Hnattræn hlýnun 35 ára

Orðið hnattræn hlýnun (global warming) var, að því er virðist, fyrst notað í vísindatímariti (Science) í grein eftir Wally Broecker (Are we on the brink of a pronounced global warming?) sem kom út 8. ágúst 1975. Þetta virðist hafa verið í fyrsta skiptið sem orðalagið hnattræn hlýnun (global warming) kom fyrir í vísindaritum. Í þessari grein spáir Broecker réttilega fyrir um að sú leitni kólnunar sem þá var ríkjandi myndi víkja fyrir áberandi hlýnun, sem hann taldi að myndi orsakast af auknum styrki koldíoxíðs. Hann spáði því að hnattræn hlýnun yfir alla 20. öldina yrði um 0,8°C vegna CO2 og hafði áhyggjur af afleiðingunum fyrir landbúnað og vegna breyttrar sjávarstöðu.

Hitastig á heimsvísu fram til júní 2010, samkvæmt gögnum NASA GISS. Gráa línan er 12 mánaða meðaltal, rauðu punktarnir eru meðalársgildi. Rauða línana er leitnilína hitastigsins. Broecker hafði að sjálfsögðu ekkert af þessum gögnum við höndina, ekki einu sinni gögnin til 1975, þar sem þessi gögn voru fyrst sett saman í samantekt hjá NASA síðar (Hansen et al. 1981).

Fyrir þá sem vilja fræðast meira um þetta, þá er óhætt að benda á þennan ágæta pistil á RealClimate, Happy 35th birthday, global warming!, þar sem aðferðafræði Broecer er lýst frekar og sagt frá störfum hans.

Spurning hvort að við þurfum að marka þessi tímamót sérstaklega. Það var fyrst seinna að meira afgerandi gögn komu fram fyrir augu almennings. Það má samt sem áður segja að vísindamenn hafi tiltölulega snemma byrjað að vara við því að hitastig gæti hækkað vegna athafna okkar mannanna. Besta afmælisgjöfin væri kannski sú að nota eitt augnablik og huga að því hvað maður sjálfur getur gert til að minnka losun koldíoxíðs, það er alltént fyrsta skrefið.

Heimildir:

Tengt efni á loftslag.is:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég samgleðst ykkur með 35 ára afmælið.

Þessi hnattræna hlýnun hefur farið mjúkum höndum um okkur hér á norðurslóðum. Fyrir það erum við henni  þakklát.  Hún lengi lifi!

Til hamingju með afmælið!

Ágúst H Bjarnason, 6.8.2010 kl. 13:52

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það væri vissulega óskandi að þið hefðuð rétt fyrir okkur og jörðin mundi hlýna aftur og loftslag færast í það horf sem það var fyrir ca. tvö- þrjú þúsund árum eða jafnvel fyrr. Ykkar eigin gröf og línurit sýna að sjávarstaða var þá mjög svipuð og nú þótt flestar eyðmerkur væru grónar að mestu og jöklar hér og annars staðar sáralitlir. Vonandi heldur uppsveiflan í hitastigi áfram, en því miður hlýtur henni að ljúka fyrr eða síðar.

Vilhjálmur Eyþórsson, 6.8.2010 kl. 20:11

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Mér þykir það nú hálf sorglegt að þrátt fyrir allan þennan tíma, þá höfum við ekki náð að gera meira til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Þannig að ekki þykja mér þetta gleðileg tímamót, en takk samt Ágúst...

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.8.2010 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband