24.6.2010 | 09:51
Samhljóða álit vísindamanna styrkist
Nýlega birtist grein í PNAS (Proceedings of the National Academy of Sciences) þar sem staðfest er samhljóða álit (e. consensus) loftslagsvísindamanna að loftslagsbreytingar séu raunverulegar og séu af völdum manna (Anderegg o.fl. 2010).
Gerð var greining á ritrýndum skrifum 1372 loftslagsvísindamanna og kom í ljós að nánast allir vísindamenn sem eru virkir á sviði loftslagsvísinda telja að loftslagsbreytingar séu af völdum manna. Í ljós kom að um 2% af þeim 50 vísindamönnum sem teljast virkastir í loftslagsvísindum eru ekki sannfærðir um að loftslagsbreytingarnar séu af mannavöldum. Svipað er upp á teningnum þegar skoðaðir eru topp 100 virkustu vísindamennirnir, en þá eru 3% ekki sannfærðir og um 2,5% af topp 200 vísindamönnunum hafa efasemdir um loftslagsbreytingar af mannavöldum. Þá kom í ljós að því meira sem vísindamenn hafa skrifað í ritrýnd tímarit - því líklegri voru þeir til að vera sannfærðir um loftslagsbreytingar af mannavöldum.
Höfundar segja enn fremur (lauslega þýtt):
Þrátt fyrir að fjölmiðlar leitist við að sýna báðar hliðar rökræðunnar um loftslagsbreytingar af mannavöldum, sem getur leitt til misskilnings meðal almennings um hvar sú rökræða stendur, þá eru ekki allir loftslagsvísindamenn jafnir hvað varðar vísindalegan trúverðugleika og sérfræðiþekkingu á loftslagskerfum.
Þá benda höfundar á að þessi umfangsmikla greining á þeim sem eru framarlega í loftslagsvísindum bendi til þess að umræða í fjölmiðlum og meðal stjórnmálamanna, sem og almenn umræða, ætti að taka mið af þessu þegar verið er að fjalla um loftslagsmál.
Þetta er í samræmi við fyrri rannsóknir af svipuðu meiði, en Doran o.fl. (2009) komust að svipaðri niðurstöðu, sjá t.d. mýtuna Vísindamenn eru ekki sammála, en þar segir meðal annars:
Það virðist sem rökræðan um ástæður hnattrænnar hlýnunar og hlutverk mannlegra athafna í henni sé lítil sem engin á meðal þeirra sem eru framarlega í að skilja vísindalegan grunn í langtíma loftslagsferlum. Helsta áskorunin viðist vera hvernig hægt er að koma þeim staðreyndum til yfirvalda og til almennings sem virðist enn halda að það séu enn rökræður um málið meðal vísindamanna. Doran o.fl. 2009
Heimildir og ítarefni
Anderegg o.fl. 2010 - Expert credibility in climate change
Doran o.fl. 2009 - Examining the Scientific Consensus on Climate Change
Tengt efni af loftslag.is
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Athugasemdir
Í miínum huga er þessi greinarstúfur í Proceedings of the National Academy of Sciences hámark lágkúrunnar og bæði höfundum hennar og félagsskapnum til ævarandi minnkunar.
Ég vil leyfa mér að benda á viðbrögð tveggja virtra vísindamanna:
The Global Warming Inquisition Has Begun
June 22nd, 2010 by Roy W. Spencer, Ph. D.
http://www.drroyspencer.com/2010/06/the-global-warming-inquisition-has-begun/
A new Balck List
Prófessor Roger Pielke jr.
http://rogerpielkejr.blogspot.com/2010/06/new-black-list.html
Þessi svarti listi (http://www.eecg.utoronto.ca/~prall/climate/skeptic_authors_table.html) minnir mig óneitanlega á vinnubrögð Stasi. Eða þá nokkuð ennþá verra.
Nú eðaþá vinnubrögð sem tíðkuðust á öldum áður:
Við hverju megum við búast næst?
Ágúst H Bjarnason, 24.6.2010 kl. 12:52
Já, þetta eru auðvitað dæmigerð viðbrögð, að líkja PNAS (Proceedings of the National Academy of Sciences) við spænska rannsóknarréttinn, af því að þetta passar ekki inn í heimsmynd einhverra ;)
En er þetta einhverskonar listi, eða black list eins og Roger Pielke jr. orðar það? Það er ekki minnsta tilraun gerð til að nafngreina einstaklinga, en samt er ráðist að PNAS af ákveðnum aðilum fyrir það eitt að gera könnun meðal loftslagsvísindamanna um málið. Sumir virðast greinilega vera viðkvæmir fyrir þessum upplýsingum.
Megin niðurstaða greinarinnar er að þegar verið er að fjalla um loftslagsmál (í fjölmiðlum og við ákvarðanatöku) að þá verði í framtíðinni minna rætt við þessi 2-3 % efasemdamanna og auka vægi hinna 97-98%. Ekki er minnst á að rétta skulli yfir fólki sem ekki er sannfært um að vísindamenn (97-98% þeirra) hafi gögn í höndum sem leiða líkum að því að hitastig hækki vegna aukina gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum. Það má því segja að viðbrögð sumra aðila sé alveg út úr korti varðandi þessa grein (kannski hittir hún á veikan punkt).
PS. Sumir af þeim sem bregðast svona við, létu sér ekki muna um að dæma loftslagsvísindin sem fals vegna climategate-málsins svokallaða, t.d. vildi Senator Inhofe dæma vísindamenn fyrir það mál. Þar voru orð vísindamanna í tölvupóstum tekin úr samhengi og spuni hinna svokölluðu "efasemdarmanna" hófst...þar var um hreinan spuna að ræða, sem hugsanlega má færa rök fyrir að sverji sig í ætt við rannsóknarréttinn, samanber Inhofe...
Sveinn Atli Gunnarsson, 24.6.2010 kl. 13:58
Ágúst:
Hver er lágkúran við það að gera könnun um það hversu stór hluti loftslagsvísindamanna eru sammála eða ósammála því að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum?
Er það ekki kjörin leið til að hjálpa almenningi, fjölmiðlum og stjórnmálamönnum að taka afstöðu til vandamálsins?
Höskuldur Búi Jónsson, 24.6.2010 kl. 14:29
Examiner.com NATIONAL:
Global warming's Stephen Schneider: The Light That Failed
The paper itself is junk science. It attempts to define climate scientists by their belief in global warming as a potential disaster and then attempts to see just how expert they are by looking at how many papers they've published and how many times other scientists cite those papers.
The project failed miserably, getting incorrect names, scientific specializations and numbers of citations. Scientists all over the internet are having an 'I'm Spartacus' moment, saying that if they are going to get lumped into the skeptic camp, at least the study could have got their names and number of publications correct.
Spencer Weart, author of The History of Global Warming, rejected the paper decisively, saying a first reading showed so many defects that the paper should never have been published. He was not alone....
Ágúst H Bjarnason, 25.6.2010 kl. 09:11
Það er vert að undirstrika að svarti listinn sem Ágúst vitnar til er ekki hluti af greininni hjá PNAS og hefur ekki beina tengingu við hana. Listinn virðist vera notaður af Ágústi til að draga athygli frá aðalatriðinu (e. red herring). Aðalatriði greinarinnar er könnuninn varðandi starfandi loftslagsvísindamenn og hug þeirra til loftslagsbreytinga af mannavöldum. Þetta aðalatriði og niðurstaða greinarinnar virðist fara fyrir brjóstið á ýmsum...þar af leiðandi er reynt að draga athyglina frá því atriði eins og hægt er.
Þó ýmislegt athyglisvert sé á listanum (þeim svarta sem Ágúst vitnar í), þá er hann fyrst og fremst einhverskonar tilraun eins manns til að halda utan um ákveðin þátt umræðunnar (til að halda því til haga, þá er vert að geta þess að höfundur listans er einn þeirra sem stendur að greininni hjá PNAS, James Prall). Þessi listi virðist vera það sem fer mest fyrir brjóstið á þeim sem kvarta undan greininni (þó ekki sé bein tenging í greininni í listann). Á þessum lista er aðeins verið að gera grein fyrir því hverjir hafa skrifað undir ákveðnar fullyrðingar varðandi loftslagsfræðin (flestar á efasemdarnótum)...þeir aðilar sem skrifuðu undir, gerðu það vegna þess að þeir vildu það sjálfir og ekki þýðir að verða súr, þó bent sé á þá staðreynd síðar...eða hvað... Aðferðafræði listans er rædd á síðunni, sjá hér.
Reyndar hafa "efasemdarmenn" með stolti haldið út eigin efasemdarlistum (samanber lista Marc Morano) um vísindamenn sem eru með efasemdir og greinar þeirra. Margir hafa í gegnum árin lent á þeim lista óumbeðið og þrátt fyrir aðrar skoðanir og aðrar rannsóknarniðurstöður en sá listi gefur til kynna... Það er í raun ekkert nýtt í þessu, en kannski erfitt að kyngja því að einhver úr "hinu" liðinu hafi gert lista "efasemdarmanna" með tengingu í þær fullyrðingar sem þeir hafa með stolti skrifað undir í gegnum tíðina. Ég sé ekki hvers vegna þeir verða fúlir yfir þessum lista (ekki er gagnrýninni beint að greininni nema að litlu leiti), nema þeir kannski skammist sín skyndilega fyrir skoðanir sínar...kannski það sé málið. Ef ekki þá ættu þeir að vera stoltir yfir því að vera á listanum...
En mergur málsins er þó að minnst af gagnrýni "efasemdarmanna" er á greinina sjálfa, heldur er meira rætt um þennan lista og reynt að tengja við spænska rannsóknarréttinn eða aðgerðir stasi hér áður (eins og kemur fram á sumum bloggsíðum "efasemdarmanna"). Þetta er kallað á ensku "red herring" eða að draga athyglina frá aðalatriðinu...en það er einmitt það sem margir í hópi "efasemdarmanna" er bestir í...
Sveinn Atli Gunnarsson, 25.6.2010 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.