Magnandi svörun í Alaska


1752844082_dedae2f9a7Loftslagsbreytingar eru að auka alvarleika skógarelda í Alaska, sem veldur því að meira losnar af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið, samkvæmt nýrri grein sem birtist nýlega í Nature Geoscience. Þessir auknu skógareldar í Alaska hafa losað meira CO2 út í andrúmsloftið síðasta áratug, en skógar og freðmýrar Alaska náðu að binda á sama tíma.

Undanfarin 10 ár, þá hefur svæði sem skógareldar hafa farið yfir í innsveitum Alaska tvöfaldast, mest vegna síðsumars skógarelda. Hér er á ferðinni einskonar magnandi svörun, þar sem hækkandi hitastig veldur því að skógareldar Alaska verða umfangsmeiri og alvarlegri – sem aftur losar meira af CO2 út í andrúmsloftið – sem aftur hækkar hitastig.

Margt bendir til þess að vistkerfi norðurslóða muni verða fyrir mestum áföllum vegna hækkandi hitastigs jarðar og að þau muni í stað þess að binda kolefni í stórum stíl losa það og auka þar með á gróðurhúsaáhrifin.

Heimildir og ítarefni

Greinina má lesa hér Turetsky o.fl. 2010 (ágrip): Recent acceleration of biomass burning and carbon losses in Alaskan forests and peatlands

Umfjöllun um greinina má lesa lesa á Science Daily: Northern Wildfires Threaten Runaway Climate Change, Study Reveals

Tengt efni á loftslag.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Góðan dag félagar.

Í pistlinum fjallið þið um skógarelda í Alaska undanfarin 10 ár og áhrif þeirra á hitastig.

Mig langar til að fræðast um eftirfarandi:

1) Hve mikið hefur hitastig farið hækkandi í Alaska þau "undanfarin 10 ár" sem miðað er við?

2) Hve mikið hefur hitastig lofthjúps jarðar hækkað (tölfræðilega marktækt)  undanfarinn 10 ár og 15 ár (að frátöldum áhrifum El-Nino 1998 & 20010)?

3) Hve góð er samsvörun breytinga á hitastigi við fjölda skógarelda í Alaska?

4) Er þessi hækkun hitastigs af völdum skógarelda í Alaska bundin við Alaska eða er hún á heimsvísu?

5) Hve mikilli breytingu á hitastigi hafa þessir auknu skógareldar valdið, mælt í gráðum Celcius ?

6) Er þessi "magnandi svörun" sem fjallað er um í pistlinum mælanleg og tölfræðilega marktæk ?

.




 http://www.ncdc.noaa.gov/sotc/?report=national

Fyrirgefið félagar að ég skuli vera með svona kjánalegar spurningar, en mér þætti vænt um að fá svör við þeim frá mér fróðari mönnum svo ég skilji samhengið betur.

Með góðri kveðju.

Ágúst H Bjarnason, 13.12.2010 kl. 07:28

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ágúst:

Þakka þér fyrir að lesa okkur með slíkri athygli, en við bendum þér á að lesa heimildir sem fylgja með færslunni og vonandi færðu einhvern  botn í þessar spurningar þínar. 

Við erum ekki sérfróðir, hvorki um hitastig Alaska né skógarelda, þó við höfum skrifað færslu um málið.

Rétt er þó að benda þér á að hitastig í Nóvember er varla lýsandi í samhengi þessarar færslu og réttast væri að skoða hitaþróun yfir sumartíman eða haustið fyrir Alaska.

Höskuldur Búi Jónsson, 13.12.2010 kl. 09:04

3 identicon

Hér er slóð á sumarhitann í Alaska síðustu 92 ár.

http://www.ncdc.noaa.gov/sotc/service/national/timeseries02/050-00/191806-201008.gif

Mér sýnist að sumarhitinn hafi hækkað um ca. 0.7 gráður á þessu tímabili (mælt með auganu). Árið 2004 sker sig algerlega úr öðrum, með langhæsta sumarhitann í Alaska. Sumrin 2005 og 2007 voru líka nokkuð heit, þótt sambærilegir hitar hafi sést þarna oft áður.

Jón Erlingur Jónsson (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 10:00

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir ábendinguna Höskuldur og Jón varðandi nóvember hitastigið. Það var fljótfærni hjá mér að nota þennan feril.

Þar sem verið er að fjalla um aukningu skógarelda síðastliðin 10 ár þá hafði ég mestan áhuga á því tímabili, þ.e. frá ca 2000 til 2010, ekki síðustu 92 ár.

Hér er svo ferillinn sem Jón Erlingur vísaði á:

 http://www.ncdc.noaa.gov/sotc/service/national/timeseries02/050-00/191806-201008.gif

Ágúst H Bjarnason, 13.12.2010 kl. 12:22

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst:

Ef þú hefðir skoðað frumheimildina, þá hefðirðu t.d. getað lesið þetta:

How climate change influences the severity of biomass burning has proved difficult to assess. Here, we examined the depth of ground-layer combustion in 178 sites dominated by black spruce in Alaska, using data collected from 31 fire events between 1983 and 2005.

Önnur spurning sem vaknar gæti verið hvort að hægt sé að nota hitastig í öllu Alaska til að skoða þetta, þekki það bara ekki. Annað er að þegar talað er um síðustu 10 ár, er bara verið að segja frá að á því tímabili hafi verið fleiri skógareldar á ákveðnu svæði, í frétt Science Daily er þetta orðað svona (rannsóknin nær yfir lengra tímabil):

"Over the past 10 years, burned area has doubled in interior Alaska, mostly because of increased burning late in the fire season," said co-author Eric Kasischke, a University of Maryland professor. "This is the first study that has demonstrated that increases in burned area are clearly linked to increases in fire severity. This not only impacts carbon storage, but also will accelerate permafrost loss and changes in forest cover."

Ágúst, vinsamlega skoða heimildirnar, eins og Höski bendir á. Hitt er svo annað mál að við þurfum ekki að svara öllum þeim spurningum sem vakna, þó svo við skrifum stutta frétt um þetta mál. En það er alltaf fróðlegt að velta hlutunum fyrir sér :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 13.12.2010 kl. 12:33

6 identicon

Á þessum tíma, má benda á það að Norður póllinn (Geomagnetic pole) hefur verið að færast burt frá Alaska og að Síberíu, sem sjá má hér:

http://gsc.nrcan.gc.ca/geomag/nmp/long_mvt_nmp_e.php

Þannig að þetta hefur ekkert að gera með "global warming". Þá má einnig benda á, að segulsvið jarðar er undirorpið miklum breitingum ...

http://news.nationalgeographic.com/news/2008/06/080630-earth-core.html

http://www.wired.com/wiredscience/2010/09/superfast-magnetic-reversal/

Þetta er nú að öllum líkindum aðal orsök veðurfarsbreitinga

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 18:01

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

1969 og 70 voru miklir skógareldar og mikið gert í því að slökkva í þeim en svo var ákveðið að láta náttúrunna sjá um sig sjálfa nema hætta steðjaði að. Ég man aldrei eftir því að þá væri talað um gróðurhúsaáhrif. Veturnir voru kaldir og það kaldir að menn höfðu aldrei munað annað eins eða -65C sumur ágæt. Svo voru aðrir þar sem snjór var það mikill og meiri en menn höfðu munað en fólk spáði ekki neitt í þessi gróðurhúsa áhrif nema þeir sem höfðu gróðurhús og rækta tómata sér til dundurs en þeir virkilega kunnu að meta gróðurhúsaáhrifin.

Valdimar Samúelsson, 13.12.2010 kl. 18:23

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Valdimar:

Það er rétt að það er ekkert nýtt í því að það kvikni skógareldar, það hefur átt sér stað síðan skógar byrjuðu að vaxa á jörðinni og við heyrum árlega um skógarelda sem t.d. ógna byggð. Þessi rannsókn tekur heldur ekkert sérstaklega á því hvort eldarnir eru slökktir eður ei þarna í Alaska (ég veit svo sem ekki hvort verið er að eltast við þá skógarelda sem eru mjög langt frá byggð almennt), heldur er verið að skoða hvort hægt er að "tengja" núverandi loftslagsbreytingar við skógarelda á ákveðnum stöðum í Alaska. Það eru svo sem ekki mörg ár (en þó um 20-30 ár) síðan við fórum almennt að spá í aukin gróðurhúsaáhrif af mannavöldum, en á núverandi tímapunkti eru fræðin á bak við þær kenningar nokkuð vel þekkt og engin ástæða til annars en að skoða hugsanlegar afleiðingar þess að losa gróðurhúsalofttegundir í andrúmsloftið, ekkert óeðlilegt við það (hvort sem þessi ákveðna rannsókn reynist standast tímans tönn eða ekki).

Bjarne:

Mælingar staðfesta kenninguna

Sveinn Atli Gunnarsson, 13.12.2010 kl. 19:28

9 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka Bjarne Já auðvita eru þetta viðurkennd vísindi enda bara gott að fylgjast með Co2 í loftinu. Það versta sem getur skeð er þegar ekkert Co2 er þá deyr allur gróður. Á meðan það er ekki þá er hægt að þrátta um hve mikið er of mikið. Þetta er virkilega góð síða og gaman að fylgjast með. 

Valdimar Samúelsson, 13.12.2010 kl. 21:43

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sælir aftur

Svo ég útskýri betur hvers vegna ég skil ekki samhengi hlutanna í þetta sinn og reyni að svara spurningunum mínum sjálfur af veikum mætti:


1) Hve mikið hefur hitastig farið hækkandi í Alaska þau "undanfarin 10 ár" sem miðað er við?

Svarið sést af neðri ferlinum hér fyrir ofan. Það er um 2004 sem hitinn er langt fyrir ofan meðallag, en ekki gildir það sama um fyrri hluta og lok áratugarins.
.

2) Hve mikið hefur hitastig lofthjúps jarðar hækkað (tölfræðilega marktækt)  undanfarinn 10 ár og 15 ár (að frátöldum áhrifum El-Nino 1998 & 20010)?


Hér vandast málið og um þetta má eflaust deila endalaust. Í viðtali við BBC 13 febrúar 2010 svarar Dr Phil Jones prófessor og forstöðumaður hinnar heimsþekktu loftslagsfræðistofnunar Climate Research Unit (CRU) nokkrum spurningum sem Roger Harrabin leggur fyrir hann. Sjá http://news.bbc.co.uk/2/hi/science/nature/8511670.stm#

Í annarri spurningunni er spurt: "B - Do you agree that from 1995 to the present there has been no statistically-significant global warming?"

Svarið er: "Yes, but only just. I also calculated the trend for the period 1995 to 2009. This trend (0.12C per decade) is positive, but not significant at the 95% significance level. The positive trend is quite close to the significance level. Achieving statistical significance in scientific terms is much more likely for longer periods, and much less likely for shorter periods".

Þarna kemur fram hækkun hitastigs síðastliðin 15 ár er varla tölfræðilega marktæk. Væntanlega enn síður síðastliðin 10 ár sem ég spurði líka um.

... Annars þarf að skoða þetta svar með hliðsjón af fyrstu spurningunni sem Harrabin hjá BBC spurði og Phil Jones vísar til hér að ofan: "A - Do you agree that according to the global temperature record used by the IPCC, the rates of global warming from 1860-1880, 1910-1940 and 1975-1998 were identical?"

Í svari Dr Phil Jones við þessari spurnigu kemur m.a fram "...So, in answer to the question, the warming rates for all 4 periods are similar and not statistically significantly different from each other".

Þessi svör hins heimsþekkta fræðimanns segja mér að óvissan sé mikil og að það þurfi að stíga varlega til jarðar þegar fjallað er um þessi mál.

 .

3) Hve góð er samsvörun breytinga á hitastigi við fjölda skógarelda í Alaska?

Með hliðsjón af því sem kemur fram í spurningum mínum hér að ofan á ég bágt með að sjá að samsvörun sé nokkur.   Sjálfsagt sjá þó margir betur en ég.

.

4) Er þessi hækkun hitastigs af völdum skógarelda í Alaska bundin við Alaska eða er hún á heimsvísu?

Hækkunin hlýtur að vera á heimsvísu. CO2 er lofttegund sem breiðist hratt út með veðri og vindum.

.

5) Hve mikilli breytingu á hitastigi hafa þessir auknu skógareldar valdið, mælt í gráðum Celcius ?

Þetta er útilokað að mæla. Svarið hlýtur að liggja í míkrógráðum og hverfa gjörsamlega í eðlilegt hitaflökt og mælióvissu. Það er þó hægt að slá á það ef magn CO2 sem er losað er þekkt og nota hina þekktu logartitisku formúlu um áhrif CO2 til breytinga á hitastigi.
.

6) Er þessi "magnandi svörun" sem fjallað er um í pistlinum mælanleg og tölfræðilega marktæk ?

Með hliðsjón af ofansögðu þá finnst mér svarið vera neitandi. Í huga mínum hringdu þúsund bjöllur þegar ég las um þessa rannsókn og tel að frekar sé um að ræða áhugavert akademiskt tibúið vandamál fremur en raunverulegt.

.

En sem sagt, eins og sést á þessu svari mínu þá er þetta langt fyrir ofan minn skilning á samhengi hlutanna.

Með góðri kveðju...



Ágúst H Bjarnason, 14.12.2010 kl. 06:03

11 identicon

Já hún er skrítin þessi rannsókn.  Þarna eru náttúru- og skógræktarfræðingar farnir að fullyrða um loftslagsvísindi útfrá athugunum sínum.

Ég held að áhættuvaldarnir á bak við skógarelda séu nokkuð vel þekktir, efstir á blaði eru brennuvargar, eldsneyti (gróður og gróðurleyfar) og veður fylgja síðan fast á eftir.

Það að geta fullyrt að aukning skógarelda, sé ekki bara bein afleiðing af hækkun hitastigs af okkar völdum, heldur hafi einnig orðið til hækkunar hitastigs; út frá rannsóknum á 31 skógareldi undanfarin 22 ár; er ekki mjög sannærandi.

Þetta minnir á hokkíprikið.

Finnur (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 08:16

12 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir þetta Ágúst, en af því að þú varst að velta Phil Jones fyrir þér, þá væri ráð að skoða aðra spurningu og svar úr sömu grein þar sem hann er spurður eftirfarandi spurningar og gefur eftirfarandi svar:

E - How confident are you that warming has taken place and that humans are mainly responsible?

I'm 100% confident that the climate has warmed. As to the second question, I would go along with IPCC Chapter 9 - there's evidence that most of the warming since the 1950s is due to human activity.

Annars er ég ósammála því mati þínu Ágúst að hitastigsaukning síðustu ára sé "varla tölfræðilega marktæk" eins og þú velur að orða það Ágúst, þó svo hann hafi ekki náð á 95% öryggisbilið (hann er þó ekki langt frá því, kannski hann hefði náð á 90% öryggisbilið) og svo talar hann um að leitnin hafi verið upp á við 0,12°C/áratug. Hins vegar er það vitað að erfitt er að fá tölfræðilega marktækar tölur yfir tímabil sem eru innan 10-15 ára tímabila, þú ættir að þekkja það Ágúst. Annars virðist spurningum þínum svarað eftir þinni eigin sannfæringu Ágúst, en allt í góðu með það.

Sveinn Atli Gunnarsson, 14.12.2010 kl. 08:29

13 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur, við sögðum nú bara frá þessari rannsókn, hún er ekki neinn hornsteinn gróðurhúsakenninganna, en að telja að þessi rannsókn eigi eitthvað skilt með hinni svokölluðu hokkíkylfu eða að hún sé eitthvað boginn er nú bara þín söguskýring, sjá mýtun - Hokkíkylfan er röng.

Sveinn Atli Gunnarsson, 14.12.2010 kl. 08:37

14 identicon

Ef leitar að "Northern Wildfires Threaten Runaway Climate Change, Study Reveals" með google, þá færðu yfir 20 þúsund tilvísanir.  Þannig að það eru fleiri en þið sem "segið bara frá þessari rannsókn".

En aðdráttaraflið fellst auðvitað í titillinum, hann höfðar til þeirra sem óttast afleiðingar loftslagsbreytinga -- og pirrar okkur hina.  Og einmitt helsta vandamál umræðunnar er hversu tilfinningablendin hún er.

Maður hlýtur því að velta fyrir sér hver er tilgangurinn með því að velja þennan titil á niðurstöður rannsóknar á skógareldum í Alaska?

Og tilvísunin í hokkíprikið er hvort niðurstaðan sé réttlætanlegt útfrá gögnunum, þ.e. eru þetta áræðanleg vísindi.  Ég bendi á afhverju mér finnst þetta afar ósannfærandi, og get sömuleiðis tekið undir athugasemdir Ágústar.

Finnur (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 11:41

15 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gjörðu svo vel Finnur, láttu ljós þitt skína. Reyndar er ég alveg ósammála þér varðandi bæði hokkíkylfuna (það eru nokkuð góð vísindi, þó að proxírannsóknir hafi sínar takmarkanir) og einnig í því að eitthvað sé að tiltlinum, "Magnandi svörun í Alaska", en hvað um það, ekki get ég gert að því að það pirri "ykkur hina"... Mér þykir sjálfsagt mál að segja frá hinum og þessum rannsóknum, en þeim sem vilja (eins og þú Finnur) afneita öllum helstu niðurstöðum loftslagsvísindanna mun sjálfsagt alltaf mislíka okkar nálgun, hver sem hún er...en það stoppar okkur að sjálfsögðu ekki, en getur að einhverju leiti haldið okkur á tánum ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 14.12.2010 kl. 12:15

16 identicon

"...þeim sem vilja (eins og þú Finnur) afneita öllum helstu niðurstöðum loftslagsvísindanna..."

Hvað vakir fyrir þér með þessari fullyrðingu?

Þú áttar þig vonandi á því að tilvísun mín í hokkíprikið er gagnrýnin á þau vísindi sem lágu á bak við línuritið í 2001 skýrslu IPCC af higastigi jarðar undanfarin 1000 ár.  Og fullyrðingin sem fylgdi að hitastigshækkun 20 aldar ætti sér ekkert fordæmi, sem var síðan kyrfilega hamrað inn með óskarsverðlaunamynd nóbelsverðlaunahafans Al Gore.

Þótt enn sé deilt um réttmæti þessara vísinda, þá hefur IPCC allavega dregið talsvert í land.  Þ.e. jafnvel IPCC efast um áræðanleika hokkíkylfunnar (þessarar einu sönnu).

Síðan skellur climatgate á, og birtir okkur mynd af egótistískum vísindamönnum sem gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að stjórna, ekki bara hvaða rannsóknir fengust birtar, heldur einnig hverjir hefðu aðgang að niðurstöðum mælinga.

Ef bara þessi tvö atriði fá ekki hugsandi fólk, sem hefur áhuga á loftslagsvísindum, til að staldra við þegar fullyrt er að það sé "Magnandi svörun í Alaska", samkvæmt rannsókn náttúrufræðinga og skógarfræðinga á 31 skógareldum; þá hefur það misst áhuga á vísindunum - eða kannski aldrei haft hann.

Finnur (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 13:12

17 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég er nú bara að vísa í þínar fyrri fullyrðingar um vísindin í athugasemdakerfinu hér, en ef ég hef eitthvað misskilið þig, þá máttu bara leiðrétta það við mig...er eitthvað við loftslagsvísindin sem þú telur vera marktækt?

Það hefur nú mikið vatn runnið til sjávar síðan 2001, en hokkíkylfan stendur enn og er meira að segja komin betrumbætt útgáfa síðan þá.

Er þetta ekki ágætt dæmi um afneitun loftslagsvísindanna:

Þótt enn sé deilt um réttmæti þessara vísinda (Finnur 14.12.2010 kl. 13:12)

Það eru nú ekki margir sem afneita heilli vísindagrein með svona orðalagi...þú hefur nú elst við okkur í nokkra daga með útúrsnúningum og öðrum orðhengilshætti sem ekki er hægt að túlka á annan hátt en að þér þyki ekkert í loftslagsvísindunum marktækt, s.s. afneitun heillar vísindagreinar...en gjörðu svo vel ekki láta mig trufla þig í því. En ef þig langar að rökræða hlutina þá er ekki nóg að fullyrða um að vísindin séu öll röng, heldur væri fróðlegt að fá heimildir sem styðja mál þitt, annars ertu sjálfur ekki marktækur um málið...

Þessi litla frétt um rannsókn sem birtist nýlega í Nature Geoscience, breytir svo sem ekki fræðigreininni sem slíkri, jafnvel þó hún reyndist röng eða hver sem yfirskrift okkar er og hvernig sem það pirrar "ykkur hina"...

Það getur hver sem er komið með innihaldslausa gagnrýni og fullyrðingar um heila vísindagrein, kúnstin er að vera með innihald Finnur, spáðu aðeins í það.

Sveinn Atli Gunnarsson, 14.12.2010 kl. 13:29

18 identicon

"Það hefur nú mikið vatn runnið til sjávar síðan 2001, en hokkíkylfan stendur enn og er meira að segja komin betrumbætt útgáfa síðan þá."

Hokkíprikið frá 2001 stendur ekki, enda kom í ljós að tölfræðin á bak við hana var ábótavant.  Leiðréttingar IPCC eru á þá leið að graf yfir hitastig síðustu 1000 ár líkist alls ekki neinu hokkípriki.

Finnur (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 23:26

19 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur:

IPCC stundar ekki rannsóknir eða mælingar og getur því ekki "leiðrétt" svona hluti. Ég tel að þú þurfir að kynna þér þessi mál eitthvað frekar, getur t.d. byrjað á að skoða eftirfarandi glænýja færslu á loftslag.is, Hokkíkylfa eða hokkídeild?, þarna má m.a. sjá endurbættu útgáfuna af hokkíkylfunni svokölluðu frá 2008. En enn og aftur fullyrðir þú bara út í loftið án hinna minnstu heimilda, segir nú nokkuð mikið um þína nálgun á fræðín, Finnur.

Sveinn Atli Gunnarsson, 15.12.2010 kl. 08:28

20 identicon

Hokkíkylfa -- eða prik, hefur beint skaft og síðan kylfuhaus.  Leiðrétt hitastigsgraf, eins og í þessari glænýju færslu á loftslag.is, hefur ekki beint skaft og hefur þ.a.l. ekki lögun hokkíkylfu.

Rétt skal vera rétt!

Finnur (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 08:49

21 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Óttalegur útúrsnúningar eru þetta Finnur, þetta er sú rannsókn sem hefur verið kennd við hokkíkylfuna og sýnir að, af öllum líkindum er orðið hlýrra núna á heimsvísu en var á miðöldum.

Ef þú ætlar að fara að snúa út úr að prikið sé ekki nógu beint fyrir þinn smekk þá þú um það, en það er nú hálfgerður orðhengilsháttur, enda er þetta rannsóknin sem kennd er við hokkíkylfuna og það er að mínu mati og margra annarra hægt að sjá hokkíkylfuformið, þó þú sért gersamlega blindur á það Finnur og viljir hafa prikið beinna :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 15.12.2010 kl. 08:59

22 identicon

Samkvæmt wikipedíu, þá er uppruni "Hockey Stick", eða hokkípriksins eins og ég kýs að þýða það, þessi:

The term hockey stick was coined by the climatologist Jerry Mahlman, to describe the pattern, envisaging a graph that is relatively flat to 1900 as forming the hockey stick's "shaft", followed by a sharp increase corresponding to the "blade".

 Sem má lauslega þýða:

Loftslagsvísindamaðurinn Jerry Mahlman fann upp hugtakið hokkírprik til að lýsa línuriti sem er tiltölulega flatt fram að 20. öldinn, sem líkja má við skaft á hokkípriki, og rís síðan snarlega, sem líkja má við hausinn á hokkípriki.

Eða, m.ö.o. hugtakið var hugsað sem samlíking á línuriti, og það fellur vel að línuritinu í tilvísuninni sem titlað er "Human fossil fuel emission".

Hinsvegar eru nýjustu línurit sem áætla hitastig undanfarin 1000 ár fjarri því að vera flöt fram að 20. öldinni.

Spurning um hver er að snúa útúr?

Finnur (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 11:48

23 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Segðu mér Finnur: Þú finnur "hokkíprikinu" allt til foráttu - en hvað með nýlegri gröf, t.d. þessi tvö:

 

 

Hefurðu einhverja skoðun á þeim?

Höskuldur Búi Jónsson, 15.12.2010 kl. 12:08

24 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur:

Spurningunni er auðsvarað :)

Þú ert að snúa útúr, hvað sem gerðist á undan, þá er hokkíkylfa Mann og félaga sú sem um er rætt og þú varst að vitna til sjálfur þegar þú kallaðar það "hokkíprikið"...þannig að útúrsnúningurinn er þinn. En takk fyrir að benda á heimild, þó hún komi færslunni ekkert við, batnandi fólki er best að lifa :D

En rannóknir Mann og félaga eru marktækar og grafið er líkt við hokkíkylfu á stundum og vel þekkt sem slíkt (hvort sem prikið er nógu beint fyrir þig Finnur), einmitt vegna þess hvernig það er í laginu.

Þessir útúrsnúningar þínir eru ekki svaraverðir lengur, hálfkjánalegt að afneita vísindunum á alla mögulega vegu, en benda ekki á neinar rökfærslur aðrar en að "prikið er ekki nógu beint fyrir minn smekk" og annað í þeim dúr...

Sveinn Atli Gunnarsson, 15.12.2010 kl. 12:12

25 identicon

Er ekki fyrra línuritið frá 2005?  Þ.e. ekki mjög nýlegt?

Er ekki seinna línuritið niðurstaða frá Mann?  Þ.e. höfundi 2001 línurítsins.

Ég held að línuritið á wikipedia: sé úr skýrslu IPCC.

Þú getur eflaust fengið beina línu fram að 1900 út frá meðaltali valdra niðurstaðna.  En þá þarftu líka að afneita sögunni.  T.d. heimildum um að kornrækt hafi verið stunduð á Íslandi um landnám og landið klætt skógi frá fjalls til fjöru.

Og svo er það spurningin um nákvæmni hitstigsákvarðana út frá proxy.  Er það ekki viðurkennt að þær séu ónákvæmar -- spurningin er bara um hversu ónákvæmar?

Og svo hlýtur maður að velta fyrir sér afhverju hitastigið á jörðinni hafi verið nánast fasti í 900 ár (prikið í hokkíprikinu).  Við vitum að hitastig er breytilegt, við höfum köld ár (1918), hlý ár (1964).  Við vitum að veðurfarið er ekki fasti -- það er stöðugt að breytast.

Finnur (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 13:22

26 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Við vitum að hitastig hefur farið bæði upp og niður í gegnum tíðina Finnur, t.d. vitum við það með því að skoða rannsóknir Mann og félaga, spurning hvort þú hafir kynnt þér þetta Finnur :)

Það þarf ekkert að afneita sögunni, það heldur því engin fram að það hitastig á Íslandi við landnám geti ekki hafa verið svipað eða jafnvel hærra en nú er. En Ísland er nú ekki endilega lýsandi fyrir hitastig á heimsvísu.

Hvaða hokkíkylfu graf ertu að vitna í þegar þú talar um að veðurfar hafi verið fasti? Það er ekki svo á nýjustu gröfunum allavega, ekki heldur því frá 2001 (sem þú vitnaðir mikið í hér á undan). Hið nýja hokkígraf sýnir nú tiltölulega miklar sveiflur svo dæmi sé tekið...

Annars erum við komnir langt út fyrir efni færslunnar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 15.12.2010 kl. 13:48

27 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Í kafla 6.6 í AR4 vinnuhópi 1 (IPCC) er þessi mynd:

 http://www.ipcc.ch/publications_and_data/ar4/wg1/en/fig/figure-6-10-l.png

Í þeim kafla er farið nokkuð ítarlega yfir fornloftslag og hvernig það er fengið út - mæli með lestri á honum.

Höskuldur Búi Jónsson, 15.12.2010 kl. 14:13

28 identicon

Ég get ekki séð hokkíprik í þessum línuritum, þ.e. ekkert af þessum línuritum er flatt fram á 20. öldina.

Finnur (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 14:44

29 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Finnur segir:

Ég get ekki séð hokkíprik í þessum línuritum, þ.e. ekkert af þessum línuritum er flatt fram á 20. öldina.

Ég segi bara: Hvað með það?

Þrátt fyrir mjög mismunandi rannsóknir, mismunandi gögn, mismunandi úrvinnslu, þá segja þessar myndir sömu sögu:

Allar þessar hokkíkylfur sýna það sama – við mennirnir erum að valda umtalsverðri og skjótri röskun á loftslagi Jarðar.

Hér fyrir neðan eru fleiri myndir fyrir þig:

Hér er nýleg mynd úr nýlegri rannsókn (sjá frétt um Tanganyika vatn frá í vor)

Lake Tanganyika lake surface temperature

Önnur grein birtist nýlega sem sýnir áætlað hitastig í Norður Atlantshafi (sjá hér):

 

Svo eru nokkur gröf sem sýna ýmsar mismunandi rannsóknir (sjá hér):

 

 

 

Höskuldur Búi Jónsson, 15.12.2010 kl. 14:57

30 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hvaða graf ert þú að vísa í þegar þú talar um flatt graf, það væri fróðlegt að vita það? Miðju grafið hjá Höska er nú það sem oft er kallað hokkíkylfan hin nýja, sama hvað þú þykist eða þykist ekki sjá...en kannski hefurðu enga athugasemd við þetta graf?

Annars eru þessi gröf nokkuð lýsandi fyrir núverandi þekkingu okkar, hitastig hefur stigið hratt á síðustu áratugum (hokkíkylfan) og er hitastig á heimsvísu talið vera hærra en það var á miðöldum. Hitt er svo annað mál að hokkíkylfugrafið svokallaða er nú bara eitt af púslunum í heildarmyndinni, það er fjöldinn allur af öðrum rannsóknum og mælingum sem staðfesta að gróðurhúsalofttegundir hækka hitastig, sama hvað líður hitastigi á miðöldum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 15.12.2010 kl. 15:04

31 identicon

Ef einhver skyldi villast hér inn og furða sig á því hvað við erum að deila um, þá peistaði ég hokkíprikinu hér inn (af wikipedia):


Finnur (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 15:05

32 identicon

"Hvaða graf ert þú að vísa í þegar þú talar um flatt graf, það væri fróðlegt að vita það?"

Ég gaf mér að þú vissir að línurítinu hér að ofan, sem var í 2001 IPCC skýrslunni og óskarsverðlauna heimildamynd nóbelsverðlaunahafans Al Gore.

Finnur (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 15:15

33 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Og hvað Finnur? Er þetta hokkíkylfan sem að þú segir að sé með hitastiginu sem fasta? Líttu aðeins betur á þetta graf, gráa svæðið gæti verið áhugavert fyrir þig...

Þetta er í raun bara enn ein hokkíkylfan, sem sýnir svipaða hluti og gröfin sem Höski hefur sett inn, og það er fullt af gögnum á bak við öll gröfin og ef þú lítur t.d. á kafla 6.6 vinnuhópi hjá IPCC, sem Höski benti á, þá geturðu lesið nánar um hvað er á bak við það graf sem er þar.

En er málið það, Finnur, að þetta graf sem þú settir inn síðast sé að þínu mati ómögulegt og fer í pirrurnar á þér, en hin nýrri þá góð og gild eða hvað? Eða er þetta kannski allt ómögulegt bara..?

Sveinn Atli Gunnarsson, 15.12.2010 kl. 15:37

34 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

PS. Eða er það bara Al Gore sem fer í taugarnar á þér? :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 15.12.2010 kl. 15:39

35 identicon

Vandamálið er, að samkvæmt hokkíprikinu, þá eru óverulegar breytingar á hitastigi frá árinu 1000-1900.

Nú, 10 árum síðan, þá vitum við betur.  Nýjustu rannsóknir benda til að það hafi verið mun meiri sveiflur í hitastigi undanfarin 1000 ár en hokkíprikið sagði til um.

Eða, m.ö.o. það er ólíklegt að hitastigsbreytingar frá 1000-1900 hafi verið óverulegar.

Finnur (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 16:32

36 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Samt sem áður er niðurstaðan svipuð varðandi það að hitastig sé hærra núna en á miðöldum, en að sjálfsögðu er einhver óvissa í þeim málum. Annars held ég að þú sért að gera of lítið úr þeim sveiflum sem eru á grafinu frá 20001, í huga þér (hvar í IPCC skýrslunni er þetta graf? - þar má væntanlega finna nánari útskýringar á grafinu - ef það er nákvæmlega þetta graf). En hitt er svo annað mál að vísindin eru í stöðugri þróun og er nýja hokkíkylfan kannski gott dæmi um það.

Sveinn Atli Gunnarsson, 15.12.2010 kl. 16:44

37 identicon

Finnur: prófa þú að afhenda hokkíleikmanni kylfu með svona "beinu" skafti (eins og þú kallar skaftið frá 2001). Þú myndir eiga fótum þínum fjör að launa.

Líklega eru nýrri línurit betri en þetta elsta frá Mann og félögum. Það er oft þannig í vísindum að nýrri rannsóknir taka þeim eldri fram. Í millitíðinni er safnað fleiri gögnum og unnið í því að fá fram meiri nákvæmni í aðferðum. Mér skilst að enn séu talsverðar gloppur í gögnum til að áætla meðalhitastig jarðar 1000 ár aftur í tímann. Sérstaklega er skortur á gögnum um suðurhvelið.

Jón Erlingur Jónsson (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 23:57

38 identicon

Svona lítur hokkíprik út


Mér finnst þetta ágætis samlíking yfir línuritið frá 2001, en hinsvegar engan vegin lýsanleg fyrir nýjustu línuritin.  Mér dettur einna helst í hug að þetta sé brandari hjá Svatla að kalla þau nýja og betrumbætta hokkíkylfu.

Finnur (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 00:45

39 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Tómir útúrsnúninar hjá þér Finnur :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.12.2010 kl. 06:55

40 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

PS. Finnur; prófaðu að gúgla "hockey stick graph" - þegar talað er um hin svokölluðu hokkíkylfu-gröf þá eru nokkuð mörg gröf sem koma upp, en það er alveg kristaltært að hið nýja svokallaða hokkíkylfugraf Mann og félaga fellur undir hin umtöluðu hokkíkylfugröf (sem er náttúrulega bara nafn á ákveðna tegund grafa), enda eiga þau það sameiginlegt að sýna uppsveiflu, t.d. hitastigs eða í styrk koldíoxíðs, í nútíma (s.s. síðustu rúm 100 ár).

PS. II. Finnur, þú snýrð kylfunni öfugt miðað við hvernig þetta er yfirleitt sýnt á gröfunum, en kannski það sé bara brandari hjá þér :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.12.2010 kl. 07:21

41 identicon

Ef þú gúglar "hockey stick graph definition", þá færðu m.a. annars þetta:

"The graphs of these reconstructions show a separation into two trends. From 1000 C.E. to 1880 the temperature graphs show a slow, irregular steady decline. From 1880 to present temperatures increase about 0.6 °C."

Eða í lauslegri þýðingu:

Hokkípriks-línurit sýna tvennskonar hegðun hitastigsbreytinga.  Stöðuga, en hægfara og óreglulega, lækkun hitastigs frá árinu 1000 til 1880, en aukningu um 0.6 C síðan þá.

Hvaðan hefurðu þína skilgreiningu, Svatli?

Finnur (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 08:43

42 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur, óttalegir útúrsnúningar eru þetta í þér, þetta er orðið kjánalegt hjá þér.

Annars vitum við báðir að hið nýja hokkíkylfugraf Mann og félaga er oft kallað hokkíkylfugraf (prófaðu að gúgla new hockey graph stick - skoðaðu svo myndir), hvað sem þessari "skilgreiningu" þinni líður. Þú ert kominn út í horn í þessum útúrsnúningum þínum og ert farin að leita að logandi ljósi að einhverju sem að styður mál þitt... En þetta skilgreiningarstríð þitt skiptir akkúrat engu máli í heildardæminu. Fyrst og fremst þá hafa verið gerð fleiri gröf sem stundum ganga oft undir nafninu hokkíkylfu-gröf, og sem sýna að hitastigið á síðustu 100 árum hefur stigið tiltölulega mikið í sögulega samhengi. Grafið fyrir hitastig síðustu 1000 árin hefur verið betrumbætt á síðustu árum, sem er hið besta mál, og þú getur væntanlega tekið undir að nýju gröfin eru betri en þau fyrstu (hvort sem að þú vilt persónulega kalla nýjustu gröfin hokkíkylfugröf eður ei)...

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.12.2010 kl. 09:14

43 identicon

"En þetta skilgreiningarstríð þitt skiptir akkúrat engu máli í heildardæminu."

Hvað meinarðu með heildardæminu?

Finnur (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 12:39

44 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur:

Hvað í ósköpunum meinar þú eiginlega, endalausar spurningar og útúrsnúningar, þetta er bara kjánalegt hjá þér (dejavu).

Þú heldur því fram að eitthvað hafi verið bogið við hokkíkylfuna frá 2001 og sérð allskyns boga á öllum hokkíkylfunum sem koma eftir þann tíma... Ég spyr þig núna, hvaða máli skiptir hugsanlegur "galli" í 2001 hokkíkylfunni fyrir loftslagsvísindin, að þínu mati, ef einhver? Og erum við ekki sammála um að nýrri "hokkíkylfurnar" sýna betur hugsanlega hitaþróun síðustu 1000 ára en fyrri "hokkíkylfur"? Hvaða áhrif hefur það að þínu mati á loftslagsvísindin, þó svo 2001 "hokkíkylfan" hafi hugsanlega ekki sýnt hitaþróun nákvæmlega þér að skapi?

Ekki að ég nenni að svara þessum útúrsnúningum þínum lengur Finnur...en kannski geturðu útskýrt fyrir okkur hvað í ósköpunum þú ert að fara með einhverjum "skilgreiningarstríði" varðandi hokkíkylfuna og hvaða áhrif, að þínu mati, það hefur að eitt graf sé kallað einu nafni og annað graf eitthvað annað???

PS. Nú kemur Finnur með..."hvað meinarðu með...(útúrsnúningur að vali Finns)..." ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.12.2010 kl. 13:04

45 identicon

"Þú heldur því fram að eitthvað hafi verið bogið við hokkíkylfuna frá 2001..."

Ég hélt að að það væri almennt viðurkennt að hokkíkylfan væri í besta falli ónákvæm.  Enda hafa nýrri rannsóknir sýnt að hitastig frá árinu 1000 til 1880 var ekki stöðugt lækkandi, heldur voru tvær stóra sveiflur, hlýindaskeið frá 950-1250 og kuldaskeið frá 16 og framá 19 öld:


"...hvaða máli skiptir hugsanlegur "galli" í 2001 hokkíkylfunni fyrir loftslagsvísindin..."

Þetta er spurning um trúverðugleika.  Ef nýjar rannsóknir sýna niðurstöður sem ganga þvert á hokkíkylfuna, þá ætti hún þar með að vera dæmd ónothæf sem lýsing á hitastigsbreytingu síðustu 1000 ára.

"...útskýrt fyrir okkur hvað í ósköpunum þú ert að fara með einhverjum "skilgreiningarstríði" varðandi hokkíkylfuna..."

Óljósar skilgreiningar á hugtökum leiða ævinlega til misskilnings.

Finnur (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 01:14

46 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég hélt að að það væri almennt viðurkennt að hokkíkylfan væri í besta falli ónákvæm.

Það er ekki rétt hjá þér, þá veistu það...en betri rannsóknir/framsetning hefur þó komið fram..

Þetta er spurning um trúverðugleika.

Sjá svar hér að ofan, þetta voru trúverðugar rannsóknir, hverju sem þú heldur fram...

Óljósar skilgreiningar á hugtökum leiða ævinlega til misskilnings.

Sammála þér, og líka óljósar fullyrðingar um t.d. "hokkíprik"...

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.12.2010 kl. 08:23

47 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

PS. Nýjar rannsóknir ganga ekki þvert á niðurstöður hokkíkylfunnar frá 2001 (langaði bara að undirstrika það)...

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.12.2010 kl. 08:41

48 Smámynd: Loftslag.is

Sæll Finnur - hér koma lokaorð okkar til þín út af hokkíkylfunni.

Í fyrsta lagi: Það er tilgangslaust að rífast við þig um þessa hokkíkylfu, þar sem við vitum ekki hvað þú ert að fara oft á tíðum og vegna þess að þú endurtekur sömu rökin aftur og aftur - þá aðallega um að seinnitíma línurit hafi ekki lögun hokkíkylfu!.

Í öðru lagi: Hvorki hokkíkylfan, né seinnitíma línurit hafa hreinar útlínur hokkíkylfu (ekki einu sinni þótt ekki sé horft á óvissuna), en eins og segir annars staðar hér í athugasemdum:

Allar þessar hokkíkylfur sýna það sama – við mennirnir erum að valda umtalsverðri og skjótri röskun á loftslagi Jarðar.

Þ.e. þær sýna sveiflur síðastliðin þúsund ár (mismiklar eftir gröfum) og svo áberandi miklar breytingar síðastliðin rúmlega 100 ár, þ.e. ef miðað er við næstu 900 ár þar á undan. Því skiptir nákvæmt útlit hokkíkylfanna ekki öllu máli - heldur hvað þessi línurit eru að segja okkur.

Í þriðja lagi: Það hefur aldrei fengið staðfest að upprunalega hokkíkylfan hafi verið illa gerð. Seinni tíma viðbætur og lagfæringar á hokkíkylfunni koma til vegna þess að vísindin þróast: gögn batna og úrvinnsluaðferðir verða betri - þetta kallast framför. Aðrar rannsóknir, aðrir höfundar, aðrar aðferðir og önnur gögn sýna sambærilegar niðurstöður - ekki nákvæmlega það sama - en sambærilegar niðurstöður.

Í fjórða lagi: Þótt einhverjir hafi haldið því fram að hokkíkylfan væri illa gerð (sem ekkert bendir til), þá hefur hokkíkylfan aldrei verið undirstaða í niðurstöðum IPCC. Þetta er samt mjög myndrænt graf og því eðlilegt að þeir sem afneita hnattrænni hlýnun skuli berjast gegn henni (og meira að segja ljúga og falsa niðurstöður til að koma því á framfæri - samanber Wegman skýrsluna).

Í fimmta lagi: Öll rök þín gegn hokkíkylfunni ættu að verða að engu, þar sem þú notar sjálfur hokkíkylfuna víðfrægu aftur og aftur í myndinni sem þú kýst að birta. Ef þetta er svona ómögulegt línurit, af hverju notarðu hana? Eða hefurðu ekki skoðað heimildir á á bak við þessa mynd? Ef þú hefur ekki skoðað heimildir á bak við mynd sem þú notar sem aðalrök þín, þá ert þú ekki marktækur í þessari umræðu.

Í sjötta lagi: Það er augljóst að þú ert hérna eingöngu til að trufla, draga umræðuna á langinn með fullyrðingum sem ekki er fótur fyrir - án þess að koma með heimildir fyrir því. Því er fyrir löngu kominn tími á að hætta að svara þér og það hyggjumst við báðir gera - þótt þrjóskir séum.

P.S.


Inn í þessum liðum hér fyrir ofan eru fullt af spurningum sem þú mátt í sjálfu sér svara - en ekki búast við svörum við því frá okkur, nema þú komir með góð og gild rök, stutt dæmum og heimildum.


kv.
Ritstjórar  loftslag.is

Höski Búi og Sveinn Atli

Loftslag.is, 17.12.2010 kl. 10:06

49 identicon

Þessi fullyrðing er kjarni málsins:

"Því skiptir nákvæmt útlit hokkíkylfanna ekki öllu máli - heldur hvað þessi línurit eru að segja okkur."

Hokkikylfan sagði okkur að hitastighækkun 20. aldarinnar á sér ekkert fordæmi undanfarin 1000 ár.

Undirhliggjandi fullyrðingin er að iðnbyltingin hafi breytt lofstlaginu, og verði ekki gerðar rótækar breytingar á því hvernig við högum okkur, þá mun hitastig halda áfram að hækka með tilheyrandi hamförum.

Það hlýtur að vera krafa almennings að vísindin á bak við þessa fullyrðingu séu nákvæm.

Fyrir almenning, þá skiptir nákvæmni hokkíkylfunnar því öllu máli.  Ef hugtakið hokkíkylfa lýsir ekki lengur línuriti yfir nýjustu útreikninga á hitastigi undanfarin 1000 ár, en því er samt sem áður haldið fram að þetta sé ný og betrumbætt hokkíkylfa -- þá er fórnarlambið trúverðugleiki loftslagsvísinda.

Enda er það staðreynd að almenningur er farinn að missa áhugan.

Finnur (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 11:31

50 Smámynd: Loftslag.is

Sjá lið tvö, þrjú og sex í síðustu athugasemd. Að lokum væri fróðlegt að fá viðbrögð frá þér vegna liðs fimm.

Loftslag.is, 17.12.2010 kl. 12:30

51 identicon

"Að lokum væri fróðlegt að fá viðbrögð frá þér vegna liðs fimm."

Ég hélt að það væri augljóst, en mín er ánægjan.

Þetta er hokkíprikið:


Og hér er ein af nýrri rannsóknum:


Ef ætti að lýsa fyrra línurtinu, þá væri það eitthvað á þessa leið:

Línuritinu má líkja við hokkíprik, við höfum tvennskonar hegðun.  Fyrst stöðuga, en hægfara og óreglulega, lækkun hitastigs frá árinu 1000 til 1880, sem kalla má skaftið, og síðan aukningu um 0.6 C síðan þá, sem kalla má hausinn.

Það þarf enga vísindaþekkingu til að átta sig á því að nýrra línuritið hefur ekkert sem líkist skafti.  Hver er þá tilgangurinn með því að kalla það nýja og endurbætta hokkíkylfu?

Finnur (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 12:56

52 Smámynd: Loftslag.is

Finnur: Lestu aftur lið fimm, við gefum þér annað tækifæri til að koma með vitræna athugasemd við þeim lið.

Loftslag.is, 17.12.2010 kl. 13:23

53 Smámynd: Loftslag.is

Vísbending:

 http://www.loftslag.is/wp-content/uploads/2010/01/Hockey_wiki-1000.jpg

Loftslag.is, 17.12.2010 kl. 14:24

54 identicon

Vísbending!  Skringileg kúnst hjá loftslag.

Ég vissi ekki að þeir höfðu hitamæla við landnám: "Data from thermometers (red).."

Finnur (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 14:36

55 Smámynd: Loftslag.is

Finnur: Heldurðu að þú vinnir einhverja rökræðu með því að skilja ekki (eða þykjast ekki skilja) spurningu og vísbendingu sem að þér er rétt?

Skoðaðu aftur lið fimm og ef þú getur ómögulega skilið það sem þar stendur þá mælum við með því að þú takir þessa umræðu eitthvert annað.

Loftslag.is, 17.12.2010 kl. 14:47

56 identicon

Ég skil ekki vísbendinguna.

Er það til of mikils mæls að ætlast til útskýringar?

Finnur (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 15:02

57 Smámynd: Loftslag.is

Finnur:Við bendum þér enn og aftur á að skoða lið fimm og vísum í tengil sem er í þeim lið, það er loka vísbendingin okkar.

Ef þú ætlar að halda áfram að koma með fullyrðingar, þá bendum við þér á að kynna þér málin nógu vel til að þú getir rökstutt þær fullyrðingar og vísað í heimildir. En best væri að þú myndir vita hvaða heimildir liggja að baki þeim línuritum sem þú vísar í.

Loftslag.is, 17.12.2010 kl. 15:18

58 identicon

Ég get bara endurtekið að línurit sem sýnir hlýindi við landnám og kuldaskeið frá 16. til 19. öld, hitastigssveiflu milli þessara tveggja tímabila uppá allt að 0,8 gráður, á skala sem er 1,6 gráður -- þ.e. sveiflast 50% á skalanum; fellur ekki að skilgreiningunni á skafti hokkípriks ("... a slow, irregular steady decline.").  Og á "vísbendingar" línuritinu þá er óvissu-sveiflan á skaftinu nálega 1,5 gráður, sem er ansi hrykkjótt í samanburði við einnar gráðu hausinn á 20 öldinni.  Eða m.ö.o. þá er skaftið hlykkjóttara en hausinn.

Þar er magnað að þið sjá þetta ekki, eða er það kannski bara vegna þess að þið viljið ekki sjá þetta?

Finnur (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 04:22

59 identicon

Rétt að viðurkenna að mér stendur nákvæmlega sama um hvort þið kallið áætlanir um hitastig undanfarin 1000 ár hokkíkylfu.

Það sem ég var forvitin um er hvort þið tækjuð mark á andstæðum rökum -- og það er vart hægt að finna auðveldara deiluefni en hvort nýjustu línurit líkjast hokkíkylfu.

Svör ykkar hafa einungis stutt þá afstöðu sem ég hef verið að hallast að undanfarin ár, að kenningar um  meiri háttar náttúruhamfarir af okkar völdum eru drifnar meira af hugmyndafræði en vísindum.

Ég held að niðurstöður Kaupmannahafnar og Cancún séu einungis í samræmi við afstöðu almennings -- trú á manngerða loftslagsbreytingu er á undanhaldi.

Og trúleysi almennings verður ekki leiðrétt með nýjum skýrslum um að hegðun okkar endi í verri náttúruhamförum en áður var giskað á.

Finnur (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 12:09

60 Smámynd: Loftslag.is

Finnur, takk fyrir spjallið, það er alltaf fróðlegt að sjá afstöðu þeirra sem afneita vísindum eða ákveðnum hlutum vísindanna sem ekki falla að hugmyndafræði þeirra...

Við höfum fengið það rækilega staðfest að þú skilur ekki þínar eigin "röksemdir" og veist ekki hvað þú ert að vísa til (ef eitthvað), takk fyrir að sýna svona afdráttarlaust fram á það Finnur, styrkir okkur í okkar afstöðu, sem byggir á vísindalegum niðurstöðum. Þú ættir kannski að kynna þér nánar okkar afstöðu áður en þú fullyrðir frekar um hana í framtíðinni.

Loftslag.is, 18.12.2010 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband