CO2 er fæða fyrir plöntur

Í nýju myndbandi sem sýnt er á loftslag.is, tekur Greenman3610 (Peter Sinclair), fyrir þá lífseigu mýtu um að aukning CO2 sé gott fyrir plöntur og þ.a.l. sé aukning þess í andrúmsloftinu bara jákvæð. Í hans eigin umsögn um myndbandið tekur hann eftirfarandi fram:

Plöntur nota CO2. Þess vegna er meira CO2 gott. Þetta eru einn af þessum harðgerðu fjölæringum loftslagsafneitunarinnar. Eins og svo margar alhæfingar, þá mun þessi fyrr eða seinna lenda í árekstri við hina raunverulegu veröld.

Svo mörg voru þau orð hjá honum. Mig langar að benda á að hann kemur sér fyrst að efninu (að mínu mati) u.þ.b. 1/3 inn í myndbandinu, gefið honum þvi smá stund :)

Myndbandið sjálft má sjá á loftslag.is -  CO2 er fæða fyrir plöntur

Tengt efni á loftslag.is:

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sælir félagar.

Þetta er alveg rétt hjá ykkur sem stendur í fyrirsögninni, enda losa nánast allir gróðurhúsabændur CO2 í gróðurhús sín til að örva vöxtinn. Koltvísýringurinn kemur í dag oft úr borholu, m.a. í Grímsnesinu, en erlendis er CO2 oft framleitt á staðnum með bruna á gasi eða steinolíu.

Hér eru líka myndbönd:
http://www.youtube.com/watch?v=LPNiBVU2QIA
http://www.youtube.com/watch?v=P2qVNK6zFgE

 

Myndin er tekin fyrir utan íslenskt gróðurhús.
Það leynir sér ekki hvað er í tanknum.

Ágúst H Bjarnason, 17.8.2010 kl. 11:45

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Vissulega er CO2 gott fyrir ákveðnar plöntur í gróðurhúsum, það efast fáir um það - en það er ekki nóg að dæla CO2 inn í gróðurhús til að plöntur vaxi - þær þurfa önnur næringarefni og vatn þarf að vera í nægu magni (og reglulegu). Aukning CO2 í andrúmsloftinu (auk annarra gróðurhúsalofttegunda) hefur ekki áhrif á önnur næringarefni, en það hefur áhrif til hins verra fyrir úrkomu (sem verður óreglulegri og öfgafyllri - þ.e. eitt árið geta komið mikil flóð og hið næsta geta orðið þurrkar og skógareldar. Einnig hefur aukning CO2 ekki í för með sér breytingu í inngeislun frá sólinni - þannig að þó að aukið CO2 sé gott fyrir einhverja tegund gróðurs í gróðurhúsi - þá þýðir það ekki að aukning CO2 í andrúmsloftinu hafi góð áhrif á gróður Jarðar.

Neikvæðar afleiðingar hnattrænnar hlýnunar á landbúnað, heilsu fólks, hagræna þætti og umhverfi virðast því vera mun meiri en þær jákvæðu.

Þú hefur væntanlega ekki kynnt þér innihald myndbandsins, mæli með því. Það fjallar ekki um staðbundna notkun CO2 í gróðurhúsum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.8.2010 kl. 12:38

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

PS. Ágúst, ég gleymdi að nefna það að vinur þinn Lord Monckton hefur hlutverk í myndbandinu :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.8.2010 kl. 12:43

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er hálf aumingjalegt svar hjá þér Svatli, við hárréttri ábendingu Ágústar.

"Plöntur nota CO2. Þess vegna er meira CO2 gott. Þetta eru einn af þessum harðgerðu fjölæringum loftslagsafneitunarinnar. Eins og svo margar alhæfingar, þá mun þessi fyrr eða seinna lenda í árekstri við hina raunverulegu veröld."

Manni flökrar að sjá þetta bull.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.8.2010 kl. 18:08

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir þitt framlag Gunnar :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.8.2010 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband