Ský og meiri hnattræn hlýnun

Nýjustu og fullkomnustu loftslagslíkönin spá töluverðri hlýnun vegna styrkaukningar gróðurhúsalofttegunda líkt og koldíoxíð (CO2) í andrúmsloftinu. Líkönin greinir aftur á móti á um hversu mikla hlýnun megi búast við. Sá munur er að mestu leiti vegna mismunar á því hvernig loftslagslíkönin túlka ský. Sum líkönin spá því að skýjahula muni aukast við hlýnun og að sú aukning muni auka speglun á sólargeislum og þar með dempa hina hnattrænu hlýnun. Önnur líkön reikna með að skýjahula muni minnka og þar með muni hlýnunin magnast.

Í grein sem birtist nýlega í tímaritinu Journal of Climate, þá er könnuð færni líkana til að herma eftir skýjum og leggja höfundar fram nýja framsetningu á því hvernig best er að greina þá svörun sem ský veita við hlýnandi loftslag.

Til að greina betur skýin, þá notuðu höfundar líkan sem líkti eftir takmörkuðu svæði yfir Austur Kyrrahafi og landsvæðunum þar í kring. Ský á þessu svæði eru þekkt fyrir að hafa töluverð áhrif á loftslag, en loftslagslíkön eiga í erfiðleikum með að líkja eftir þeim. Þetta svæðisbundna líkan nær aftur á móti nokkuð vel að líkja eftir skýjahulu nútímans, auk skýjabreytinga vegna breytinga í El Nino. Þegar búið var að sannreyna að líkanið hermdi vel eftir núverandi aðstæðum, þá var líkanið keyrt miðað við ætlað hitastig eins og búist er við eftir eina öld. Við það kom í ljós tilhneyging skýjanna til að þynnast og minnka í þessu líkani.

Ef rétt reynist, þá er loftslag í raun viðkvæmara fyrir styrkaukningu á CO2 í andrúmsloftinu en áður hefur verið talið og flest loftslagslíkön að vanreikna mögulega hlýnun – þar sem minnkandi skýjahula myndi  magna upp hlýnunina.

Heimildir og ítarefni

Greinin birtist í Journal of Climate, Lauer o.fl. 2010 (ágrip):  The Impact of Global Warming on Marine Boundary Layer Clouds over the Eastern Pacific—A Regional Model Study

Umfjöllun um greinina má finna á heimasíðu háskólans á Hawaii: Cloud Feedbacks Amplify Global Warming

Tengt efni á loftslag.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Líkan sem byggt er á athugunum á takmörkuðu svæði í Kyrrahafi (í mjög takmarkaðan tíma), sem verður fyrir áhrifum El Nino, er yfirfært á viðbrögð veðurhjúpsins í heild við hækkandi hitastigi.

Þetta þykir mér langt seilst í heimsendaspám.

Fyrirgefið fáfræði mína.... en er það ekki gefið að meira vatn gufar upp við hækkandi hitastig? Hvert fer gufan?

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.12.2010 kl. 14:58

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Fyrirgefið fáfræði mína.... en er það ekki gefið að meira vatn gufar upp við hækkandi hitastig? Hvert fer gufan?"

Góð spurning. Hún fer út í andrúmsloftið og magnar upp gróðurhúsaáhrifin. Hún verður ekki að skýjum nema þar sem rakinn nær því að verða um 100% og agnir eru fyrir hendi sem rakin getur þétst á (condensation nuclei).

Hörður Þórðarson, 15.12.2010 kl. 15:26

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

En þegar gufan þéttist (kólnar) og verður sýnileg, þá hindrar hún sólarljósið, ekki satt?  Heitir það ekki "negative feedback"?

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.12.2010 kl. 15:55

4 Smámynd: Hörður Þórðarson

Sýnileg gufa = ský.

Eins og svo margt annað, þá er ekki vitað nákvæmlega hvaða áhrif hnattræn hlýnun hefur á skýjafar. Þaðan af síður vitum við nákvæmlega hvenær heimsendir verður

Við verðum einfaldlega að þreifa okkur fram í þessu myrkri með bestu verkfærum sem við höfum.

Hörður Þórðarson, 15.12.2010 kl. 16:15

5 identicon

"Hún [vatnsgufan] fer út í andrúmsloftið og magnar upp gróðurhúsaáhrifin."

Það er grein hér á lofstlag.is þar sem það er útskýrt að vatnsgufa er afleiðing, ekki orsakavaldur.  Þetta hefur verið sannað í tilraunum í loftslagslíkönum.  Ef öll vatnsgufa er fjarlægð úr andrúmsloftinu, þá jafnar það sig á skömmum tíma.  Þannig að vatnsgufa hvorki magnar eða dregur úr loftslagsáhrifum -- hún er hlutlaus. 

Finnur (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 16:18

6 Smámynd: Hörður Þórðarson

Finnur er alltaf jafn skemmtilegur.

Hörður Þórðarson, 15.12.2010 kl. 16:23

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur hefur lag á að misskilja og mistúlka :D

Sveinn Atli Gunnarsson, 15.12.2010 kl. 16:45

8 identicon

Hugtökin "forcing" og "feedback" valda ruglingi hjá Finni. Það verður að muna að afleiðing eins getur verið orsök annars. Svo ef við notum gömlu góðu hugtökin "orsök" og "afleiðing" verður þetta einhvern veginn svona:

Aukning co2 er frumorsök. Hækkun hita er afleiðing þess. Meiri vatnsgufa er afleiðing hitastigshækkunarinnar. En aukning vatnsgufu er orsök enn meiri hlýnunar.

Svo þarna er um orsakaKEÐJU að ræða. Keðjan heldur reyndar áfram (meiri hlýnun velur enn meiri gufu o.s.frv.) og úr verður endaleysa líkt og í sögunni um Akkilles og skjaldbökuna. Sem betur fer minnka skrefin með hverjum hlekk í keðjunni (rétt eins og forskot skjaldbökunnar) þannig að jafnvægisástand má teljast vera komið á eftir vissan tíma.

Jón Erlingur Jónsson (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 23:13

9 identicon

"...þannig að jafnvægisástand má teljast vera komið á eftir vissan tíma."

Þannig að vatnsgufan virkar eins jafnvægisventill.  Óháð því hversu mikið er af öðrum orsakavaldandi gróðurhúsalofttegundum, þá eru áhrif vatnsgufunnar þau að koma á jafnvægi eftir vissan tíma.

Stangast þetta ekki á við kenningar um "runaway global warming"?

Finnur (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 01:06

10 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur farinn að blanda "runaway global warming" í dæmið, en lesa má um þetta á t.d. SkepticalScience.com; Does positive feedback necessarily mean runaway warming?

Þar kemur m.a. fram:

Positive feedback won't lead to runaway warming; diminishing returns on feedback cycles limit the amplification.

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.12.2010 kl. 08:58

11 identicon

Takk fyrir þetta Svatli, ég vissi ekki að kenningar um "runaway global warming" væri gömul vísindi.

Finnur (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband