Miðaldabrellur

Bloggfærsla þýdd af Skeptical Science og einnig birt þar. Höfundur Mark Richardson

Hokkíkylfan er víðfræg í heimi loftslagsbreytinga, en efasemdamenn eiga þó sín eigin línurit sem þeir segja að sýni fram á að hún sé röng. Eitt af þeim vinsælli er línurit frá árinu 1990 sem tekið er úr IPPC skýrslu, sem sýnir hlýnun miðalda.


Mynd 1 – Mat fyrstu úttektar IPCC á hitabreytingum í Evrópu frá árinu 900.

Hér fyrir neðan má síðan sjá hvernig línuritið leit út í “heimildamynd” Durkin, The Great Global Warming Swindle:


Mynd 2 – Sama mynd og ofan, lítillega breytt fyrir The Great Global Warming Swindle, takið eftir textanum NOW.

Niðurstaða nýjustu rannsókna benda til að miðaldarhlýnunin hafi að meðaltali verið kaldari en hitastig er í dag, en myndir eins og The Great Global Warming Swindle, bloggsíður og hugmyndabankar (e. think tanks) olíuiðnaðarins segja annað – og nota til þess myndir eins og hér fyrir ofan. Svo virðist sem þessar myndir séu byggðar á línuriti sem birtist í grein eftir Lamb 1965:

 

Gögnin eru hitastigsbreytingar fyrir mið England, en eftir 1680 þá er notað 50 ára meðaltal á hitamælingum HadCET. Sem betur fer hafa mælingar haldið áfram frá því þessu línuriti lauk (sem var í kringum 1920), þannig að hægt er að athuga hver hitinn nú er í raun og veru. Á mynd 4 sjáum við HadCET með 10 ára meðaltali (punktalína) og 50 ára meðaltali (heil lína). Við framlengjum 50 ára meðaltalið og þá kemur í ljós að hitastig nú er um 0,35°C meira en í síðasta punkti í grein Lamb. En þar sem hlýnun jarðar jókst gríðarlega upp úr 1980 þá vantar töluvert upp á að það sýni rétta mynd, miðað við stöðuna í dag. Því er gott að hafa til samanburðar 10 ára meðaltal og þá sjáum við að hitastigið hefur aukist um sirka 1°C frá síðusta punkti Lamb.


Mynd 4 – HadCET gögn frá árinu 1680, með 10 ára hlaupandi meðaltali (punktalína) og 50 ára hlaupandi meðaltali (heil lína).

Ef skoðuð er aftur mynd 2, þá er merkt inn hægra megin, með stórum stöfum, NOW og svo virðist vera sem að sú mynd sé því í raun að segja okkur að núverandi hitastig sé hið 50 ára meðaltalið sem er með miðgildi á öðrum áratug 20. aldar. Þar sem við lifum á 21. öldinni þá er það svolítið kjánalegt. Hér fyrir neðan eru merkt inn tvö NOW. Hið neðra sýnir nýjasta 50 ára meðaltal og hið efra sínir nýjasta 10 ára meðaltal:


Mynd 5 – Hvar erum við nú? Neðri línan sem merkt er NOW sýnir hvar við erum miðað við nýjasta 50 ára hlaupandi meðaltal. Efri sýnir aftur á móti hvar við erum miðað við 10 ára meðaltal.

The Great Global Warming Swindle og aðrar heimildir efasemdamanna sem sýna þessa mynd og segja að miðaldarhlýninin hafi verið heitari en hitinn er í dag, eru ekki að sýna heildarmyndina. Þær eru að sýna, að á mið Englandi var hlýrra í kringum árið 1200 heldur en það var árið 1920 – í raun eru þessar heimildir einnig að sýna að síðasti áratugur er heitari en hvaða 50 ára tímabil línuritsins, að meðtöldu miðaldarhlýnuninni, þ.e. ef við framlengjum þau gögn sem til eru til dagsins í dag.

Margar samskonar myndir eru í hávegum hafðar á efasemdasíðum, en þessi mynd er einstaklega uppfræðandi, þar sem hún sýnir þrjár af algengustu brellunum við að fela hlýnunina. Fyrsta brellan er að fela hitastigskvarðann og/eða gildi hitastigsins. Önnur brellan er að velja eitt landsvæði í heiminum og sú þriðja er að klippa í burtu eða hunsa mælingar sem sýna undanfarna hlýnun.

Það virðist vera til töluvert af dæmum frá ýmsum svæðum heims þar sem hlýrra var á miðöldum og þó að flestar rannsóknir bendi til að, hnattrænt séð, nú sé hlýrra en þá, þá er ljóst að vísindamenn halda áfram að rannsaka fornloftslag (ef það var hlýrra, þá myndi það benda til að jafnvægisvörun væri hærri). Það er þó mikilvægt að vega og meta sönnunargögn sem að manni er rétt – þau geta verið misvísandi eins og dæmin sanna.

Tengdar færslur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Einmitt.  Þetta er ein vinsælasta brellann hjá þeim.

Furðulegt hve margir gleypa þetta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.4.2010 kl. 12:53

2 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Ef einhvern langar til að sjá síðasta naglann í líkkistu hokkíkylfugrafsins má sjá hann í þessari grein hér:

 http://www.ft.com/cms/s/0/162b0c58-47f5-11df-b998-00144feab49a.html

(ath. að ókeypis skráning hjá Financial Times (www.ft.com) getur reynst nauðsynleg til að sjá greinina)

Sá sem rak naglann er prófessor David Hand, forseti konunglega breska tölfræðingafélagsins (Royal Statistical Society). Varla er hægt að öðlast meiri virðingu í hópi vísindamanna en hann hefur náð. Hann kom að þessu máli í tengslum við rannsókn á Climategate.

Í stuttu máli er niðurstaða hans sú eftir að hafa kannað tölfræðina á bak við hokkíkylfugrafið að það sé byggt á óviðeigandi tölfræðiaðferðum sem ýki nýlega hlýnun.

Til viðbótar lýsir hann furðu sinni á því að rannsókn sem byggi að miklu leyti á tölfræðiúrvinnslu hafi ekki verið framkvæmd í nánu samstarfi við atvinnumenn í tölfræði (professional statisticians).

Með öðrum orðum segir hann að tölfræðiþáttur rannsóknarinnar hafi verið framkvæmdur af mönnum sem höfðu ekki til þess bæra þekkingu. Þetta kemur mér ekki á óvart eftir að hafa sjálfur skoðað fúskið sem viðgekkst í forritun hjá tengdum aðilum.

Áður en David Hand verður afgreiddur sem efasemdarmaður sem ekkert sé að marka, er rétt að taka fram að hann segir að ekki megi taka þetta sem afsönnun á loftslagsvísindum sem styðja við hlýnun af mannavöldum. Hann meira að segja ásakaði efasemdarmenn um að taka ákveðin atriði og blása þau út.

Eftir stendur hins vegar að búið er að afgreiða hokkíkylfugrafið sem vísindafúsk.

Finnur Hrafn Jónsson, 1.5.2010 kl. 14:31

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir tengilinn Finnur. Ekki veit ég hvort þú hefur lesið alla greinina, en það er að mínu mati alls ekki búið að reka "síðasta naglann í líkkistu hokkíkylfugrafsins" eins og þú kýst að orða það. Ég tel að það sé orðum aukið hjá þér, svo ekki sé dýpra í árina tekið.

Að mínu mati er það vel mögulegt að hægt sé að fá nákvæmari eða örlítið aðra niðurstöðu með því að greina gögninn aftur, það er einmitt það sem er eitt af einkennum vísindanna að leiðrétta ef gögnin ef hægt er og það er talið þurfa. Ef marka má þennan ágæta mann prófessor David Hand, þá er hann í raun að segja að það megi væntanlega gera tölfræðigreininguna betur. Í greininni kemur m.a. fram, haft eftir prófessor Hand:

"Prof Hand said his criticisms should not be seen as invalidating climate science. He pointed out that although the hockey stick graph – which dates from a study led by US climate scientist Michael Mann in 1998 – exaggerates some effects, the underlying data show a clear warming signal.

He accused sceptics of “identifying a few particular issues and blowing them up” to distort the true picture. The handful of errors found so far, including the exaggerated hockey stick graph and a mistaken claim by the Intergovernmental Panel on Climate Change that Himalayan glaciers would disappear by 2035, were “isolated incidents”, he said. “If you look at any area of science, you would be able to find odd examples like this. It doesn’t detract from the vast bulk of the conclusions,” he said."

Reyndar er það rangt hjá þér Finnur að Hand sjálfur lýsi í þessari grein furðu sinni á því að rannsókn sem byggi á tölfræði hafi ekki verið framkvæmd í samstarfi við tölfræðinga. Þetta er atriði sem tekið er beint úr skýrslu vísindanefndar breska þingsins sem Lord Oxburgh leiddi og kemur líka fram í frétt um málið á loftslag.is, hér er tilvitnunin af FT:

“It is very surprising that research in an area that depends so heavily on statistical methods has not been carried out in close collaboration with professional statisticians,” the report concluded.

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.5.2010 kl. 15:22

4 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Að sjálfsögð standa eða falla ekki kenningar um hlýnun af mannavöldum með hokkíkylfugrafinu. Undarlega snögg hækkun hita á 20 öldinni sem sést á grafinu hefur þó verið talin til marks um mikla hlýnun, óútskýranlega nema fyrir áhrif af mannavöldum.

Hokkíkylfugrafið var mjög áberandi í umfjöllun um hlýnun af mannavöldum um aldamótin og árin á eftir. Því er eðlilegt að efasemdarmenn hafi beint sjónum sínum að því. Mér finnst því að efasemdarmenn eigi að frá prik fyrir gagnrýni sína sem nú hefur loks fengið fulla staðfestingu að mínu mati.

David Hand var einn af skýrsluhöfundunum þar sem gagnrýnin um að ekki hefði verið stuðst við tölfræðinga kom fram, þannig að það telst varla mikil ónákvæmni að tengja ummælin beint við hann.

Mér finnst líka merkilegt að Hand skuli nefna hokkíkylfuna í sömu andrá og Himalayjahneykslið.

Eitt af því sem læra má af hokkíkylfumálinu er það að greinin þar sem myndin kom fram hjá Mann og félögum hefði aldrei átt að fást birt ef jafningjarýniferlið hefði virkað rétt. Í fyrsta lagi gat Mann á þeim tíma ekki lagt fram frumgögnin sem lágu að baki greinarinnar og í öðru lagi má vera ljóst núna að greinin var ekki yfirfarin af hæfum tölfræðingi.

Varðandi hin atriðin í greininni sem þú nefnir til Svatli, vissi ég að ég gæti treyst því að þú myndir halda þeim til haga.

Finnur Hrafn Jónsson, 1.5.2010 kl. 18:30

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þessi grein sem þú vitnar í Finnur er alls ekki til þess fallinn að fella rannsóknir Dr. Mann og félaga. Hand bendir á hluti sem hann telur að þurfi að skoða betur en nefnir þar að auki að gögnin hafi skýra hlýnunarleitni. Það er ekkert í þessari grein sem er til þess fallið að hægt sá að lýsa yfir andláti hokkíkylfugrafsins, eins og þú virðist álíta Finnur. 

Til þess að rannsókn Mann geti mögulega orðið úreld, þá þarf að koma fram rannsókn sem sýnir fram á að gögn Dr. Mann og félaga séu röng, sú rannsókn hefur ekki komin fram enn sem komið er. Jafnvel þó að fram kæmi að þau væru að hluta til röng, þá er allt eins líkur á því að hið nýja graf hefði hokkísylfuleitnina, eins og t.d. rannsókn (Wahl 2007), sjá hér undir, þar sem gerður var samanburður við upphaflega hokkíkylfugrafið.

 

Original hockey stick graph (blue - MBH1998) compared to Wahl & Ammann reconstruction (red). Instrumental record in black (Wahl 2007).

Ítarefni af loftslag.is:

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.5.2010 kl. 19:39

6 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Finnur: Kíktu aftur á mynd 1 (sem er að hluta byggð á mældum gildum frá Englandi eftir 1680). Ef við klárum ferilinn fram til dagsins í dag, með því að bæta mynd 4 við mynd 1, þá fáum við þessa mynd (þurfti að skala mynd 4 til að hún passaði við hina):

Vara skal þó að taka alveg mark á þessari mynd, því hún sýnir hvernig hitastig var staðbundið á Mið Englandi og að auki er fyrri hluti myndarinnar byggður á mati á hitastigi sem gert var upp úr miðja síðustu öld. Hokkíkylfan og fleiri sambærileg gröf (líkt að Sveinn bendir á hér fyrir ofan eru mun áreiðanlegri við að meta hitastig yfir stærra svæði).  

Þú segir um hokkíkylfuna: 

Undarlega snögg hækkun hita á 20 öldinni sem sést á grafinu hefur þó verið talin til marks um mikla hlýnun, óútskýranlega nema fyrir áhrif af mannavöldum.

Þetta virðist bara vera málið - jafnvel þó maður noti úrelt graf sem efasemdamenn nota og sýnir staðbundin hita og uppfæri það - þá er málið þetta - það er óvenjumikil hlýnun á 20. öldinni.

Það, þrátt fyrir að sólvirkni sé búin að vera á niðurleið undanfarna áratugi, þá er hitastigið á ákveðinni leið upp á við. Hvernig útskýrirðu það Finnur?

Myndin sýnir árlegt hnattrænt hitastig jarðar (þunn rauð lína) með 11 ára meðatalslínu (þykk rauð lína). Hitastig frá NASA GISS. Árleg sólvirkni - TSI (þunn blá lína) með 11 ára meðaltalslínu TSI (þykk blá lína). TSI frá 1880-1978 frá Solanki. TSI frá 1979-2009 frá PMOD.

En varðandi þessa villandi framsetningu sem skrifað er um í þessari færslu, hvers vegna blogga efasemdamenn ekki um slíkt? Ég hef ekki séð þig gagnrýna Ágúst þegar hann sýnir þessa mynd (eða sambærilegar).

Höskuldur Búi Jónsson, 1.5.2010 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband