25.4.2010 | 10:11
Yfirlýsing GSA um loftslagsbreytingar
Á fundi í síðustu viku, uppfærði GSA (Geological Society of America Jarðfræðafélags Bandaríkjanna) yfirlýsingu sína um loftslagsbreytingar og vísindin þar á bakvið. Þar segir meðal annars, lauslega þýtt:
Rannsóknir síðustu áratugi hafa sýnt að loftslag er að breytast, bæði vegna náttúrulegra ástæðna og mannlegra athafna. Jarðfræðafélag Bandaríkjanna (GSA) tekur undir mat Bandarísku Vísindanefndarinnar (National Academies of Science 2005), Bandaríska Rannsóknarráðsins (National Research Council 2006) og Loftslagsnefndar Sameinuðu Þjóðanna (Intergovernmental Panel on Climate Change IPCC 2007) um að hnattrænt loftslag hafi hlýnað og að mannlegar athafnir (mest losun gróðurhúsalofttegunda) sé megin ástæða hlýnunarinnar frá miðri síðustu öld. Ef áfram heldur sem horfir, þá megi búast við því að hnattrænn hiti í lok þessarar aldar muni hafa töluverð áhrif á menn og aðrar lífverur. Að taka á aðsteðjandi vanda vegna loftslagsbreytinga mun krefjast aðlögunar að breytingunum og átaks í að draga úr losun CO2 af mannavöldum.
Í yfirlýsingunni er meðal annars rakið að hægt sé að útiloka skammtímaáhrif af völdum eldvirkni og El Nino og svo segir:
Niðurstaðan er sú að styrkur gróðurhúsalofttegunda, sem er að breytast af mannavöldum, og sveiflur í sólvirkni eru einu þættirnir sem gætu mögulega breyst nógu hratt og nógu lengi til að skýra út mældar breytingar á hnattrænum hita. Þótt þriðja skýrsla IPCC hafi ekki útilokað að allt að 30% af loftslagsbreytingunum gætu verið af völdum sveifla í sólvirkni frá 1850, þá hafa mælingar á sambærilegum stjörnum og nýjar hermanir á þróun sólvirkni sólar lækkað það mat. Í fjórðu skýrslu IPCC er niðurstaðan sú að breytingar í sólvirkni, sem hefur verið samfellt mælt frá árinu 1979, nemi einungis um 10% af þeirri hlýnun sem orðið hefur síðastliðin 150 ár.
Heimildir og ítarefni
Fréttatilkynning GSA má finna hér: Geological Society of America Adopts New Position Statement on Climate Change
Lesa má yfirlýsinguna í heild hér: GSA Position Statement on Climate Change. Adopted October 2006; revised April 2010
National Academies of Science (2005). Joint academes statement: Global response to climate change.
Tengt efni á loftslag.is
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.