Vitnisburður vísindamanna

Í öðru myndbandinu frá áheyrnarfundi í bandaríska þinginu svara loftslagsvísindamennirnir Dr. Richard Alley og Dr. Ben Santer ýmsum spurningum um loftslagsbreytingar, fyrra myndbandið má sjá hér. Fróðlegt er að sjá hvernig þetta fer fram þarna í BNA. Það virðist ekki alltaf vera auðvelt að svara flóknum spurningum á stuttum tíma og á sama tíma reynir spyrjandinn jafnvel að láta ljós sitt skína. En persónulega finnst mér vísindamennirnir skila þessu vel þrátt fyrir umgjörðina. Spurning hvort það væri ekki betra að lesa sig í gegnum eitthvað af þeim skýrslum sem til eru, í stað þess að hafa einskonar morfís keppni til að finna “sigurvegara” þar sem takmarkaður tími og aðrar takmarkanir eru settar varðandi möguleikann til að svara að viti. En jæja, þeir félagar (Alley og Santer) standa sig allavega með ágætum í þessum myndbandsbúti.

Dr. Richard Alley og Dr. Ben Santer eru báðir virtir loftslagsvísindamenn.

[...]

Myndbandið má sjá á loftslag.is, Vitnisburður vísindamanna.

Tengt efni á loftslag.is:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Ef hægt er að kalla Ben Santer virtan loftslagsvísindamann þá gef ég ekki mikið fyrir loftslagsvísindi.

Maðurinn heimsótti Ísland fyrir nokkrum árum, kom í Kastljós og hélt því blákalt fram að ekki væri ágreiningur meðal vísindamanna um hlýnun af mannavöldum.

Þetta er það eina sem ég man úr þessu viðtali við Santer en það er alveg nóg til þess að ég eyði ekki meiri tíma í að hlusta á hann eða lesa skrif hans.

Finnur Hrafn Jónsson, 8.12.2010 kl. 15:16

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

En það er ekki ágreiningur meðal vísindamanna um hlýnun af mannavöldum - hvar hefur þú verið

Sjá Samhljóða álit vísindamanna styrkist og mýtuna Vísindamenn eru ekki sammála um að hlýnunin sé af mannavöldum.

Höskuldur Búi Jónsson, 10.12.2010 kl. 13:21

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég held að aðalágreiningurinn sé meðal þeirra sem afneita vísindunum, þeir vita ekki alveg hvernig þeir eiga að færa rök fyrir máli sínu svo eitthvað samræmi sé í þeirra staðhæfingum og fullyrðingum ;)

En eins og Höski bendir á þá er ekki ágreiningur um hlýnun af mannavöldum meðal vísindamanna, þó hægt sé að finna óvissu um allar mögulegar afleiðingar þess.

PS. Finnur, þú hefur svo sem aldrei gefið mikið fyrir loftslagsvísindin, þannig að það er svo sem ekkert nýtt í þeirri fullyrðingu þinni :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 10.12.2010 kl. 13:31

4 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

"...En eins og Höski bendir á þá er ekki ágreiningur um hlýnun af mannavöldum meðal vísindamanna..."

Þið eruð örugglega að grínast er það ekki?

Finnur Hrafn Jónsson, 11.12.2010 kl. 22:03

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Yfir 90% af vísindamönnum eru sammála um að hlýnun af mannavöldum er staðreynd. Það getur verið að ef þú lest bara afneitunarsíður eins og t.d. Wattsupwiththat að þú fáir annan skilning, en það er kolrangt hjá þeim.

Þeir eru þó ekki allir sammála um nákvæmlega hvað gerist, enda er það erfiðara, en flestir eru á því að hitastig hækki um 1,5-4° C við tvöföldun CO2 í andrúmsloftinu.

Sveinn Atli Gunnarsson, 12.12.2010 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband