Stærsta sjávarfallatúrbína heims

Fyrirtækið Atlantis Auðlindir í Skotlandi hefur svipt hulunni af stærstu sjávarfallatúrbínu heims, 73 feta (22,25 m) há, 1.300 tonn og með blöð sem eru 60 fet (um 18 m). AK-1000, eins og smíðin er kölluð, er með tvo rafala sem eru hannaðir til að virkja bæði sjávarföll flóðs og fjöru. Raforkan sem verður til getur mögulega framleitt næga orku fyrir um 1.000 heimili.

...

Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, þar sem m.a. er mynd af ferlíkinu, sjá Stærsta sjávarfallatúrbína heims.

Tengdar færslur á loftslag.is:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sælir félagar.

Fyrir um áratug kom ég við í einni stærstu sjávarfallavirkjun heims sem er í Annapolis Royal í Nova Scotia, Kanada. Sjávarföllin í Fundy flóa eru virkjuð þar, en þar er einn mestur munur í heimi á flóði og fjöru. Stöðin var gangsett minnir mig 1984.

Virkjunin framleiðir mest 20 megawött, tvisvar á sólarhring, um sex tíma í senn, ef ég man rétt. (18MW er etv. nær lagi).

Sjá t.d. hér: http://www.annapolisbasin.com/sys-tmpl/tidalgeneratingstation/

og http://www.canadacool.com/COOLFACTS/NOVA%20SCOTIA/AnnapolisRoyalTidal.html

Aflið  (20 MW) er sagt duga 4500 heimilum, en það er bara hluta sólarhrings meðan sjórinn er að streyma fram eða aftur um hverfilinn. Þess á milli þarf rafmagnið að koma frá hefðbundnum orkuverum.

Þarna eru aðstæður af náttúrunnar hendi mjög hagstæðar fyrir svona virkjun vegna einstaklega mikilla sjávarfalla (17 metra munur á flóði og fjöru). http://en.wikipedia.org/wiki/Bay_of_Fundy

 Vissulega áhugavert...

Ágúst H Bjarnason, 21.8.2010 kl. 14:11

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er vissulega áhugavert að skoða þessar lausnir, sem væntanlega verða meira notaðar í framtíðinni ;)

Merkilegt að þetta skuli ekki hafa verið notað meira, á heimasíðu Annapolis Basin kemur m.a. eftirfarandi fram:

The Annapolis project has proved to be a great success and the experience gained from the design and construction of this plant will be valuable to future tidal developments. The Annapolis station attracts more than 35,000 visitors a year who are anxious to see the plant first-hand and learn about it's potential as a resource and as an investment opportunity.

Annars er Annapolis Basin af aðeins öðrum toga en túrbínan í Skotlandi, en hvorutveggja er mjög áhugavert engu að síður :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 21.8.2010 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband