Stöðuvötn hitna

Undanfarin aldarfjórðung hafa stöðuvötn Jarðar hitnað í takt við hinar hnattrænu loftslagsbreytingar, samkvæmt rannsókn vísindamanna NASA.

Notuð voru gervihnattagögn og yfirborðshiti 167 stöðuvatna víðs vegar um heim mældur. Samkvæmt þessari rannsókn hafa vötnin verið að hitna um 0,45°C að meðaltali á áratug, en sum vötnin hafa verið að hitna um allt að 1,0°C á áratug.

[...]

Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, Stöðuvötn hitna

Tengt efni á loftslag.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er þetta ekki í samræmi við lofthitann á viðkomandi stöðum? Eitthvað óvenjulegt við þetta?

Í "Stöðuvötn hitna" segir: "Sem dæmi getur lítil breyting í vatnshita orðið til þess að eitraðir þörungar blómstra eða að nýjar lífverur fara að breiða úr sér, sem getur rofið fæðukeðju vatnanna."

Ég dreg ekki í efa að þetta geti gerst.... en er ekki líka möguleiki að mörg vötn verði lífvænlegri fyrir fleiri tegundir fiska.... fjölbreyttara líf?

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.12.2010 kl. 01:34

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þ.e.a.s. að þetta jafnist nokkurnveginn út. Er það mikið ólíklegra en hitt? (Takið eftir hvað ég er hógvær í orðavali)

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.12.2010 kl. 01:36

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er væntanlega hægt að segja að þetta sé í samræmi við þá hnattræun hlýnun sem hefur orðið og er þannig enn eitt fingrafarið um að hnattræn hlýnun sé í gangi, með tilheyrandi breytingum.

Gott að þú getur orðað þetta öðruvísi í þínum huga Gunnar, það eru sjálfsagt einhver möguleiki á því að einhver vötn geti orðið lífvænlegri, en að það jafnist út...þannig myndi ég ekki orða það persónulega (enda geta staðbundin áhrif þess að líf í einhverjum vötnum raskist verið veruleg). En taktu eftir að orðalaginu "getur lítil breyting í vatnshita orðið til þess", það er engin fullyrðing í þessu að öll vötn fái þessi örlög.

Sveinn Atli Gunnarsson, 10.12.2010 kl. 08:25

4 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Við getum gefið okkur að flest þessara stöðuvatna hafi verið í jafnvægi. Ef það jafnvægi brestur, þá er það að sjálfsögðu ekki jákvætt til skamms tíma litið fyrir þau vötn. Mögulega getur þó framleiðni sumra vatna aukist til skemmri tíma litið - en einnig til lengri tíma litið.

Höskuldur Búi Jónsson, 10.12.2010 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband