Hvað er vitað um ísbirni?

Þessi færsla birtist einnig á loftslag.is

ísbirnir-polar bear

Eitt af einkennisdýrum afleiðinga hlýnunar jarðar af mannavöldum eru ísbirnirnir – enda talið ljóst að þeir muni eiga erfitt uppgangar við hlýnun jarðar. Það kemur því varla á óvart að efasemdamenn um hlýnun jarðar af mannavöldum haldi því fram að þeim fjölgi.

Það er nokkuð fjarri lagi. Það er frekar ólíklegt að hægt sé að finna líffræðinga sem rannsaka ísbirni, sem myndu halda því fram að þeim hafi fjölgað síðustu áratugi – það er ekki heldur auðvelt að segja til um að þeim hafi fækkað – til þess eru rannsóknir á ísbjörnum of stutt á veg komnar.

Á sjöunda áratug síðustu aldar, var giskað á að ísbirnir væru á milli 5-20 þúsund og er seinni talan sú tala sem oftast er talað um núna.

Aðaláhyggjuefni varðandi ísbirnina er sú staðreynd að örlög þeirra ráðast að miklu leiti á útbreiðslu hafíss á Norðurskautinu, sem bæði hvað varðar þykkt og útbreiðslu er að hnigna allverulega (sjá t.d. Hafís Norðurskautsins og Helstu sönnunargögn).

Samkvæmt mati IUCN sérfræðingahóps um ísbirni, þá eru 19 þekktir undirstofnar ísbjarna, fjöldi í einum þeirra er að aukast, þrír eru stöðugir og átta eru að hnigna (ekki eru til nægilega góð gögn til að meta hina undirstofnana).

Heimildir og ítarefni

Heimasíðu sérfræðingahóps IUCN um ísbirni má finna hér: IUCN/SSC Polar Bear Specialist Group

Tafla sem sýnir besta mat á undirstofnum ísbjarna má finna hér: Summary of polar bear population status per 2005

Einnig er hér áhugavert kort sem sýnir skiptingu svæða og áætlaðan stofnfjölda fyrir hvert svæði: Polar bear population map

Fréttatilkynning frá sérfræðingahópi IUCN sem gefin var út í fyrra: 15th meeting of PBSG in Copenhagen, Denmark 2009


mbl.is Fleiri birnir koma í heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband