Heitasti apríl og tímabilið janúar - apríl

Helstu atriðið varðandi hitastig aprílmánaðar á heimsvísu

  • Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir apríl 2010 var það heitasta samkvæmt skráningum, með hitafráviki upp á 0,76°C yfir meðalhitastigi 20. aldarinnar. Þetta var 34. aprílmánuðurinn í röð sem var yfir meðaltali 20. aldarinnar.
  • Hitastig hafsins á heimsvísu var 0,57°C yfir meðaltali 20. aldarinnar, og var það heitasta í apríl samkvæmt skráningum. Hitastigið var mest áberandi á hafsvæðum við miðbaug, sérstaklega í Atlantshafinu.
  • Hitastig á landi á heimsvísu var það 3. heitasta fyrir mánuðinn samkvæmt skráningu, með hitafrávik upp á 1,29°C yfir 20. aldar meðaltalið.
  • Fyrir tímabilið janúar – apríl var sameinað hitastig fyrir bæði land og haf, með hitafrávik upp á 0,69°C yfir meðaltalið það heitasta fyrir tímabilið síðan mælingar hófust.

Apríl 2010

Helstu atriði sýnd á myndum og gröfum, bæði fyrir mánuðinn og tímabilið janúar – apríl.

Í töflunni hér fyrir neðan má lesa helstu tölur varðandi hitastig fyrir aprílmánuð 2010.

tafla_april_2010_moggablogg.png

 Í grafinu hérundir má sjá þessi gögn í öðru ljósi:

Og svo að lokum hitafrávikin fyrir tímabilið janúar – apríl 2010.

Eins og sést þá hefur hitastigið það sem af er árinu verið í hæstu hæðum. Samkvæmt NASA, þá eru síðustu 12 mánuðir einnig þeir heitustu frá því mælingar hófust.

Heimildir og annað efni af loftslag.is:

 


mbl.is Heitasti aprílmánuður sögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bý á Spáni. Kaldast apríl síðan mælingar hófust fyrir 120 árum. Öll Evrópa undirlögð af kulda og allir að verða vitlausir. Þessi frétt er áróður og þeir sem hafa upplifað kuldann, taka lítið mark á henni.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 11:21

2 Smámynd: Davíð Björn Þórisson

Get tekid undir thetta, her i sudur Svithjod hefur verid skitakuldi sidan i desember thegar thad snjoadi fyrst. Vanalega tollir snjor her i nokkra daga en nu var hann samfellt i 3 manudi og enginn herna hafdi sed annad eins snjomagn adur. Nu um midjan mai er varla haegt ad segja enntha ad thad se komid sumar, hitastigid verid a bilinu 8-10 gradur i mai.

Eg vildi gjarnan fa ad vita hvad veldur thessum kulda i Evropu (vestur amk)?

Davíð Björn Þórisson, 19.5.2010 kl. 12:36

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það getur svo sem vel verið að það hafi verið kalt á Spáni eða hluta landsins í apríl, ertu með einhverja heimild fyrir því að mánuðurinn hafi verið sá kaldasti í 120 ár á Spánni.

En þrátt fyrir að hugsanlega hafi verið kalt á Spáni og staðbundið í Evrópu, þá erum við að skoða hnattrænt meðalhitastig aprílmánaðar og það var það heitasta fyrir aprílmánuði síðan mælingar hófust, fyrir 131 ári, eins og sést í þessari færslu.

Sveinn Atli Gunnarsson, 19.5.2010 kl. 12:38

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ef það er áróður að april hafi mælst sá heitasti í heiminum frá upphafi mælinga þá ætti það líka að vera áróður ekki hafi verið kaldara á Spáni í 120 ár.

En ef það er óvenjukalt einhversstaðar á norðurhveli er það yfirleitt vegna þess að kaldir loftmassar hafa hafa leitað mikið til suðurs og í staðinn hafa hlýir loftmassar leitað til norðurs. Það sést líka á kortinu að það hefur verið óvenju hlýtt í Norður-Síberiu og einnig í Norður-Kanada.

Emil Hannes Valgeirsson, 19.5.2010 kl. 14:03

5 identicon

Davíð Björn:

Hér er yfirlit frá sænsku veðurstofunni fyrir apríl.

http://www.smhi.se/klimatdata/meteorologi/temperatur

Hiti er yfir meðallagi alla 30 daga apríl. Það er bara örlítill geiri í kringum Sundsvall og Härnösand sem gæti verið undir meðallagi yfir mánuðinn. Norrland virðist vera himinhátt yfir meðallagi.

En ég kannast við lýsingu þína á vetrinum í Svíþjóð. Emil er með skýringuna hér á undan. Kaldur loftmassi hafði óvenju greiðan aðgang að Skandinavíu og fleiri stöðum. Um leið hafði hlýrra loft óvenju greiðan aðgang að norðurskautinu. Ég sá einhverja umræðu í vetur um að háloftastrengur, sem venjulega heldur þessum loftmössum í skefjum, væri í veikum fasa.

Jón Erlingur Jónsson (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 22:59

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Einar Sveinbjörnsson fjallaði eitthvað um þessa loftmassa sem réðu ferðinni, m.a. í Norður-Evrópu í vetur, hér, þar segir m.a.:

"...veðurkerfin væru öll á hvolfi ef svo mætti segja. Háþrýstingur með hlýju lofti væri yfir Vestur-Grænlandi.  Þar væru hlýindi og hiti óvænt ofan frostmarks langt norður eftir vesturströndinni. Norður fyrir 70. breiddargráðu.  Slíkt er ekki í takt við normið á þessum slóðum 10 til 20 stiga frost er eitthvað sem Grænlendingar telja eðlilega vetrarveðráttu um áramót.

...

Þegar Atlantshafsloftið berst ekki inn yfir N-Evrópu nær Rússakuldinn yfirhöndinni og A-átt verður viðvarandi í stað ríkjandi SV-áttar. Kuldar í Skandinavíu að vetri eru engin ný tíðindi, en straumar loftsins eru þeim sérlega óhagstæðir nú þegar vetur er í hámarki."

Sveinn Atli Gunnarsson, 19.5.2010 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband