18.11.2010 | 08:55
Climategate – Nú ár er liðið…skandallinn sem ekki varð
Um þessar mundir er liðið ár frá því að gögnum sem stolið var frá CRU var lekið á internetið og hið svokallað Climategatemál kom fram í dagsljósið. Hinar ýmsu heimasíður þeirra sem afneita loftslagsvísindunum sem fræðigreinar, fóru fremstar í flokki þeirra sem töldu að þessi gögn sönnuðu allt mögulegt varðandi svindl og fals loftlsagsvísindamanna. Í kjölfarið komu fram margar ásakanir á hendur vísindamanna sem voru byggðar á litlu öðru en sérvöldum mistúlkunum eða bara almennum misskilningi á því hvernig vísindastörf eru unnin. En hvernig standa málin svo núna ári seinna?
Tímaritið Nature hefur birt ágæta grein um málið (PDF), þar sem eftirfarandi kemur m.a. fram:
.. More certain is the conclusion that the hack of the server was a sophisticated attack. Although the police and the university say only that the investigation is continuing, Nature understands that evidence has emerged effectively ruling out a leak from inside the CRU, as some have claimed. And other climate-research organizations are believed to have told police that their systems survived hack attempts at the same time.
En það er nú fleira sem vert er að skoða, t.d. hvað hefur gerst áþreifanlegt á þessu ári sem er liðið.
Fyrst er að nefna skýrslu Vísindanefndar breska þingsins þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Phil Jones, sem er einn af þeim sem var miðpunktur hins svokallað climategatemáls, hafi ekki falsað niðurstöður.
[...]
Enn nánara yfirlit á loftslag.is, Climategate Nú ár er liðið skandallinn sem ekki varð
Tengt efni á loftslag.is:
- Tag um Climategate
- Jöklar Himalaya og álitshnekkir IPCC
- Himalayajöklar og hlýnun andrúmslofts
- Vísindahliðið
- Michael Mann sýknaður af vísindalegum misgjörðum
- Vísindamenn hreinsaðir af ásökunum um óheiðarlega meðferð gagna
- Loftslagsvísindin traust
- Sakir bornar af Phil Jones
- Hakkarar afrita tölvupósta og skjöl
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Breytt s.d. kl. 08:58 | Facebook
Athugasemdir
Það er athyglisvert að þetta skuli orðað: "Hinar ýmsu heimasíður þeirra sem afneita loftslagsvísindunum sem fræðigreinar,"
Þetta er bull staðhæfing..... nema þið séuð að vísa í vefsíður hjá trúarofstækisfólki, eða eitthvað slíkt. Ég reyndar fullyrði að þið getið ekki bent á neina vefsíðu (fyrir utan trúarofstækið) sem sem afneita loftslagsvísindunum sem fræðigrein.
Þetta er eitthvað svo örvæntingarfullt hjá ykkur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.11.2010 kl. 12:13
Þetta er ekki bull Gunnar, gott dæmi er t.d. WUWT, sem að velti sér upp úr þessu máli frá fyrsta degi á gagnrýnislausan hátt, enda komið í ljós að það er stendur ekki steinn yfir steini í þeim fullyrðingum sem margar af þessum afneitunarsíðum settu fram. WUWT er síða sem að mínu mati fer ansi langt í því að afneita loftslagsvísindunum sem fræðigreinar.
Það er, að mínu mati, greinilegt að ofstækið í þeim sem afneita vísindunum hefur ekki minnkað, þrátt fyrir augljósa vöntun á rökfærslum og gögnum sem halda vatni.
Sveinn Atli Gunnarsson, 18.11.2010 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.