23.9.2010 | 10:35
Vindorka | Minni losun CO2
Það er ánægjulegt að fleiri og stærri vindorkuver séu að koma til sögunnar. Það minnkar losun CO2 á heimsvísu, þar sem um sjálfbæra orku er að ræða. Vindorka getur að hluta til komið í stað orku sem framleidd er með jarðefnaeldsneyti með tilheyrandi losun CO2.
Við þekkjum öll hefðbundnar vindmyllur. Þær hafa reynst ágætlega víða um heim til raforkuframleiðslu, en eitt vandamál hefur oft verið nefnt til sögu þegar rætt er um þær og það er að þær eru að margra mati ljótar ásýndar. Þess vegna hefur m.a. verið reynt að setja upp vindorkuver á hafi úti, þar sem því hefur verið komið við. Til að reyna að finna ráð við þessu, þá hefur hópur hönnuða gert nýja tegund vindorkuvera, þar sem þeir fengu lánaðar nokkrar hugmyndir frá sjálfri náttúrunni.
[...]
Sjá nánar um þessa nýju gerð vindorkuvera á loftslag.is, Vindorka | Ný tækni Vindstilkar
Tengdar færslur á loftslag.is:
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.