Miðaldaverkefnið

Við höfum lengi ætlað að fjalla um heimasíðuna CO2 Science eða réttara sagt um Miðaldaverkefni þeirra og jókst áhuginn á því töluvert við að sjá nýlega íslenska bloggfærslu þar sem þeirri síðu er meðal annars hampað. Þeir sem halda síðunni út er “rannsóknamiðstöðin” Center for the Study of Carbon Dioxide and Global Change en markmið þeirra er að dreifa:

…factual reports and sound commentary on new developments in the world-wide scientific quest to determine the climatic and biological consequences of the ongoing rise in the air’s CO2 content

Heimasíðan virðist þó aðallega vera eins konar viðkomustaður þeirra sem að hafa efasemdir um kenninguna um gróðurhúsaáhrifin að leiðarljósi, enda er oft vísað til síðunnar þegar efasemdamenn benda á “staðreyndir” sem sýna fram á að hlýnun jarðar af mannavöldum sé byggð á hæpnum grunni. 

Þarna virðist vera á ferðinni fjölskyldufyrirtæki, þar sem Idso fjölskyldan (Craig, Sherwood, Keith og Julene) ræður ríkjum. Þau segja að umræða um hvaða fjársterku aðilar standa á bakvið síðunni skipti ekki máli því að rannsóknirnar sem síðan bendir á tali sínu máli. Milli áranna 1998 og 2005 fékk þetta fjölskyldufyrirtæki um 90 þúsund dollara í styrk frá olíurisanum Exxon (á núverandi gengi er það um 12 milljónir króna).

Miðaldaverkefnið

Eitt af stærri verkefnum heimasíðunnar er að taka saman heimildir sem sýna eiga fram á að miðaldarhlýnunin sé meiri en hlýnunin nú og því sé ekkert óvenjulegt í gangi. Á heimasíðunni er hægt að fletta upp á miklum fjölda heimilda og línurita sem sýna miðaldarhlýnunina – með þeirra túlkunum. Með þessu nota þeir algenga aðferð sem sést oft meðal efasemdamanna, en það er að birta ekki eina rannsókn sem að “styður” þeirra málstað – heldur fjöldan allan af rannsóknum. Svo hafa þeir þær rannsóknir sem þeir telja að styðji þeirra skoðun mest áberandi og flokka niður eftir gæðum - samkvæmt þeirra mati. Þetta gera þeir í trausti þess að  fáir hafi nennu né getu til að fletta í gegnum allt gagnasafnið og benda á misfærslur við túlkun þeirra á hverri einustu rannsókn. Svo virðist ómögulegt að fá leiðréttingu – þegar búið er að benda þeim á misfærslur.

Á loftslag.is má finna nánari útlistingu á rangfærslum og mistúlkunum sem finna má á heimasíðunni CO2 Science og systursíðu hennar Science Skeptical Blog, þó alls ekki sé það tæmandi lýsing.

Sjá Miðaldaverkefnið

Sjá einnig tengt efni á loftslag.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Kærar þakkir Höski Búi og Svatli fyrir að vekja athygli á pistli mínum. Ég er ykkur mjög þakklátur. Ekki vegna umfjöllun ykkar um co2science.org og fræðimannanna sem að henni standa, heldur vegna hinna fjölmörgu vísindamanna og vísindagreina þeirra sem vitnað er til á síðunni, en þar á meðal eru merkir íslenskir vísindamenn.

Ég þykist þess fullviss að þið hafið, eins og fjölmargir aðrir hugsandi menn, mikinn áhuga á hlýskeiðum sem komið hafa á undanförnum árþúsundum, og síðan horfið. - Ekki þó sporlaust.

Eins og þið gerið, þá hvet ég lesendur eindregið til að kynna sér vel vefsíðuna  CO2 Science.

Enn og aftur: Kærar þakkir fyrir samstarfið.

Ágúst H Bjarnason, 8.5.2010 kl. 11:42

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Nei, þakka þér Ágúst, fyrir að sýna okkur hvaðan ósköpin öll af mistúlkunum koma. Það er augljóst eftir þessa greiningu okkar á CO2 Science (og systursíðu þeirra) að maður verður að taka með mikilli varúð það sem þar stendur - ótrúlegt hvað þeir bjóða upp á. Sjá nánar hér - Miðaldaverkefnið

Höskuldur Búi Jónsson, 8.5.2010 kl. 12:05

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Mér finnst reyndar merkilegt að Ágúst sé okkur þakklátur fyrir að vekja athygli  á pistli, sem virðist vera byggður á grunni rangtúlkanna CO2 Science um rannsóknir alvöru vísindamanna.

Síðan CO2Science vitnar í mikið af vísindagreinum, en það virðist ekki allt vera á sanngjörnum nótum gagnvart þeim vísindamönnum sem vitnað er í og niðurstöðum og túlkunum höfunda síðunnar verður að taka með mikilli varúð, vegna rangtúlkana sem að oft á tíðum eru ekki augljósar nema maður skoði greinarnar sem á bak við standa.

Sveinn Atli Gunnarsson, 8.5.2010 kl. 20:19

4 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ágúst: Hvað þýða aftur orðin sem skipa veglegan sess á heimasíðu þinni:

Audiatur et altera pars

Er það ekki eitthvað á þá leið: "Hlustaðu á allar hliðar málsins" eða eitthvað sambærilegt?

