Magnandi svörun

Hér virðist vera um að ræða einhverskonar magnandi svörun við hlýnun loftslags. Hvort hún er næsta stóra ógn skal ósagt látið.

Magnandi svörun (e. positive feedback) er hugtak sem er frekar mikið notað í loftslagsfræðum. Þar er átt við ferli þar sem afleiðingin magnar upp orsökina og veldur keðjuverkun með hugsanlega slæmum stigvaxandi áhrifum. Á hinn bóginn getur afleiðing myndað mótvægis svörun (e. negative feedback) á móti orsökinni og dregið úr henni.

Magnandi svörun

Við hlýnun jarðar eru ýmis ferli sem valda magnandi svörun.  Við hlýnun eykst t.d. raki eða vatnsgufa í andrúmsloftinu og þar sem vatnsgufa er gróðurhúsalofttegund þá magnar það hlýnunina upp.

Annað þekkt ferli er hið svokallaða Ice-Albeido effect þ.e. þegar hafís bráðnar vegna hlýnunar jarðar þá endurspeglast minna sólarljós út úr lofthjúpnum og sjórinn gleypir meiri hita og því hitnar meira meiri hafís bráðnar.


mbl.is Er hláturgas næsta stóra ógnin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benjamín Plaggenborg

Það er einnig kallað jákvæð/neikvæð afturvirkni.

Benjamín Plaggenborg, 6.4.2010 kl. 22:05

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nitrous oxide er náttúrulega eitt af gróðurhúsalofttegundunum svokölluðu og ekkert fyndið við það neitt þó slíkt gas hafi verið notað til lækninga og kallað hlátursgas.  (dæmigert fyrir fjölmiðla, aðalmálið er hjá þeim það, að efnið er stundum kallað hlátursga og í framhaldi "næsta stóra ógn" og fólk á sem sagt alveg:  Hahaha o.sfrv.)

Það var alveg vitað að hlýnun á N-svæði myndi auka gróðurhúsloftegundalosun en oftast talað um metan þar (minnir mig) en það sem umrædd rannsókn sýnir að  losun Nitrous oxide hafi verið vanmetin.

Hinsvegar sýnist mér eftir um 5-6 min. athugun að niðurstaðan sé ekki að það eitt og sér sé "næsta stóra ógn" heldur sé þar aðeins um viðbót við fyrirliggjandi gróðurhúsalofttegundir og heildarmyndina sem leiðir til hlýnunar jarðar.

http://www.treehugger.com/files/2010/04/thawing-permafrost-releases-another-overlooked-greenhouse-gas.php

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.4.2010 kl. 11:45

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir þennan tengil Ómar. Fyrirsögnin er sérstaklega illa orðuð hjá Mbl.is, en mig grunar eins og þú segir að það sé verið að gera "góðlátlegt" grín að þessum málaflokki með þessu orðalagi. Eins og segir í tenglinum sem þú vitnar í:

The good news (if you can call much of anything related to our changing climate good news) is that according the research, published in the journal Nature Geoscience, the additional release of the gas will only have a small additional impact compared to all the other gases being released (CO2 and methane). 

Sveinn Atli Gunnarsson, 7.4.2010 kl. 12:16

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Hvaðan ætli þetta orð komi, hláturgas. Hvernig ætli það sé á ensku eða dönsku? Ég er sammála að fréttamönnum hefur sennilega þótt þetta dálítið fyndið og séð þarna tækifæri á góðlátlegu gríni.

Emil Hannes Valgeirsson, 7.4.2010 kl. 13:26

5 identicon

Emil: Efnið er þekkt sem "laughing gas" á ensku, en það var notað sem afþreyingarlyf í Bretlandi þremur áratugum áður en það var notað í lækningaskyni.

http://en.wikipedia.org/wiki/Nitrous_oxide

Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 13:46

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Á dönsku heitir það lattergas. Latter er hlátur á dönsku. Þannig að þar er alveg bein tenging í hláturinn.

Sveinn Atli Gunnarsson, 7.4.2010 kl. 13:52

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, þettað ber heitið laughing á ensku og sambærilegt á dönsku  (og greinin sem vísað er til á politiken í mogga er svipuð og hjá mbl. nema að Mbl. fer aðeins úti uppruna gasi og svona með vísun í vísindavef)

Þetta er sko, ístuttu máli, að eftir að lofttegundin var uppgvötuð, þá komust menn að því fljótlega að innöndun hafði vellíðunar side-effect sem stundum kom fram í hlátri eða flissi nokkurskonar - og í framhaldi komst þetta í tísku og þá helst meðal yfirstéttarinnar í partíum eða samkomum ss. karnivölum eða sjóvum - en þá var notað eter með við innhölunina, skilst mér.

In the early 18th century, after the discovery of nitrous oxide, which was known as 'LAUGHING GAS', it was used along with ether to produce intoxication during social parties -these events were called 'ether frolics'.Nitrous oxide was used during medical shows and carnivals as a recreational agent. People would pay a price to inhale it for a minute,after which they would act silly and giggle and feel intoxicated.The effect would cease once the inhalation of the gas was stopped .These were called "nitrous oxide capers" and thus the gas earned its nickname:"laughing gas".

http://www.medindia.net/patients/patientinfo/Anaesthesia-Laughing-Gas.htm

Og í þessu framhaldi uppgvöðist svo deifingar máttur efnisins.

En minnistætt alltaf er ég heyrði fyrst minnst á þetta háturgas, var þarna  Steve Martin sem tannlæknirinn í Litlu hryllingsbúðinni - en þar notar hann einmitt hláturgas (eða látið líta þannig út í myndinn auðvita) um miðbik þessa rúlega 2 min. klippu.  Kostuleg sena - og þótti mjög fyndin á sínum tíma heilt yfir:

http://www.youtube.com/watch?v=bOtMizMQ6oM

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.4.2010 kl. 14:13

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Orðið hláturgas er notað í daglegu tali á íslensku um N2O. Að kenna gasið við hlátur er nánast alþjóðlegt. Nefnd hafa verið orðin á ensku og dönsku, en á þýsku er það Lachgas.

Fjallað er um "hláturgas" á Vísindavefnum  og í frétt Landbúnaðarháskólans um sinubrunann mikla á Mýrum varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Meira um hláturgas hjá LBHI. Ég held því að þetat sé ágætis orð.

Ágúst H Bjarnason, 7.4.2010 kl. 14:41

9 identicon

Annað orð yfir hláturgas er "glaðloft".  Þetta hugtak var algengt á sjúkrastofnunum.  Varðandi málfræðina, segir máltilfinning mín mér að "mótvægissvörun" eigi að rita svona.  Í einu orði.  Magnandi svörun hinsvegar í tveimur orðum.

Kristján Þorgeir Magnússon (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 18:04

10 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ég verð að viðurkenna að mótvægissvörun í tveimur orðum er mín þýðing - annars langt síðan þetta var skrifað og komið tími til að uppfæra. Mig minnir að ég hafi séð þýðinguna dempandi svörun einhvers staðar, líklega meira lýsandi.

Höskuldur Búi Jónsson, 7.4.2010 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband