Vetrarhámark hafíssins

Hafísinn náði hámarksútbreiðslu í mars, sem er seinna en oft áður. Það er hætt við að þessi hafís sé tiltölulega þunnur, sem gæti haft áhrif á hafíslágmarkið í september. Hér undir má sjá mynd um útbreiðslu hafíss í marsmánuði af heimasíðu NSIDC sem og úrdrátt úr ágætum gestapistli eftir Emil Hannes Valgeirsson

Sumarhorfur

Til að meta sumarhorfurnar þarf fyrst og fremst að velta fyrir sér kjarnasvæðinu sjálfu þ.e. Norður-íshafinu, enda mun ísinn á jaðarsvæðunum bráðna hvort sem er. Á norður-Íshafinu skiptir aldur og þykkt íssins máli og þar hefur langtímaþróunin verið sú að ísinn hefur verið að þynnast og yngjast. Sérstaklaga var það áberandi eftir metbráðnunina 2007. Nýliðinn vetur er sagður hafa verið frekar hagstæður fyrir ísinn, ekki þá vegna kulda heldur frekar vegna hagstæðra veðurskilyrða sem tengjast óvenju neikvæðri heimskautalofthringrás (Arctic Oscillation) sem þýtt hefur hærri loftþrýstings og minni lægðargang. Það er sagt hafa valdið því að minni ís hafi borist út frá heimskautasvæðinu en annars, en aðalútgönguleið undankomuleið hafíssins liggur um Fram-sund milli Grænlands og Svalbarða. Þetta gæti þýtt traustari ís sem minnkar líkur á metbráðnum sem slær út sumarið 2007. Við sjáum þó til með það.

Hægt er að lesa gestapistil Emils á Loftslag.is:

 

average monthly data from 1979-2009

Tengt efni af Loftslag.is:


mbl.is Hafísinn hefur breiðst út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband