Hafís

Það verður fróðlegt að fylgjast með þróun hafíssins á næstu mánuðum. Það virðist hafa orðið verulegur kippur í útbreiðslu hafíss í marsmánuði, en eins og segir í fréttinni, þá má gera ráð fyrir því að um þunnan ís sé að ræða, sem muni hugsanlega bráðna fljótt þegar sumar hefst á Norðurhveli jarðar.

Nánar er hægt að lesa um hafís í ýmsum færslum á Loftslag.is:


mbl.is Hafís eykst á norðurslóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgeir Bjarnason

Í fréttinni segir að ekki sé vitað um þykkt íssins. Þessi aukna ísmyndun getur stafað af meiri ferskvatnsáhrifum vegna bráðnunar jökla. Eftir því sem sjórinn er seltuminni því eðlisléttari verður hann og frýs við hærra hitastig (ferskvatn frýs við 0°C og fullsaltur sjór við um -1,8°C).  Ferskvatn er þar að auki eðlisþyngst við +4°C, en sjór er hefur mestan eðlismassa við frostmark. Þess vegna frjósa ferskvötn í vægu frosti, en úthöfin frjósa seint því kaldi sjórinn sekkur undir hlýrri sjó. Seltulítill sjór flýtur ofan á saltari sjó og frýs. Því getur hlýnunin leitt til meiri ferskvatnsáhrifa í norðurhöfum og þannig valdið meiri útbreiðslu íss, þrátt fyrir hlýrra veður.

Valgeir Bjarnason, 5.4.2010 kl. 17:05

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Já, þetta er kannski oftúlkun hjá mér, á orðum Serreze, sem er sérfræðingurinn sem vitnað er í, í fréttinni:

"telur Serreze að um sé að ræða þunnt íslag sem muni bráðna."  

En hvað um það, það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig þessum ís reiðir af í sumarbráðnuninni. 

Sveinn Atli Gunnarsson, 5.4.2010 kl. 19:23

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hverfur eins og dögg fyrir sólu.

Maður er eiginlega alveg gapandi yfir þessari GW umræðu ð verða - og að fjölmiðlar skuli trekk í trekk kynda undir einhverju svona vitleysu.

Já "Hlýnun jarðar búin" HAHAHA etc.  Rosa fyndið.

það að hafís sé útbreyddari í mars en verið hefur undanfarin ár - hefur enga meiningu eitt og sér.  Það er langtímatrendið sem skiptir máli - eða nei, það er einmitt þetta sem skiptir máli.  Meiri ís í mars 2010 en undanfarin 9 ár = GW hættur !

Hægt að fylgjast með þessu hérna

http://nsidc.org/arcticseaicenews/

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.4.2010 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband