Óræk sönnun ?

Til að byrja með er rétt að árétta að hér er verið að blogga við frétt þar sem stendur:

Vísindamenn segja að risastór borgarísjaki sem brotnaði af Grænlandsjökli nýlega, sé ekki óræk sönnun um hnattræna hlýnun.

Það er rétt að þetta er ekki óræk sönnun um hnattræna hlýnun, en að þessi borgarísjaki sé hluti af eðlilegri bráðnun er líklega full djúpt í árina tekið.

En það er þó rétt að vísindamenn geta ekkert fullyrt um að svona einstakir atburðir séu óræk sönnun hnattrænnar hlýnunar. Vísindamenn notast heldur ekki við orðalagið óræk sönnun, heldur eru lögð fram gögn sem benda til þess að hnattræn hlýnun eigi sér stað, eins og t.d. mælingar á hitastigi um allan heim. Sem dæmi er nýleg frétt sem við skrifuðum um á loftslag.is (10 vísar hnattrænnar hlýnunar) um nýlega skýrslu en þar má meðal annars lesa um greinilegar vísbendingar um hnattræna hlýnun:

Skýrslan er byggð á umfangsmiklum gögnum frá ýmsum áttum (gervihnettir, veðurbelgir, veðurstöðvum á landi, skip, baujur og staðbundnar rannsóknir) og skilgreina höfundar tíu mælanlega þætti sem vísa á hnattrænar breytingar í hitastigi. Hver þessara vísa hefur breyst í samræmi við hnattræna hlýnun. Sjö eru að aukast: lofthiti yfir landi, yfirborðshiti sjávar, lofthiti yfir sjó, sjávarstaða, hitainnihald sjávar, raki og hitistig í veðrahvolfinu. Þrír þeirra sína minnkun: hafís Norðurskautsins, jöklar og snjóhula að vori á Norðurhveli Jarðar.

Kvarðar sem sýna aukningu (smella á til að stækka) 

 

Kvarðar sem sýna aukningu til vinstri og sem sýna minnkun til hægri (smella til að stækka).

.

Hitt er annað að ef svona atburðir verða algengari en áður, þá væri hægt að fara að segja að þeir gætu stafað af hærra hitastigi, þó ekki væri það heldur óræk sönnun...heldur vísbending um áhrif hærra hitastigs.

Til gamans má geta þess að á sama degi og borgarísjakinn brotnaði frá jöklinum, þá varð Hnattræn hlýnun 35 ára, en það er vissulega ekki heldur óræk sönnun fyrir hlýnun Jarðar.

Tengdar færslur á loftslag.is


mbl.is Ísjakinn hluti af eðlilegri bráðnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband