles of Central (Gröbern, Neumark–Nord, Klinge) and of Eastern Europe (Ples). Results of palynological studies of all these sequences indicate simultaneously a strong increase of environmental oscillations during the very end of the Last Interglacial and the beginning of the Last Glaciation. This paper discusses possible correlations of these events between regions in Central and Eastern Europe. The pronounced climate and environment instability during the interglacial/glacial transition could be consistent with the assumption that it is about a natural phenomenon, characteristic for transitional stages. Taking into consideration that currently observed “human-induced” global warming coincides with the natural trend to cooling, the study of such transitional stages is important for understanding the underlying processes of the climate changes.

Þetta virðist vera "alvöru" vísindagrein  skrifuð af vísindamönnum í Rússlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Mikill fjöldi tilvísana.

Hvað finnst ykkur um þessa grein?


Ágúst H Bjarnason, 6.3.2010 kl. 13:33

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst; þetta virðist vera áhugaverð grein, takk fyrir að benda okkur á hana. Ég kíki betur á hana við tækifæri.

Sem betur fer eru vísindamenn að reyna að átta sig á öllum hliðum málsins, bæði hvernig hlutirnir gerðust í fortíðinni og vopnaðir þeirri þekkingu að átta sig á hugsanlegri þróun mála í framtíðinni. Það er einnig hægt að benda á fjöldan allan af greinum um hvað vísindamenn telja að gerist í framtíðinni við aukna losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum. Mig langar að benda þér á nýlega grein á Loftslag.is, sem fjallar um mál sem við höfum rætt við þig áður, þ.e. um næmni eða jafnvægissvörun loftslags:

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.3.2010 kl. 14:20

3 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ágúst: Takk fyrir að benda á alvöru vísindagrein, alltaf gaman að lesa nýjar vísindagreinar. Reyndar virðist greinin vera frá síðasta vori og hafði ég ekki heyrt af henni, enda virðist hún ekki segja neitt nýtt nema að velta upp þeim möguleika að núverandi hlýnun af mannavöldum geti annað hvort magnað upp eða falið náttúrulega leitni hitastigsins, eða eins og segir í greininni:

Certainly the MIS 5e/5d transition cannot be viewed as a direct
analogue of current climate developments. On the other hand,
recently observed global warming proceeding under strong
anthropogenic impact on the atmosphere could either reinforce or
disguise the natural trends. The situation at the very end of the Last
Interglacial (Eemian for Central and Mikulino for Eastern Europe)
could be carefully compared to the currently observable ‘‘global
warming’’ and therefore represents a rather fascinating and
important object for studies of warm/cold terminations without
human climatic influences. 

Á hlýskeiðum þá nær hitastig yfirleitt hæstum hæðum snemma á hlýskeiðinu (eins og gerðist á okkar hlýskeiði fyrir 6-8 þúsund árum sirka. Síðan lækkar hitastigið smám saman þar til að skellur á ísöld - með sveiflum eða bakslagi eins og nefnt er í þessari grein. Hér er línurit sem sýnir þetta út frá ískjörnum.

Svo skulum við líta á hitastig á okkar hlýskeiði nánar:

Eins og þú sérð er merkt inn á grafið hitastig árið 2004 - en undanfarnir áratugir hafa verið mun heitari miðað við hnattrænt hitastig en áður á þessu hlýskeiði.

Þá er það spurningin - er núverandi hlýnun að leggjast ofan á kólnun eða að magna upp bakslag í kólnuninni?

Ég hugsa að það sé frekar hið fyrra - Milankovitch sveiflan segir okkur að við séum á leið í átt til hægrar kólnunar og breyting í geislunarálagi frá gróðurhúsalofttegundum hefur yfirskyggt þá kólnun allsvakalega. Hver svo sem ástæðan var fyrir bakslögum á fyrri hlýskeiðum - þá hefur sú ástæða horfið við það að hlýnunin varð af völdum manna og því ekkert bakslag til að magna upp - það eru allavega mínir tveir aurar (two cents). 

En Ágúst - hvað sérð þú út úr þessari grein?

Höskuldur Búi Jónsson, 6.3.2010 kl. 15:16

4 identicon

En hvernig getur CO2 haft svo mikil áhrif á hlýnun? CO2 kemur frá öllu sem rotnar, frá hafinu, frá eldfjöllum og við útöndun allra lífvera. Skiptir okkar litla losun einhverju máli þegar eldfjöll pumpa þúsund sinnum meira út en við? Ættum við ekki að setja tappa í þau? Er CO2 ekki bara eðlilegt efni í loftinu?

Árið 1974 var allt brjálað í fjölmiðlum því allir bjuggust við Ísöld, frétt eftir frétt var heimsendir í nánd. Það var kuldaskeið á jörðinni ca. á árunum 1940-1970 - en þá blésu menn út hvað mesta magni af CO2 í mannkynssögunni - í seinni heimsstyrjöldinni '40-45. Fundin var orsök kuldaskeiðsins og var hún meira að segja nefnd á visir.is um daginn - en það var minni virkni sólar, þ.e. færri sólblettir. Kemur sólin þessu eitthvað við allt í einu? Hm.

Nú hafa 30.000 vísindamenn kært Al Gore fyrir svik, þ.e. að hafa breytt upplýsingum í heimildamynd sinni t.d. yfir í að hitastig elti CO2-magn á línuriti hans - en það er einmitt öfugt - meiri hiti meiri rotnun, meiri uppgufun frá sjó... meira CO2 vegna hlýnunar.

Mæli með myndinni The Great Global Warming Svindle. Horfið á hana og metið svo þau rök gegn hinum og myndið ykkur þaðan skoðun. Er þetta maðurinn eða fyrirbærið sem heldur á okkur hita - sólin??

http://www.moviesfoundonline.com/great_global_warming_swindle.php

Linda (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 15:21

5 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Linda: þú kemur með ýmsar fullyrðingar og spurningar sem vert er að svara og við höfum reyndar margoft svarað, en um þetta flest hefur verið fjallað á loftslag.is og vísað í heimildir:

En hvernig getur CO2 haft svo mikil áhrif á hlýnun?

Sjá t.d. Veldur CO2 hlýnuninni?

CO2 kemur frá öllu sem rotnar, frá hafinu, frá eldfjöllum og við útöndun allra lífvera. Skiptir okkar litla losun einhverju máli þegar eldfjöll pumpa þúsund sinnum meira út en við? Ættum við ekki að setja tappa í þau? Er CO2 ekki bara eðlilegt efni í loftinu?

Sjá Mýta: Aukningin í CO2 í andrúmsloftinu er náttúruleg - einnig færslan Er aukning á CO2 af völdum manna?

Árið 1974 var allt brjálað í fjölmiðlum því allir bjuggust við Ísöld, frétt eftir frétt var heimsendir í nánd.

Sjá Ísöld spáð á áttunda áratugnum? 

Það var kuldaskeið á jörðinni ca. á árunum 1940-1970 - en þá blésu menn út hvað mesta magni af CO2 í mannkynssögunni - í seinni heimsstyrjöldinni '40-45. Fundin var orsök kuldaskeiðsins og var hún meira að segja nefnd á visir.is um daginn - en það var minni virkni sólar, þ.e. færri sólblettir. Kemur sólin þessu eitthvað við allt í einu? Hm.

Það var ekki kuldaskeið frá 1940-1970 og magn CO2 út í andrúmsloftið var ekki það mesta í mannkynssögunni (sjá t.d. línurit sem fylgir öðrum tenglum í þessu svari). Tengsl loftslags og sólvirkni rofnaði um miðja síðustu öld, sjá tengil í svari við síðustu spurningunni.

Nú hafa 30.000 vísindamenn kært Al Gore fyrir svik, þ.e. að hafa breytt upplýsingum í heimildamynd sinni t.d. yfir í að hitastig elti CO2-magn á línuriti hans - en það er einmitt öfugt - meiri hiti meiri rotnun, meiri uppgufun frá sjó... meira CO2 vegna hlýnunar.

Þetta með 30 þúsund "vísindamenn" höfum við ekki enn fjallað um, en birtum þó myndband þar sem fjallað er um það mál: Myndband: 32.000 sérfræðingar. Varðandi það að CO2 elti hlýnunina á fyrri skeiðum ísaldar, þá eru það ekki nýjar fréttir, það er útskýrt hér: Ískjarnar sýna að CO2 eykst eftir að hiti byrjar að rísa á hlýskeiðum ísaldar.

Mæli með myndinni The Great Global Warming Svindle. Horfið á hana og metið svo þau rök gegn hinum og myndið ykkur þaðan skoðun. Er þetta maðurinn eða fyrirbærið sem heldur á okkur hita - sólin??

Við mælum ekki með The Great Global Warming Swindle - hún er uppfull af fölsunum og hæpnum fullyrðingum sem standast ekki skoðun. Varðandi Sólina, þá má lesa um hana hér: Mýta:  Hlýnunin nú er af völdum sólarinnar (í þessari færslu má einnig sjá eina af fölsununum úr The Great Global Warming Swindle).

Annars bendum við fólki á að skoða loftslag.is og sérstaklega mýtur - áður en það kemur með fullyrðingar sem mögulega er búið að svara áður. Sjá Mýtur

Höskuldur Búi Jónsson, 6.3.2010 kl. 15:56

6 identicon

Fjölmiðlar töluðu mikið um að ísöld væri yfirvofandi miðað við blaðafyrirsagnir frá þeim tíma, varla hefur það verið að ástæðulausu? Það er staðreynd að fjölmiðlar elska heimsendi, hver svo sem hann kann að vera.

Það var mun hlýrra á jörðinni á tímum risaeðlanna svo dæmi sé tekið - en þá var mun meiri eldvirkni á jörðinni sem þýðir mun meiri CO2 losun. Þar var mun hlýrra en nú sem þýðir meiri CO2 losun frá hafi, frá rotnun og svo voru sumar lífverurnar afar stórar og hafa skilað miklu CO2 með hverjum andardrætti. Þær lifðu í margar milljónir ára og er engin tenging við að gróðurhúsaáhrif hafi haft áhrif þróun þeirra sem þó ætti að vera? Miðað við CO2 losun á þessum tíma ættu þær allar að hafa farist eða skaðast vegna loftslagsvandamála? Spyr sá sem ekki veit.

Eldfjöll skila mun meiru af CO2 og öðrum eiturefnum í loftslagið en mannkynið, það hlýtur að gefa auga leið. Einnig var mun hlýrra á landsnámstímum en þá var engin CO2 losun frá mönnum og ísbirnirnir lifðu hlýskeiðið af, sem og pólsvæðin. Loftslag er síbreytilegt og erum víst vel innan marka miðað við eldri loftslagstölur frá tímum þar sem mannkynið var ekki að pumpa út CO2 í jafnmiklu magni og nú...eða hreinlega ekkert.

Hvernig getur það þá verið að CO2, sem er eðlilegt efni í lofthjúpnum, sé aðal skaðvaldurinn að hlýnun jarðar? Hefur sólin í alvöru ekkert með þetta að gera... bara við? Eru ekki bara kuldaskeið og hlýskeið?

Hverju hafa rannsóknir í efri hvolfum loftlagsins skilað? Mér skilst þar sé um enga marktæka hlýnun ræða þar sem gróðurhúsaloftegundirnar eiga einmitt að safnast fyrir og búa til vandamál. Þar ætti að vera mjög mikil marktæk hlýnun séu gróðurhúsaáhrif í gangi? Mér skilst að nú sé aðeins hlýnun í veðrahvolfinu í beinni tengingu við aukna virkni sólar undanfarna áratugi en engin í efri hvolfum...Spyr sá sem ekki veit.

Ég held að öll gagnrýni eigi rétt á sér á báða bóga en ég tel að það þurfi að skoða þetta gróðurhúsamál mun betur þar sem hin hliðin hefur orðið verulega undir í umræðunni. Það er staðreynd að allt sem tengist gróðurhúsaáhrifunum í dag er í rauninni áhugavert þar sem fólk er að búast við heimsendi.

Þessi síða, loftslag.blog.is væri væntanlega ekki til nema fyrir gróðurhúsaáhrifin - engin hefði annars áhuga á að heyra um loftslagið og enginn kæmi hingað. Fullt er til af svokölluðum gróðurhúsafjölmiðlamönnum (og vísindamönnum sem fá gífurlega styrki í hin og þessi verkefni - svo lengi sem þau tengast gróðurhúsaáhrifunum). Þetta fólk myndi missa vinnuna ef svo reynist að CO2 er ekki að valda gróðurhúsaáhrifum svo dæmi sé tekið og ekki er neinum gagnrýnisskoðunum að vænta frá þeim... og væntanlega ekki af loftslag.blog.is heldur? Af hverju?

Mæli með myndinni The Great Global Warming Swindle því heimildamyndin hans Al Gore var því miður svo arfavitlaus að mótrökin hljóta að vera áhugaverð fyrst sú mynd á líka að vera vitlaus? Það hlýtur að mínusast út?

Einnig er Al Gore maðurinn sem hefur komið þessu gróðurhúsavandamáli á framfæri og fyrst myndin hans var uppfull af lygum og þar sem hann er eiginlega forvígismaðurinn að þessu öllu saman.... þá má svo sannarlega athuga þetta mál betur.

Linda (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 18:14

7 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Linda - ég var mikið að spá í að sleppa því að svara þér aftur - af því að mér leiðist að endurtaka mig. 

En samt ætla ég að svara þér aftur: 

Fjölmiðlar töluðu mikið um að ísöld væri yfirvofandi miðað við blaðafyrirsagnir frá þeim tíma, varla hefur það verið að ástæðulausu? Það er staðreynd að fjölmiðlar elska heimsendi, hver svo sem hann kann að vera.

Það er sitthvað fjölmiðlar og vísindamenn - eins og þú hefur séð á fyrri tenglinum sem ég sendi þér um þetta mál.

Sem dæmi þá halda fjölmiðlar enn því fram að vísindamenn séu ekki sammála um að það sé að hlýna af mannavöldum. Það er fjarri lagi - eins og þú getur séð hér: Mýta: Vísindamenn eru ekki sammála um að hlýnunin sé af mannavöldum.

Það var mun hlýrra á jörðinni á tímum risaeðlanna svo dæmi sé tekið - en þá var mun meiri eldvirkni á jörðinni sem þýðir mun meiri CO2 losun. Þar var mun hlýrra en nú sem þýðir meiri CO2 losun frá hafi, frá rotnun og svo voru sumar lífverurnar afar stórar og hafa skilað miklu CO2 með hverjum andardrætti. Þær lifðu í margar milljónir ára og er engin tenging við að gróðurhúsaáhrif hafi haft áhrif þróun þeirra sem þó ætti að vera? Miðað við CO2 losun á þessum tíma ættu þær allar að hafa farist eða skaðast vegna loftslagsvandamála? Spyr sá sem ekki veit.

Það var gríðarlega heitt á tímum risaeðlanna - en ekki ertu í raun og veru að bera okkur mennina saman við risaeðlur - í alvöru talað? Það voru gríðarleg gróðurhúsaáhrif á tímum risaeðlanna, en við höfum fjallað um loftslag fyrri tíma á loftslag.is, sjá Orsakir fyrri loftslagsbreytinga.

Eldfjöll skila mun meiru af CO2 og öðrum eiturefnum í loftslagið en mannkynið, það hlýtur að gefa auga leið. Einnig var mun hlýrra á landsnámstímum en þá var engin CO2 losun frá mönnum og ísbirnirnir lifðu hlýskeiðið af, sem og pólsvæðin. Loftslag er síbreytilegt og erum víst vel innan marka miðað við eldri loftslagstölur frá tímum þar sem mannkynið var ekki að pumpa út CO2 í jafnmiklu magni og nú...eða hreinlega ekkert.

Ég var búinn að svara þessu. En kannski rétt að ítreka það að menn losa um 100 sinnum meira á hverju ári af CO2 en eldfjöll og jarðhitavirkni á öllum hnettinum.

Hvernig getur það þá verið að CO2, sem er eðlilegt efni í lofthjúpnum, sé aðal skaðvaldurinn að hlýnun jarðar? Hefur sólin í alvöru ekkert með þetta að gera... bara við? Eru ekki bara kuldaskeið og hlýskeið?

Ég var líka búinn að svara þessu með sólina - mælingar á sólinni sýna að frá 1950, þá hefur virkni hennar ekki aukist, reyndar hefur virknin minnkað. Á sama tíma hefur hiti aukist, þannig að það er ekki mögulegt að hún sé valdur að þeirri hlýnun sem hefur orðið frá því um miðja síðustu öld.

Hverju hafa rannsóknir í efri hvolfum loftlagsins skilað? Mér skilst þar sé um enga marktæka hlýnun ræða þar sem gróðurhúsaloftegundirnar eiga einmitt að safnast fyrir og búa til vandamál. Þar ætti að vera mjög mikil marktæk hlýnun séu gróðurhúsaáhrif í gangi? Mér skilst að nú sé aðeins hlýnun í veðrahvolfinu í beinni tengingu við aukna virkni sólar undanfarna áratugi en engin í efri hvolfum...Spyr sá sem ekki veit.

Rannsóknir í efri hvolfum lofthjúpsins sýna einmitt það sem búist er við af gróðurhúsaáhrifunum - hlýnun í veðrahvolfi og kólnun í heiðhvolfi. Það er engin aukinn virkni í sólinni undanfarna áratugi.

Ég held að öll gagnrýni eigi rétt á sér á báða bóga en ég tel að það þurfi að skoða þetta gróðurhúsamál mun betur þar sem hin hliðin hefur orðið verulega undir í umræðunni. Það er staðreynd að allt sem tengist gróðurhúsaáhrifunum í dag er í rauninni áhugavert þar sem fólk er að búast við heimsendi.

Þótt ótrúlegt megi virðast vera - þá fær hin hliðin allt of mikið pláss í fjölmiðlum miðað við hversu ljóst er orðið að hún hefur ekkert fram að færa nema rök sem búið er að hrekja á vísindalegan hátt.

Þessi síða, loftslag.blog.is væri væntanlega ekki til nema fyrir gróðurhúsaáhrifin - engin hefði annars áhuga á að heyra um loftslagið og enginn kæmi hingað. Fullt er til af svokölluðum gróðurhúsafjölmiðlamönnum (og vísindamönnum sem fá gífurlega styrki í hin og þessi verkefni - svo lengi sem þau tengast gróðurhúsaáhrifunum). Þetta fólk myndi missa vinnuna ef svo reynist að CO2 er ekki að valda gróðurhúsaáhrifum svo dæmi sé tekið og ekki er neinum gagnrýnisskoðunum að vænta frá þeim... og væntanlega ekki af loftslag.blog.is heldur? Af hverju?

Heldurðu að það sé virkilega eitthvað til í þessu?  Þú hefur greinilega ekki umgengst vísindamenn - þeir eru ekki ríkir menn - og þeir eru sífellt að reyna að afsanna kenninguna um hlýnun jarðar af mannavöldum. Enda myndi sá sem gæti afsannað þá kenningu eiga góða möguleika á virðingu og frægð, Nóbel og allur pakkinn.

Þessi bloggsíða og heimasíðan loftslag.is er til vegna þess að umræðan hér á Íslandi hefur verið villandi og stundum þannig að okkur blöskraði skort á vísindalegri rökum - þ.e. vitnað í niðurstöður rannsókna. T.d. þetta með að eldfjöll losi meira en menn - Rangt. Að sólin sé höfuðorsök hlýnunarinnar - Rangt.

Mæli með myndinni The Great Global Warming Swindle því heimildamyndin hans Al Gore var því miður svo arfavitlaus að mótrökin hljóta að vera áhugaverð fyrst sú mynd á líka að vera vitlaus? Það hlýtur að mínusast út? 

Einnig er Al Gore maðurinn sem hefur komið þessu gróðurhúsavandamáli á framfæri og fyrst myndin hans var uppfull af lygum og þar sem hann er eiginlega forvígismaðurinn að þessu öllu saman.... þá má svo sannarlega athuga þetta mál betur.

Það eru minniháttar atriði í mynd Al Gores sem hægt er að kalla villur - stærstu hlutar myndarinnar er að sönnu byggðir á vísindum ritrýndra greina - og því ber að taka myndina alvarlega. Aftur á móti er fals og lygi einkennandi fyrir myndina The Great Global Warming Swindle. Hitt er annað að við byggjum okkar umfjöllun ekki á Al Gore og skiptum okkur ekki af þeirri umræðu nema síður sé - hún er nefnilega oft á köflum pólitísk  en ekki vísindaleg.   

Mér finnst persónulega mjög gaman að ræða loftslagsvísindi - en það getur verið frekar pirrandi að fá sömu fullyrðingarnar aftur - sem búið er að hrekja. Ef þú hefur ekkert til að styðja fullyrðingar þínar - annað en að Great Global Warming Swindle sé góð mynd - þá verðum við að segja að þetta sé útrætt mál.

Höskuldur Búi Jónsson, 7.3.2010 kl. 21:29

8 identicon

Upp hefur komið að vísindamenn hafi falsað niðurstöður mælinga sinna og gefið þær út og fjölmiðlar tekið þær upp á sína arma til að styðja gróðurhúsaáhrifin enn frekar. Vísindamenn eru sannarlega ekki heilagir menn og þeir geta gert mistök eða logið eins og aðrir.

Ég skil heldur ekki hvaða heilvita maður ætti að hafa hag af því að andmæla gróðurhúsaáhrifunum nema það sé einhver pottur brotinn, get ekki séð hvaða polítík þar er að baki. Ég hef ekki tekið eftir neinni gagnrýni á gróðurhúsaáhrifin í neinum fjölmiðlum og gjarna máttu benda mér á það.

Þessi gröf sem þið sýnið á þessum vef og upplýsingar - vitið þið fyrir víst að þetta sé rétt? Hvaðan fáið þið þessar upplýsingar, er þetta tekið beint af einhverjum vefjum erlendis sem aðeins fjalla um að gróðurhúsaáhrifin séu til staðar þrátt fyrir að það sé margt sem mæli gegn því? Hvaða sannanir hafið þið.

Nú hafa um 32.000 óhaðir vísindamenn (fá ekki greitt eða fá styrki fyrir að rannsaka aðeins gróðurhúsaáhrifin) kært Al Gore, upphafsmanns þessa alls, fyrir svik. Held þið ættuð að skoða þetta nánar ef þið viljið að þessi vefur þjóni raunverulegum tilgangi sínum sem er að fræða fólk um loftslagið.

Af hverju eru þessir menn að kæra - jú Al Gore vill nefnilega ekki koma fram opinberlega í umræðu við aðra vísindamenn um þetta málefni, að kæra er það eina sem þeir hafa getað gert til að vekja máls á þessu af því að fjölmiðlar vilja ekki einu sinni hleypa þeim að, sérstaklega ekki stóru fjölmiðlarnir í eigu sömu manna og styðja Gore fjárhagslega.

Ég var ekki að miða okkur við risaeðlur heldur þá mengun sem eldvirkni á þessum tíma hlýtur að hafa skilað - en þær lifðu vel í milljónir ára en lífið ætti að hafa farist á þessum tíma miðað við þessar CO2 dómsdagsspár sem við búum við í dag? Það er svo gífurleg CO2 losun á jörðinni frá öðru en okkur að í rauninni ættum við öll að vera dáin?

Mér sýnast ekki vera nægar vísindalegar sannanir til að bakka upp þá fullyrðingu að hlýnunin sé okkur að kenna því eins og Al Gore sagði ... þá er þetta fólkið mál þetta CO2 dæmi.

Það er mun sterkari fylgni milli virkni sólar og hlýnunar en CO2 magni í lofthjúpnum og hlýnunar - t.d. er CO2 losun frá okkur núna mikil en þó var mun hlýrra á víkingatímum (losun engin) og rauninni er byrjað að kólna hjá okkur núna.. Það er ekki nægileg marktæk fylgni þarna á milli, CO2 fylgir hlýnun rétt eins og þú sammæltist mér um, ekki öfugt. Svo fer þetta líka eftir því hvar hlýnunin er mæld (því á mörgum stöðum er í raun kólnun).

Þessir vísindamenn segja að við séum á leiðinni inn í aðra litla ísöld líkt og varði á miðöldum (þá voru færri sólblettir) þar sem sólin er ekki eins virk og það gæti verið rétt því kólnunar er byrjað að gæta í heiminum - sjáðu bara veturinn sem Evrópa fékk í vetur!: http://www.visir.is/article/20080929/FRETTIR02/70873804

Það er staðreynd að nú á að koma fyrir svokölluðum CO2-sköttum til að ,,berjast'' gegn gróðurhúsaáhrifunum. Kallast kolefnaskattar á Íslandi (sem fóru nota bene í skuldir Íslands í ár en ekki í umhverfisvernd...). Hvað eiga skattar eiginlega að gera? Á fólk að hætta að kaupa mat sem framleiddur er með olíu... af hverju hætta fyrirtækin ekki að nota olíu? Hm.

Stefnan er að setja kolefnaskatt á allar neysluvörur t.d. í Bandaríkjunum og víst eru sérstakar stofnanir sem eiga að taka á móti þeim aur. Al Gore á víst að eiga slíka stofnun sem er einkarekin. Spyr sá sem ekki veit.

Heimildamyndin hans Al Gore, An Inconvienient Truth er ekki lítið vitlaus heldur hreinlega mjög mikið. Hún er mjög ýkt. Hér er langur listi um vitleysur í myndinni: http://www.johnstonsarchive.net/environment/gore.html

Þess hefur verið krafist að Al Gore verði sviptur Óskarnum fyrir svik:

http://www.dv.is/frettir/2009/12/4/vilja-ad-al-gore-verdi-sviptur-oskarnum/

Af hverju laug maðurinn? Af hverju breytti hann gögnum til að blekkja fólk og til að ýkja gróðurhúsaáhrifin? Af hverju?

Mig grunar að eitthvað annað sé að baki en loftslagsbreytingar og að reyna að berjast gegn því fyrir hamingju alls lífs.

Held að þetta mál tengist peningum og óttastjórnun mun meira en nokkuð annað - sérstaklega þegar maður skoðar sponsorana sem eru að baki Earth Day og Al Gore, margir þeirra eru spilltustu og ófyrirlitnustu kónar sem eru á meðal ríkasta fólks í heimi sem verða að flokkast undir glæpamenn miðað við viðskiptahætti þeirra.

Eru það kolefnaskattarnir sem þeir vilja? Af hverju kolefnaskattar? Af hverju ekki raunverulegar lausnir - fara að nýta sólarorkuna og hætta með CO2 valdandi orkugjafa? Maður er orðinn þreyttur á spillingunni býst ég við.

Linda (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 13:53

9 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Linda: Ég held að þú þurfir að kynna þér þetta betur. Al Gore er ekki upphafsmaður gróðurhúsakenningarinnar (hann er ekki vísindamaður) og það er engin að reyna að koma í veg fyrir hamingju alls lífs með því að ræða og skoða það sem vísindin hafa um málið að segja. Það er við lang flestar greinar á Loftslag.is vísað í heimildir þar sem hægt er að nálgast frekari upplýsingar ef áhugi og vilji er fyrir því að skoða það.

Langflestir vísindamenn eru sammála því að aukin styrkur CO2 (sem er gróðurhúsalofttegund) hafi áhrif á hitastig. Annars langar mig að benda þér á að skoða nánar það sem Höski bendir á í athugasemdum sínum og kannski lesa það aftur, því það lítur ekki út fyrir að þú skoðir þær nógu vel þar sem þú endurtekur þig. 

Sveinn Atli Gunnarsson, 8.3.2010 kl. 14:13

10 identicon

Það var nú ekki ætlun mín að láta hann endurtaka sig en málið er að þetta er ekki svona skýrt og skorinort eins og margir vilja láta. Er hægt að treysta þessum heimildum?

Þessar heimildir sem mér var bent á eru góðar heimildir af netinu rétt eins og þær sem ég byggði á og þær geta einnig verið rangar (þá jafnmikið eins og mínar eiga að vera þar sem mínar komu einnig frá vísindamönnum og það litla sem ég benti á einnig), sérstaklega í ljósi falsana á hitatölum sem

hefur verið í umræðunni. Vísindamenn eru ekki sammála um þetta mál fyrst að málið er að fá gagnrýni, sem þó er kæfð niður af einhverri ástæðu.

Það eru margir vísindamenn sem eru einmitt að vekja athygli á því að þetta kunni ekki að vera rétt og því hafa þeir kært Al Gore til að vekja athygli á málinu því hann er sannarlega sá maður sem er í fararbroddi þessarar fylkingar og keyrt þetta mál áfram...undir því flaggi að hann sé að hugsa um lífið á jörðinni - þ.e. hugsa um hamingju alls lífs? Ég tel að þetta sé

ekki svona einhlýtt þar sem falsaðar niðurstöður um hnattræna hlýnun hafa verið gerðar og var líklega ein sú fyrsta gerð í myndinni hans Al Gore. Af hverju að blekkja fólk?

Þangað til að réttar og rökstuddar sannanir verða fyrir því að það sé okkar CO2 útblástur sem valdi hlýnun (sem virðist vera að fara niður núna...?) en ekki sólin (sem er með færri sólbletti eins og er líkt og á ''litlu ísöld'' og stefnir víst aftur í það) þá verð ég að bíða eftir marktækari gögnum til að geta aftur orðið fylgjandi því að gróðurhúsaáhrifa gæti á jörðinni.

Ég er mikill áhugamaður um loftlagsmál og alger leikmaður - en þar sem þetta mál er að fá gífurlega gagnrýni frá óháðum vísindamönnum, það er ekki að reynast sterk marktæk fylgni milli CO2 magns í lofthjúpnum og hlýnunar, falsanir á gögnum ...og er eiginlega hæpið þar sem jörðin skilar svo gífurlegu CO2 sjálf þá verð ég því að trúa því að sólin hafi eitthvað með þetta að gera fremur en CO2 og að þetta sé eðlilegt ferli fyrir jörðina. :)

Annars verð ég að fara að halda niðri í mér andanum ;)

Hér er þáttur frá CBC News World þar sem gróðurhúsaáhrifin eru gagnrýnd af vísindamönnum og gæti verið liður í þeirri rannsóknarvinnu sem leggjast þarf í eigi þessi vefur sannarlega að þjóna tilgangi sínum - sem sannarlega er góður.

CBC þátturinn:

http://www.youtube.com/watch?v=fr5O1HsTVgA

Linda (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 21:44

11 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Linda: Margar (ef ekki flestar allavega óbeint) heimildir á Loftslag.is beinar heimildir í rannsóknir vísindamanna. Maður þarf nefnilega virkilega að passa upp á hvaða heimildir eru notaðar. T.d. er myndin Global  Warming Swindel - tómt svindl, enda marg búið að breyta myndinni og klippa út vísindamenn sem voru plataðir til að koma fram á röngum forsendum. Þú vitnar hvergi í þessum tenglum sem þú setur fram Linda, í vísindin og það er ekki ásættanlegt að fólk hendi fram einhverjum staðhæfingum sem ekki eiga sér vísindalegar stoðir og byggi forsendur sínar alfarið á því og "trúi" því bara að sólin hljóti á einhvern hátt að vera ábyrg á hlýnun síðustu áratuga, þrátt fyrir að mælingar vísindamanna sýni að styrkur hennar hefur farið minnkandi á síðustu áratugum, sjá t.d.: Mýta:  Hlýnunin nú er af völdum sólarinnar. Mælingar sýna að síðasti áratugur var sá hlýjasti frá upphafi mælinga, sjá "Heitasti áratugurinn frá því mælingar hófust" og það þrátt fyrir að styrkur sólar hafi verið tiltölulega lítill, sérstaklega síðustu árin.

PS. Mig langar, ef þú ert til í það Linda, að þú komir með eina efnislega röksemd sem þú telur halda vatni í þessari umræðu og ég skal skoða hana nánar. Við skulum sjá fyrst og fremst hvort röksemdin heldur vatni og ef svo er hvort að hún sé dæmi um eitthvað sem fellir kenningarnar um að gróðurhúsalofttegundir (CO2) hafi áhrif á hitastig. Ef þú ert til í þetta, þá máttu gjarnan setja fram þessa einu röksemd í næstu athugasemd þína og ég skoða hana nánar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 9.3.2010 kl. 07:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband