22.11.2010 | 12:26
Hitastig á heimsvísu í október og þróun fyrir árið 2010
NOAA hefur gefið út mánaðaryfirlit hitastigs í heiminum fyrir október 2010. Mánuðurinn var 8. heitasti október á heimsvísu síðan mælingar hófust árið 1880. Fyrir tímabilið janúar til október er hitafrávikið það hæsta og jafnt sama tímabili fyrir árið 1998 miðað við hitafrávik fyrir bæði haf og land. Ef aðeins er tekið hitastigið yfir landi, þá er hitafrávikið fyrir tímabilið, janúar til október, það næst heitasta, á eftir 2007, en hitafrávik fyrir sjó er það næst hæsta (jafnt 2003) á eftir 1998.
Eins og vænta má, þá hefur La Nina (sem er náttúrulegt fyrirbæri sem hefur, öfugt við El Nino, almennt áhrif til kólnunar) sett mark sitt til kólnunar hér að undanförnu. Samkvæmt loftslags spá miðstöð NOAA, þá er gert ráð fyrir að La Nina eigi enn eftir að auka styrk sinn og verða viðloðandi allavega fram á vormánuði 2011. Áhrifin á hitastigið á heimsvísu eru talin verða til kólnunar það sem eftir er árs, svipað og gerðist árið 1998.
[...]
Nánari upplýsingar með gröfum og útskýringarmyndum á loftslag.is, Hitastig á heimsvísu í október og þróun fyrir árið 2010
Heimildir og annað efni af loftslag.is:
- Hitastig í september og árið fram til þessa í hæstu hæðum
- Og árið verður…
- Enn mælist hitastig í heiminum í hæstu hæðum
- NASA | Heitasta 12 mánaða tímabilið
- Hitastig árið 2009
- Heimild - NOAA – október 2010
- Heimild – NASA reports 2010 hottest year on record so far
- Tag – Mánaðargögn
- Tag – Hitastig
- Helstu sönnunargögn
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.