Mýtusíðan fær andlitslyftingu

Í tilefni af uppfærslu á einni af föstu síðunum, þá birtum við hana hér til upplýsinga. Hægt er að nálgast hana uppfærða hér til hægri undir tenglinum Mýtur á loftslag.is, en reglulega bætast við nýjar í sarpinn. Þá má  benda á að nú þegar er búið að skrifa mýtur þær sem eru skástrikaðar, en þær bíða þess að færast yfir á mýtusíðuna. Einnig er fjöldinn allur af mýtum sem ekki er búið að skrifa um.

prometeusÝmsar mýtur eru í gangi varðandi ástæður loftslagsbreytinga og hvort loftslagsbreytingar eru yfirhöfuð raunverulegar. Auðvitað er holt að efast, en það getur verið leiðigjarnt til lengdar að vera sífellt að hrekja sömu mýturnar, mýtur sem fátt bendir til að standist vísindalega skoðun. Við á loftslag.is höfum því tekið saman ýmsar mýtur sem eru í gangi í loftslagsumræðunni og er það ósk okkar að með því sé hægt að útiloka smám saman misvísandi upplýsingar sem eru í gangi í loftslagsumræðunni.

Loftslag.is er í samstarfi við Skeptical Science og höfum við þýtt og  munum halda áfram að þýða valdar mýtur fyrir þá síðu yfir á íslensku. Þær þýðingar munu einnig birtast hér og eru þær síður merktar með skept_small.

Hér fyrir neðan má sjá tengla yfir á margar mýtur og svör við þeim. Hér er reynt að flokka þær niður í rökrétt samhengi – eftir því hvort mýtan feli í sér þá hugmynd að það séu engar loftslagsbreytingar í gangi (ekki að hlýna), að loftslagsbreytingar (eða aukning CO2) séu ekki af mannavöldumeða að loftslagsbreytingar (eða aukningin á CO2) séu ekki slæmar.

Aðrar óflokkaðar mýtur

Mýtan um trúarbrögð í loftslagsvísindum
10 mýtur varðandi orkumál

japanese_climate_skeptics


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband