Nýtt myndband úr smiðju Potholer54 þar sem hann tekur fyrir glænýja mýtu sem er þó komin á fulla ferð í netheimum, sérstaklega Vestanhafs, þeir eru jú oft fljótir til á þeim slóðum
En samkvæmt mýtunni þá hefur komið fram, í nýlegri rannsókn NASA, að hitastig muni aðeins hækka um 1,64°C við tvöföldun CO2 og að það muni taka um 200 ár að ná því hitastigi já, en ekki höfum við nú samt heyrt um þetta í alvöru fréttum kannski það sé eitthvað samsæri í gangi..? Lýsing Potholer54 á myndbandinu er eftirfarandi:
Í síðustu viku birtist rannókn vísindamanna hjá NASA GISS sem leiddi til æsifengina yfirskrifta um það að Jörðin muni aðeins hlýna um í mesta lagi 1,64°C á um tveimur öldum. Hljómar þetta of vel til að vera satt? Að sjálfsögðu er það svo.
Ég hef sett þetta myndband saman skjótar en ég venjulega, þar sem þessi mýta hefur nú þegar orðið að einskonar veiru. En gallarnir á þessari mýtu eru svo augljósir að maður getur ekki annað en velt því fyrir sér afhverju fólk sem vill kalla sig efasemdarmenn hefur ekki meiri efasemdir en svo að það aflar ekki einu sinni grun heimilda varðandi staðreyndir.
En þetta er svo gott dæmi um gagnrýnislausa hugsun sumra þeirra sem efast um loftslagsvísindin og um hækkun hitastigs vegna aukina gróðurhúsaáhrifa að það er næstum grátlegt.
Sjá má myndbandið á loftslag.is:
Tengt efni á loftslag.is:
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Breytt s.d. kl. 21:52 | Facebook
Athugasemdir
Heirðu kauði, sko ... koltvísýringur er ekki ástæða hitastiga á jörðinni, það er þetta sem er niðurstaða þessara ransókna. Það höfum við alltaf vitað ... fyrir það fyrsta, og það sem mestu skiptir máli, þá telja menn að minnkandi trjágróður í suður-Ameríku, minnki upptöku koltvísýrings. Þetta er bara ekki alveg rétt ... verður aldrei rétt. Þetta eru hljómkviður frá mönnum sem vilja vernda hina "óþróuðu" ættbálka sem þar búa ...
Svo að við förum betur í þetta mál, þá brenndu aðilar skóga svo að um munaði hér áður ... þannig var allut eikarskógur Svíþjóðar brenndur niður á tímum Víkingana. Víkingatímabilinu lauk, meir vegna þess að þeir áttu engin tré ... frekar en eitthvað annað (svona í gamni sagt). Trjágróður í Svíþjóð er nýtt fyrirbrigði á 19 og 20 öld, í næstum þúsund ár. Það sama á við um meginland Evrópu.
Með öðrum orðum, upptaka koltvísýrings hefur ekki minkað, og hafi það minkað erum við ekki í neinum vandræðum með að búa til poka sem vinna koltvísýringin. En til þess þurfa menn að vita hversu mikið, og hversu stórar breitingar eiga sér stað ... og svo framvegis.
Trúarbullið, skal maður einungis hafa innan kyrkjudyra, og láta vera utan.
Megin ástæða hitastigsbreitinga á jörðinni, eru sveiflur í segulsviði jarðar. Þess skal einnig tekið fram, að þróun mannkinsins á sér stað í "stökkum". Þessi stökk eiga sér stað á sama tíma og "loftlagsbreitingar". Það segir sig sjálft, að upptökin eiga sér annan uppruna en "maðurinn" eða "loftið".
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 07:00
Að lokum ... þá held ég nú að flestir vilji komast undan því að það frjósi undan þeim með reglulegu millibili.
Meiri hita nú! Meiri hita nú!
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 07:03
Í fyrsta lagi þá kallarðu okkur ekki kauða - það er bara rangt
Í öðru lagi, þá þætti okkur vænt um að þú myndir benda okkur á einhverjar heimildir máli þínu til stuðnings - svona sem hvatningu til okkar að svara þér. Þá aðallega hvaða heimildir þú hefur fyrir því að segulsviðið hafi einhver áhrif á hitastig Jarðar.
Í þriðja lagi, þá græðirðu örugglega á því að lesa þessar fjórar færslur:
Hvernig CO2 stjórnar hitastigi Jarðar
Gróðurhúsaáhrifin mæld
Mælingar staðfesta kenninguna
Helstu sönnunargögn
Höskuldur Búi Jónsson, 17.12.2010 kl. 08:01
"Trúarbullið, skal maður einungis hafa innan kyrkjudyra, og láta vera utan.
Megin ástæða hitastigsbreitinga á jörðinni, eru sveiflur í segulsviði jarðar. Þess skal einnig tekið fram, að þróun mannkinsins á sér stað í "stökkum". Þessi stökk eiga sér stað á sama tíma og "loftlagsbreitingar". Það segir sig sjálft, að upptökin eiga sér annan uppruna en "maðurinn" eða "loftið"."
Halda mætti að Bjarne hafi verið staddur í kirkju þegar hann skrifaði þetta.
Hörður Þórðarson, 17.12.2010 kl. 09:59
Allt í lagi stelpur, vona að þetta verði rétt núna
Alveg sjálfsagt að koma með nokkra linka, hérna
http://www.viewzone.com/magnetic.weather.html
http://www.sciencedaily.com/releases/2008/12/081202081449.htm
Þá fáið þið þetta á hreinu ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 10:06
Síðan skal tekinn þessi ...
http://www.heliogenic.net/2010/12/08/japan-proxy-study-validates-solar-magnetic-field-climate-link-during-maunder-minimum/
Skal bent á það, að segulsvið sólar virkar á segulsvið jarðar ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 10:15
Bjarne, segulsvið sólar er ekki talið hafa valdið hækkun hitastigs á undanförnum áratugum og þessir tenglar þínir eru nú ekki mjög sannafærandi heimildir varðandi það... En ég bendi þér aftur á eftirfarandi:
Mælingar staðfesta kenninguna
Sveinn Atli Gunnarsson, 17.12.2010 kl. 10:24
Gaman að sjá hvaðan þetta er komið, takk Bjarne.
Hörður Þórðarson, 17.12.2010 kl. 10:28
Ef við breyttum Co2 áhyggjum í Methane áhyggjur og gufu áhyggjur þá færi maður að skilja málin en í hundruðin ef ekki þúsundir ára hafa innfæddir í Norður Ameríku brennt gresjurnar til þess að gras spritti fyrr fyrir bæði hestanna og vísundana já og sykurreyr bændurnir líka til þess að losna við reyrinn og skapa græðandi efni.
Við vitum öll að það er gufan sem er meirihluti að hjúpnum sem verkar eins og gróðurhús en ekki Co2 sem er bara brota brot. Það vita allir vísindamenn að hitinn helst undir skýjunum og þegar þau eru ekki til staðar þá kólnar þetta er bara basic. Sólar og segul sveiflur hafa sín áhrif og ef ég man rétt þá eru sveiflur á þeim sem allir radíó amatörar vita um.
Valdimar Samúelsson, 17.12.2010 kl. 10:41
Fróðlegt að fá athugasemdir hérna frá 2 aðilum (Bjarne og Valdimar), sem undirstrika gjörsamlega lokaorð færslunnar:
Sveinn Atli Gunnarsson, 17.12.2010 kl. 11:19
Ég er ekki að segja að það sé ekki gróðurhúsa áhrif en hjúpurinn sem orsakar þessi gróðurhúsa áhrif eru ca 90% vatn 3% Co2 og restin önnur efni s.s. Methane. Þetta er bara án þess að leita uppi nákvæmar tölur en mig minnir að það sé meira en 90% vatn en allir vísindamenn horfa á þessi 3% af co2. Afhverju er það.???
Valdimar Samúelsson, 17.12.2010 kl. 12:36
Valdimar, það er af því að, Mælingar staðfesta kenninguna...
Reyndar er það ekki sjálfgefið að þó það sé lítið af einhverju efni í andrúmsloftinu að það geti ekki haft áhrif...
Mæli líka með að þú skoðir mýtusíðuna á loftslag.is, þínum fullyrðingum er væntanlega svarað að mestu leiti þar, ef þú leitar vel.
Sveinn Atli Gunnarsson, 17.12.2010 kl. 12:43
Valdimar, þessir tveir tenglar ættu að svara spurningum þínum í síðustu athugasemd:
Hvernig CO2 stjórnar hitastigi Jarðar
Gróðurhúsaáhrifin mæld
Höskuldur Búi Jónsson, 17.12.2010 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.