Nei, bara að velta fyrir mér af hverju þú lokar skyndilega á athugasemdir á heimasíðu þinni? 

Höskuldur Búi Jónsson, 8.5.2010 kl. 22:30

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þar sem Ágúst H. Bjarnason hefur tekið þá ákvörðun að ritskoða mig, þá hef ég ákveðið að setja athugasemd þá sem hann af einhverjum ástæðum taldi ekki birtingarhæfa hér inn og vonandi opnar hann aftur fyrir athugasemdir og hleypir henni í gegn. Samhengið má sjá í færslu Ágústar, Um hlýindin á miðöldum -- Gagnvirkt heimskort...

...

Ágúst, mig langar að benda á að það er þú sjálfur sem blandar eins og þú orðar það "...deilum um meinta hnatthlýnun af mannavöldum í umræðuna." með þessum orðum.

að fá einhverja hugmynd um hvort hlýindin á miðöldum hafi verið hnattrænt fyrirbæri eða ekki, og hvort álíka hlýtt hafi verið þá og nú.

Þarna ert þú að mínu mati að koma inn á hlýindin í dag, þó svo þú komist síðar í mótsögn við þetta með eftirfarandi orðum:

Þessi pistill fjallar eingöngu um það sem gerðist á síðustu árþúsundum, en ekki um það sem gæti verið í vændum. Hann fjallar því alls ekki um loftslagsmál nútímans.

En það er svo annað mál að það má alveg ræða hlýindin á miðöldum án þess að koma inn á loftslagsbreytingar nútímans, það er í raun ekki aðalatriðið hvort það hefur verið heitara áður, ef hitastigið í dag er að stíga af völdum aukins styrks gróðurhúsalofttegunda eins og lang flestir vísindamenn telja. Síðan CO2Science fjallar að nokkru leiti um loftslagsbreytingar nútímans, og það virðist ekki allt vera á sanngjörnum nótum gagnvart þeim vísindamönnum sem vitnað er í og niðurstöðum og túlkunum höfunda síðunnar verður að taka með mikilli varúð, vegna rangtúlkana sem að oft á tíðum eru ekki augljósar nema maður skoði greinarnar sem á bak við standa.

En að efninu sem tala má um, hærra hitastig hér á norðurslóðum á miðöldum hefur væntanlega orðið til þess að auðveldara var að nema land á Íslandi, stunda ýmiskonar landbúnað á norðurslóðum og ýmsu fleiru eins og þú nefnir Ágúst.

...

Til viðbótar langar mig að setja inn tengil á nýlega færslu á loftslag.is, sem Höskuldur bendir einnig á hér að ofan, sjá Miðaldaverkefnið.

Sveinn Atli Gunnarsson, 9.5.2010 kl. 10:35

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já, það er allur gangur á þessu.

En varðandi þessi samtök þarna Center for the Study of Carbon Dioxide and Global Change - þá sýnist mér í fljótu bragði stóra vandamálið vera að þau skorta það sem kallað er á ensku credibility.  Er ekki líka bottom lænið hjá þeim að mengun sé góð fyrir jörðina. Komu þeir ekki eitthvað að videoinu þarna - "The greening of the planet earth continues"  sem einhver olíusamtök fjármögnuðu ?  Jú, mig grunar það.

Miklu vísindalegra að kanna hvað Dr. Mann segir:  "Though the medieval period appears modestly warmer globally in comparison with the later centuries of the Little Ice Age, some key regions were in fact colder. For this reason, we prefer to use 'Medieval Climate Anomaly' to underscore that, while there were significant climate anomalies at the time, they were highly variable from region to region."

http://www.eurekalert.org/pub_releases/2009-11/ps-prc112309.php

Og þeir Michael E. Mann, Zhihua Zhang, Scott Rutherford, Raymond S. Bradley,
Malcolm K. Hughes, Drew Shindell, Caspar Ammann, Greg Faluvegi, Fenbiao Ni byggðu rannsóknir sínar og niðurstöður á óendanlega mörgum trjáhringja og kóral gögnum og eg veit ekki hvað og hvað, samanburði fram og til baka o.s.frv.  á sjá greinina hér, og ekkert mjög langt síðan hún birtist, held eg:

http://www.meteo.psu.edu/~mann/shared/articles/MannetalScience09.pdf

þýðir bara ekkert að láta svona.  Samkvæmt vísindalegum bestu gögnum er menn hafa á þessari stundu var ekkert glóbal hlýindaskeið í heiminum á Miðöldum sambærilegt við nútímann.  Langt í frá.  Og bara hugsnavilla að stagglast alltaf á "hlýindaskeið á Miðöldum"

Á árabilinu sirka 8/900 - 12/1300 var nokkuð hlýtt á stöku stað, sérstaklega á N-hveli svo sem í kringum Grænland.  Og það var sko heldur ekki einhver alsherjarhlýnun á þessu árabili á stöku stað.  Nei nei.  Það var upp og niður eftir árum og allur gangur á þessu.

Glóbal hlýnunin núna á ekkert sameiginlegt með þessu. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.5.2010 kl. 15:01

7 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ómar: Góðir punktar og takk fyrir þetta. Miðað við það sem ég hef lesið um "Miðaldahlýnunina", þá get ég ekki verið meira sammála þér.

Höskuldur Búi Jónsson, 9.5.2010 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband