Sjaldgæfur atburður

Í fréttum víða um heim komast menn ekki hjá því að - í minnsta lagi - velta því upp hvort hitabylgjan í Moskvu sé að einhverju leiti tengd hlýnun Jarðar.

Loftslagsvísindamenn eru almennt séð frekar varkárir í yfirlýsingum sínum, þó fjölmiðlar eigi það til að blása slíkt upp. Því heyrir maður oft hjá þeim, að ekki sé hægt að tengja einstaka atburði sem þessa við hnattræna hlýnun, þótt keyrslur loftslagslíkana hafi einmitt bent á að slíkir atburðir verði sterkari við aukið hnattrænt hitastig. Tölfræðilega hefur reynst erfitt að henda reiður á það hvort hér sé um að ræða beina afleiðingu hnattrænnar hlýnunar - til þess er náttúrulegur breytileiki of mikill.

Einn tölfræðingur skoðaði hitabylgjuna í Moskvu, þ.e. hitastig í júlí undanfarin 60 ár eða svo og fékk þessa mynd (sjá Red hot):

dailyhi

Það má ljóst vera að júlí 2010 var töluvert heitari en önnur ár á tímabilinu. Reyndar kom í ljós við þessa tilraun að hitastig fyrir daglegan hita í júlí 2010 er um 3,6 staðalfrávik frá meðaltalinu. Fyrir normaldreifð gildi, þá eru líkurnar á öfgunum í Moskvu um 0,0003 - eða um 1 á móti 3000.

Því má álykta sem svo að hér sé mögulega kominn atburður í safnið sem tölfræðilega má álykta að sé beintengdur hnattrænni hlýnun. Það má þó búast við því að loftslagsvísindamenn og tölfræðingar eigi eftir að rýna betur í gögn sumarsins þegar líður nær vetri, en margt bendir til þess að hlýnun Jarðar af völdum gróðurhúsalofttegunda, lítil virkni sólar (og þar með breytingar í vindakerfum) og ENSO Kyrrahafssveiflan hafi allt átt sinn þátt í þessum veðuröfgum.

Líklegt má telja að veðuröfgar þessa árs séu eitthvað sem búast má við að aukist á næstu áratugum og öldum (sjá tengla hér fyrir neðan).


mbl.is Hitinn lagði marga að velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Satt að segja held ég að þessi lági líkindastuðull sé vegna þess að tölfræðingar kunni ekki veðurfræði.

Emil Hannes Valgeirsson, 18.8.2010 kl. 21:25

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það gæti svo sem verið Emil, en væntanlega er hann að leggja mat á gögnin út frá sögulegum gögnum sem hann ber saman við normaldreifingu og fær sína tölfræðilegu nálgun þannig. Annars er þetta nokkuð þekktur tölfræðingur innan loftslagsumræðunnar, sjálfur Tamino (aka. Grant Foster). Mig langar að benda á eina athugasemd hjá Tamino frá okkar manni Halldóri Björnssyni, sjá hér. Hérna er svo ein færsla af loftslag.is, sem við byggðum á færslu frá Tamino, hann virðist vera nokkuð klár í þessum fræðum, en hann er ábyggilega ekki óskeykull þrátt fyrir það ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 18.8.2010 kl. 22:19

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta var nú bara það sem mér datt í hug við fyrstu sýn. Það sem ég var nú eiginlega að spá í var að hiti er ekki háður tilviljunum eins og lottókúlur. En tölfræðin sjálf er sjálfsagt góð og gild.

Emil Hannes Valgeirsson, 18.8.2010 kl. 22:47

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það má svo líka velta fyrir sér hverjar líkurnar eru á að svo mörg veðurmet séu sett á einu ári, bæði varðandi úrkomu og hitastig um allan heim. Það verður væntanlega hægt að rannsaka það eitthvað nánar í framtíðinni, væntanlega m.a. með tölfræðina að vopni.

Sveinn Atli Gunnarsson, 18.8.2010 kl. 23:23

5 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Þess ber að geta að rússneskir veðurfræðingar hafa nefnt að svona hitabylgja gerist a.m.k. sjaldnar en einu sinni á þúsund árum - þannig að mögulega er þessi tölfræðingur ekki fjarri lagi.

Annars veit ég ekki hvort Tamino er tölfræðingur með loftslag sem aukafag eða loftslagsvísindamaður sem hefur sérhæft sig í tölfræði.

Höskuldur Búi Jónsson, 19.8.2010 kl. 09:06

6 identicon

 Athyglisverð verð grein.

Global warming deniers are silent. The first six months of 2010 were the hottest in recorded history. They see that an island of ice four times the size of Manhattan and half as thick in height as the Empire State Building breaks off Greenland and say nothing. Since April, China has had record rains and flooding that had killed over 700 people and forced 8.1 million to relocate. Recent floods in Pakistan have killed over 1,000 people and displaced at least 2 million.

Ten percent of Russia is burning. Hundreds of forest and peat bog fires have ignited amid the country's most intense heat wave in 130 years. Russia has announced it is temporarily banning the export of grain after drought and fires devastated about a fifth of its grain crop.

On Aug. 7 Moscow saw its worst air pollution in 2010, with carbon monoxide levels being 6.5 times more than maximum allowable concentrations. The concentration of other poisonous substances in the city air was nine times above the norm.

Yet, despite all this overwhelming evidence of global warming, all they need to see is one unexpectedly cold day and they dismiss global warming as a hoax.

John Morgan

Arlington Heights

albert (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 16:49

7 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Takk fyrir það Albert.

Því miður eru þeir sem efast um að það séu að eiga sér stað loftslagsbreytingar ávallt tilbúnir til að finna eitthvað nýtt til að sá efasemdafræjum í garð almennings og þeirra sem taka eiga ákvörðun um aðgerðir.

Ég sé fyrir mér að þetta sumar muni gleymast í minni þeirra sem efast (þótt ljóst sé að þeir sem hafa orðið harðast úti gleymi því vart í bráð). Því þrátt fyrir allt þá er sumarið í sumar óvenjulegt - með eða án loftslagsbreytinga, en loftslagsvísindamenn segja okkur þó að við getum átt von á stigvaxandi líkum á slíkum sumrum næstu áratugi.

Vonandi verður gripið til aðgerða áður en afleiðingar losunar CO2 verða þau að slík sumur verða normið frekar en óvenjulegt.

Höskuldur Búi Jónsson, 20.8.2010 kl. 08:33

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sælir

NOAA  -  National Oceanic & Atmospheric Administration hefur gefið út álit sitt á þessu fyrirbæri.

Sjá fróðlega umfjöllun á http://www.esrl.noaa.gov/psd/csi/moscow2010/

"...The extreme surface warmth over western Russia during July and early August is mostly a product of the strong and persistent blocking high....
…
The indications are that the current blocking event is intrinsic to the natural variability of summer climate in this region…

...Despite this strong evidence for a warming planet, greenhouse gas forcing fails to explain the 2010 heat wave over western Russia. The natural process of atmospheric blocking, and the climate impacts induced by such blocking, are the principal cause for this heat wave. It is not known whether, or to what exent, greenhouse gas emissions may affect the frequency or intensity of blocking during summer. It is important to note that observations reveal no trend in a daily frequency of July blocking over the period since 1948, nor is there an appreciable trend in the absolute values of upper tropospheric summertime heights over western Russia for the period since 1900......


Ágúst H Bjarnason, 20.8.2010 kl. 08:48

9 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Takk fyrir þetta Ágúst - hjá NOAA eru úrvals loftslagsvísindamenn og því rétt að taka skýringar þeirra trúanlegar. Eins og þeir segja, þá er orsökin ekki ljós - þ.e. hvort að hlýnun Jarðar hafi átt þátt í þessari hindrun (blocking) í vindakerfum.

Rétt er að benda fólki á að lesa greiningu NOAA í heild en þar segir meðal annars:

 A time series of 12-month running mean globally averaged surface temperatures anomalies from NASA data further indicates that the latest 12-month period is likely warmer than the prior record warmest year of 1998 (relative to an 1880-2009 period of analysis).

This current condition in global mean surface temperature is thus consistent with prior conclusions of the IPCC Fourth Assessment Report that "warming of the climate system is unequivocal, as is now evident from observations of increases in global average air and ocean temperatures, widespread melting of snow and ice and rising global average sea level". The IPCC Synthesis Report goes on to state that "most of the observed increase in global average temperatures since the mid-20th Century is very likely due to the observed increase in anthropogenic greenhouse gas concentrations".

Þar segir ennfremur og það er frekar mikilvægt:

A clear understanding of the causes for the 2010 Russian heat wave is important for informing decision makers and the public on whether they need to transition from a preparedness mode of precautionary responses to an adaptation mode involving investment responses and actions. Our assessment indicates that, owing to the mainly natural cause for this heat wave, it is very unlikely that a similar event will recur next summer or in the immediate future (next decade). Whereas this phenomena has been principally related to a natural extreme event, its impacts may very well forebode the impact that a projected warming of surface temperatures could have by the end of the 21st Century due to greenhouse gas increases.

Höskuldur Búi Jónsson, 20.8.2010 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband