18.12.2010 | 22:59
Ísöld spáð á áttunda áratugnum?
Mýta: Vísindamenn voru sammála um og spáðu hnattrænni kólnun eða nýrri ísöld á áttunda áratugnum.
Þessi mýta virðist fyrst og fremst miða að því að segja að fyrst vísindamenn voru svo vitlausir að spá ísöld þá, þá eru þeir varla færir um að spá fyrir um hlýnun nú. Þeir sem halda þessu fram birta oft á tíðum ljósritaðar greinar úr vísindasíðum dagblaða og tímarita.
Rétt er að gera greinamun á ritrýndum tímaritsgreinum annars vegar og svo fjölmiðlum og fréttum úr vinsælum tímaritum sem fjölluðu um vísindi hins vegar.
Ritrýndar greinar
Það er rétt að einhverjir vísindamenn spáðu kólnun, en það var ekki almenn skoðun vísindamanna að svo myndi vera aðrir spáðu nefnilega hlýnun.
Í greininni The Myth of the 1970s Global Cooling Scientific Consensus (Peterson og fleiri 2008), þar sem farið var í saumanna yfir birtar greinar vísindamanna um loftslagsbreytingar segir eftirfarandi:
Loftslagsfræði eins og við þekkjum þau í dag voru ekki til á sjöunda og áttunda áratugnum. Á þeim tíma voru vísindamenn hver í sínu horni. Þar voru þeir sem rannsökuðu efnafræði lofthjúpsins, CO2 og önnur gös og áhrif þeirra á loftslag jarðar í einu horni. Jarðfræðingar og fornloftslagsfræðingar voru á sama tíma að skoða hvernig jörðin gekk í gegnum ísaldaskeið og hvers vegna. Við skoðun á ritrýndum greinum kom í ljós að öfugt við mýtuna, þá voru menn þá líkt og nú að ræða hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda og þær taldar hafa hvað mest áhrif á loftslag jarðar nútímans . þó greinin sýni villu mýtunnar, þá sýnir greinin að auki að vísindamenn þess tíma undirbjuggu þær undirstöður sem nútíma loftslagsvísindamenn byggja á enn í dag.
Fjölmiðlar og tímarit
Fjölmiðlar og tímarit birtu oft greinar um kólnun jarðar (oft líka greinar um hlýnun jarðar) eða eins og segir í greininni sem vísað er í hér fyrir ofan um eina fréttina sem skoðuð var:
Science Digests 1973 article Brace yourself for another Ice Age (Colligan 1973) primarily focused on ice ages and global cooling, with the warning that the end of the present interglacial period is due soon. However, it clarified that soon in the context of the worlds geological time scale could mean anything from two centuries to 2,000 years, but not within the lifetime of anyone now alive. The article also mentioned that scientists seem to think that a little more carbon dioxide in the atmosphere could warm things up a good deal.
Því er ljóst að jafnvel í tímaritum og fjölmiðlum þá var ekki einu sinni eingöngu fjallað um að ísöld væri yfirvofandi.
Heimildir og frekari upplýsingar
Á skeptical science er góð umfjöllun um þessa mýtu, einnig hefur Peter Sinclair gert gott myndband um hana:Climate Denial Crock of the Week I Love the 70s!!
Greinin The Myth of the 1970s Global Cooling Scientific Consensus
- - -
Þetta er mýta af mýtusíðu loftslag.is, sjá Mýtur
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Athugasemdir
Svona vísindaskáldsögur, eru bara ... vísindaskáldsögur. Þú ert að tala um efnivið, sem nemur einni sekúndu í sögu jarðarinnar. Að miða við þessa einu sekúndu og kalla hana ísöld, eða hlýnun er álíka klikkað. Og þeir sem halda slíku fram, á hvorn veginn sem er eru ekkert skárri en þeir sem trúa á fljúgandi furðuhluti og klikkaðir spákaupmenn sem eru ætið að selja nýjar tegundir af heimsendi.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 10:26
Bjarne: Geturðu útskýrt nánar hver punkturinn er með þessu innleggi. Hefurðu einhverja spurningu?
Höskuldur Búi Jónsson, 19.12.2010 kl. 10:46
Tilgangur greinarinnar er augljós, að bera skjöldu fyrir þá staðreynd að áður var spáð Ísöld í stað hlýinda. Að hlýindaspádómamenn séu "betri" og "réttari" vísindamenn en þeir sem spáðu ísöld.
Þetta eru engin vísind, heldur átrúnaður. Að menn skuli ganga fram, með eina sekúndu í sögu jarðarinnar (hlutfallslega er um að ræða eina sekúndu) og bera fram fullyrðingar um heilsufarsástand hennar á þeim forsendum er fráleitt. Eða yfir höfuð koma með fullyrðingar um að hún skuli vera sjúk, vegna þess að henni varð á að hnerra, eða að hún sé hjartaveil vegna þess að hún svitni.
Þau öfl sem eru að verki milli jarðar og sólar, eru það stór, að halda að við þessar örverur hér á jörðini getum breitt gangi himintungla með því að reka við. Er svo fjarstæðukennt að manni blöskrar að fólk skuli yfirhöfuð fylkjast í hóp þessa trúsöfnuðar.
Ég vil gera samlíkingu, til að reyna að koma því fram sem mér er í brjósti. Í mínum ungdómi var alltaf verið að blása í loftvarnalúðra reykjavíkur borgar. Einu sinni í hverjum mánuði með "hlustið á útvarpið". Ísland sem aldrei hafði orðið fyrir loftárás, hafði yfir að búa fólki sem engan skilning hafði á þessu. Þegar fólk hafði heyrt þessa lúðra nógu lengi, hætti þeim að kippast við þá og enn síður leit fólk í símaskrána til að sjá hvað þessi merkjasending þýddi. Ef það hefði orðið svo á, að loftárás hefði skollið á, án fyrirvara ... hefði engin tekið mark á þessum lúðrablæstri.
Hér er um að ræða sama málið. Búið er að selja svona getgátur allt frá "loftsteinum" sem drepa alla á jörðinni, "kjarnan" sem hættir að snúast, "geimverur" sem éta okkur upp, "ísöldin" sem frystir okku í hel, "skýin" sem gerir myrkur allt árið um kring, "kjarnorkustríðið" sem breitir okkur í zombíur, "ozon" lagið sem fær okkur að sviðna upp, "hitan" sem gerir okkur að eðlufæðu.
Svona er hægt að halda áfram endalaust ... en þetta eru engin vísindi, heldur vísindaskáldsögur. Söluvara fyrir skemmtanafíkin almenning. Það breitir engu, hversu stór hópur almennings "skemmtir" sér við lestur slíkra skáldsagna ... þau færast ekki nær sannleikanum, vegna þess að fleiri sæki kyrkjur þeirra en annarra.
Hvenær ætlar eftirlit með loftslagi á Íslandi að verða "vísindastofnun" með hlutlausar upplýsingar, í stað þess að fylgja "popular science"?
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 13:59
Bjarne:
Vinsamlega lestu nú færsluna aftur, vísindamenn spáðu almennt ekki að ísöld á 8. áratugnum, þó svo einhverjir fjölmiðlar hafi fullyrt um það. Svo dúkkar þetta reglulega upp í netheimum, en yfirleitt í einhverju fullyrðingaformi sem ekki stenst nánari skoðun. Í færslunni hér að ofan eru skoðuð alvöru rannsóknir og það segir okkur meira en innihaldslausar fullyrðingar um þetta mál.
Mig langar líka að benda þér á færsluna (mýtuna) Mýtan um trúarbrögð í loftslagsvísindum.
Hitt er svo annað mál að þú mátt útskýra þetta eins og þú vilt í þínum huga Bjarne, en það hefur bara ekkert með rannsóknir og mælingar vísindamanna að gera eða þá hvað þú heldur að við séum að gera með síðunni loftslag.is. Svo ég komi inn á það hver tilgangur síðunar loftslag.is er, þá er það m.a. að skoða það sem vísindin hafa um málið að segja, út frá rannóknum og mælingum. Við skoðum líka þær mýtur sem oft koma upp í umræðunni (eins og þá sem um er rætt í pistlinum), og sem virðast koma upp með jöfnu millibili. En ef þú vilt afneita heilli vísindagrein, út af því að það passar ekki þinni hugmyndafræði Bjarne, þá þú um það. En það er alveg ljóst í mínum huga (og fleiri) að mælingar og rannsóknir staðfesta fræðin.
Sveinn Atli Gunnarsson, 19.12.2010 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.