Súrnun sjávar

Þetta er mjög áhugaverð rannsókn sem vitnað er til. Þarna er verið að skoða grunn fæðukeðju sjávar. 1/6 af fæðu mannkyns er fengin úr sjónum og því eru miklir hagsmunir í húfi að þekkja þennan þátt vel. Einn þáttur sem hugsanlega getur haft áhrif á fæðukeðjuna í framtíðinni, er hin svokallaða súrnun sjávar.

Súrnun sjávar

Súrnun sjávar (e. ocean acidification) er aukaafurð losunar á CO2 út í andrúmsloftið og oft kallað ”hitt CO2-vandamálið” (á eftir hlýnun jarðar). Vegna aukningar CO2 í andrúmsloftinu gleypir sjórinn aukið magn CO2 og við það verða efnaskipti sem breyta pH gildi sjávar og lækkar kalkmettun sjávar. Einnig er talin hætta á því að hlýnun sjávar geti valdið aukningu á því að metan losni úr sjávarsetlögum sem myndi efnasambönd við sjóinn með sömu áhrifum.

Breyting á pH gildi sjávar frá 18. öld til lok 20. aldar. Mynd 
fengin af earthtrends.wri.org.

Breyting á pH gildi sjávar frá 18. öld til lok 20. aldar. Mynd fengin af earthtrends.wri.org.

Þetta er hluti færslu af Loftslag.is:

Tengt efni af Loftslag.is:

 


mbl.is Huliðsheimur afhjúpaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband