Miðaldir og Loehle

Hér er færsla sem einnig er birt á loftslag.is, sjá Miðaldir og Loehle

Oft er bent á Loehle (2007) til að sýna fram á að miðaldarhlýnunin hafi verið einstök og að hlýnunin nú blikni í samanburði við þá (sjá t.d. bloggsíðu Karls Jóhanns hér):

Þetta graf var reyndar leiðrétt ári seinna (Loehle 2008) og leit þá svona út:

Það sem hvað helst mælir á móti þessu línuriti er að eingöngu  eru notuð 18 gagnasöfn og því er oft bent á að þetta sé varla lýsandi fyrir hnattrænan hita, sérstaklega þar sem einungis þrjú gagnasöfn hans koma frá Suðurhveli Jarðar:

Staðsetning gagnasafns Loehle (2008).


Annar galli er að þótt það líti þannig út, ef maður lítur snöggt á grafið, að hlýnunin á miðöldum sé mun meiri en nú – þá sýnir myndin ekki hita eftir 1935. Loehle fer reyndar ekki leynt með það en efasemdamenn ræða það sjaldnast. Einnig benda þeir oft á tíðum á óleiðrétta línuritið frekar en það leiðrétta – sem er bagalegt og bendir til ónákvæmra vinnubragða.

Það sem efasemdamann telja, að geri þetta línurit betra en önnur línurit, er að hér er ekki notast við trjáhringjagögn - á það má benda að línuritið sem að efasemdamenn hafa hvað minnsta trú á (hokkíkylfa Manns o.fl), er nánast eins með og án trjáhringjagagna:

Hokkíkylfan. Öll gögnin (græn lína), án trjáhringjagagna (blá lína). Mann o.fl. 2008.



Loehle og núverandi hlýnun

En burt séð frá því hvort gögn hans hafi verið fullnægjandi, þá ná þau ekki fram til hlýnunarinnar sem er nú, heldur eingöngu fram til ársins 1935.

Dr. Roy Spencer er einn af þeim sem hefur notað leiðrétta línuritið frá 2008 og hefur bætt við gögnin mælingar frá Met Office til að lengja línuritið fram til loka síðustu aldar (þunna bláa punktalínan sýnir viðbæturnar):

Þarna á að sjást að hlýnunin nú er ekki búin að ná þeim hæðum sem að miðaldarhlýnunin náði. Þannig hefur hann náð að sannfæra ansi marga um að hlýnunin nú sé minni en á miðöldum. Hér á landi hefur þetta línurit (eða sambærilegt) verið íslenskað af Ágústi Bjarnasyni og notað á sama hátt, þ.e. til að sýna fram á að miðaldarhlýnunin sé einstök (sjá t.d. hér):

Þýðing Ágústs Bjarnasonar á teikningu Dr. Roy Spencer


Þess ber að geta að línuritið sem Ágúst notar er að öllum líkindum teiknað eftir óleiðréttu gögnum Loehle (2007).

En er þetta réttmæt mynd af hitastigi síðastliðinna tvö þúsunda ára ef miðað er við gögn Loehle? Áhugamaður um loftslagsbreytingar að nafni Rob Honeycutt, hafði samband við Loehle sjálfan og eftir töluverð samskipti þá afhenti Loehle honum hitagögn með sambærilegu vegnu meðaltali frá HadCRU (29 ára meðaltal) – til að framlengja línurit Loehle fram til loka síðustu aldar. Hann teiknaði það upp og fékk eftirfarandi mynd:

Svo virðist vera, að þrátt fyrir allt þá sé hlýnunin undanfarna áratugi einstök síðastliðin 2000 ár. Ef við síðan berum rannsókn Loehle  saman við önnur línurit þar sem metið hefur verið hitastig síðastliðin 2000 ár (Mann o.fl., Crowley og Lowery, Jones o.fl., Moberg og Shaolin o.fl.), þá sést að þrátt fyrir allt, þá er enginn vafi á því að hlýnunin nú er óvenjuleg – einungis er spurningin sú, hversu mikið meiri er hlýnunin nú en á miðöldum:

Þannig að þó notuð séu gögn Loehle (sem þykja byggð á of fáum gagnasöfnum), þá er ljóst að niðurstaðan er sú að hlýnunin nú er meiri en á miðöldum.

Heimildir

Loehle 2007 og 2008 má finna í sama skjalinu hér (leiðréttingin er í enda skjalsins): A 2000-Year Global Temperature Reconstruction Based on Non-Treering Proxies (+correction)

Sjá einnig samanburð á völdum myndum úr þessari færslu í Viðauka.

Tengdar færlsur á loftslag.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband