Lax og silungur við loftslagsbreytingar

salmon_troutLax og silungur hafa á undanförnum áratugum fækkað – og á sumum svæðum töluvert.

Mengun, rýrnun búsvæða og ofveiði hafa hingað til verið taldir helstu sökudólgarnir, en nýjar vísbendingar benda til þess að loftslagsbreytingar geti verið helsti þátturinn og að þær ógni báðum tegundunum.

Vísindamennirnir rönnsökuðu stofn ungra laxa og silungs í ánni Wye í Wales, sem er ein af bestu stangveiðiám Bretlandseyja. Þeir fundu út að á milli áranna 1985 og 2004, þá fækkaði lax um 50% og silung um 67% – þrátt fyrir að áin sjálf yrði hreinni á þeim tíma.

Harðast urðu fiskarnir úti eftir heit og þur sumur, líkt og árin 1990, 2000 og 2003. Niðurstaðan bendir til þess að heitara vatn og lægri vatnsstaða hafi hvað mest áhrif á báðar tegundirnar. Þar sem kalt vatn er kjörsvæði laxa og silungs, þá gæti áframhaldandi hlýnun skapað enn meiri vanda fyrir þessar tegundir.

Vísindamennirnir notuðu gögn um stofnstærðir fiskanna, sem breska Umhverfisstofununin (British Environment Agency) hafði safnað á yfir 50 stöðum í ánni Wye. Hitastig vatnsins jókst á þessu tímabili um 0,5-0,7°C yfir sumartíman og 0,7-1,0°C yfir vetrartíman – en hitinn um vetrartíman ásamt minna rennsli í ánni hafði mest áhrif. Vitað er að vatnshiti hefur áhrif á vöxt og hversu viðkvæmur fiskurinn er gagnvart sjúkdómum – en minna rennsli í ám hindrar að hann komist á kaldari búsvæði.

Samanburður á laxi og silung eykur gildi þessarar rannsóknar, þar sem silungur – ólíkt laxinum – dvelst ekki í sjó. Því eru það eingöngu aðstæður í ánni sem hafa áhrif á hann.

Heimildir og ítarefni

Greinin sjálf birtist í Global Change Biology og er eftir Clews o.fl. 2010:  Juvenile salmonid populations in a temperate river system track synoptic trends in climate

Unnið upp úr frétt af Science Daily: Climate Threatens Trout and Salmon

Tengdar færslur á loftslag.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þarna vantar meiri umfjöllun um samkeppnisstöðu þessara fisktegunda í hafinu.

Í hafinu er oftast horft á einstaka fiskistofn -  án tillits til stórvaxandi friðunaraðgerða í felstum fiskistofnum -  sjaldan virðist hugað að því að fæðubrúr hafsins er takmarkað.

Ég tel það benda til ofstjórnar í friðunaraðgerðum - að afrakstur felstra stofna fer minnkandi - við hertar "stjórnunaraðgerðir"....

liklegt  má telja að ..byltingin éti börnin sín" ... í orðsins fyllstu merkingu....

svo er leitað að "utanakomandi sökuldólgum"... í stað þess að sfjalla um líffræðilega þátt málsins.....

Hvernig t.d. þróaðist vaxtarhraði þessara tilteknu stofna - eftir aldri.. (lengd/ þyngd/= holdastuðull??)

Gögn um þessa stofna - lengd/þynd - hljóta að vera aðgengileg í þessari rannsókn. Hvað gefa þau gögn til kynna??

Kristinn Pétursson, 7.6.2010 kl. 00:45

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það má taka fram að þetta er bara stutt frétt um þessa rannsókn sem fjallar um áhrif loftslagsbreytinga á lax og silung, en ekki vísindagrein í sjálfu sér. En ef vel er að gáð, þá má finna sjálfa greinina undir heimildum og ítarefni. Það er því ekkert því til fyrirstöðu fyrir áhugasama lesendur að fræðast enn frekar um efnið og þá aðferðafræði sem býr að baki. 

Sveinn Atli Gunnarsson, 7.6.2010 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband