28.12.2010 | 21:09
Mótvægisaðgerðir varðandi loftslagsvandann
Hluti af færslu um Lausnir og mótvægisaðgerðir af loftslag.is.
Mótvægisaðgerðir
Til að þessar lausnir séu framkvæmanlegar, þá þarf að koma til mótvægisaðgerða fólks, fyrirtækja og stofnana. Þessi aðgerðir fela m.a. í sér ný markmið sem fela í sér breytta ákvarðanatöku í m.a. fjárfestingum. Breytingar á fjárfestingarstefnu gætu stuðlað að minnkandi losun koldíoxíðs til framtíðar. Þarna er rætt um að langtímamarkmið t.d. fyrirtækja feli einnig í sér einhverskonar losunarmarkmið á gróðurhúsalofttegundum.
Hér verða skoðuð nánar atriði sem eru athyglisverð úr þessari skýrslu, með útgangspunkti í skýrslu vinnuhóps 3. Fyrst og fremst þá eru helstu niðurstöður skýrslu vinnuhópsins varðandi mótvægisaðgerðir eftirfarandi:
- Hægt er að ná áþreifanlegum árangri til minnkunar losunar gróðurhúsalofttegunda og kostnaður við mótvægisaðgerðir virðist vera viðráðanlegur
- Allar stærstu losunar þjóðirnar verða að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
- Aðgerðir þurfa að hefjast sem fyrst til að hægt sé að ná árangri til minnkunar á losun gróðurhúsalofttegunda og þar með koma í veg fyrir að hitastig stígi um of
- Mótvægisaðgerðir snúast fyrst og fremst um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda, þá aðalega koldíoxíðs
- Maðurinn hefur valdið hættulegum loftslagsbreytingum maðurinn getur lagað það
Mótvægisaðgerðir í ýmsum geirum
Nokkrar mótvægisaðgerðir sem fram koma í skýrslu Vinnuhóps 3, hjá Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) og eru taldar upp í eftirfarandi upptalningu:
- Raforkumál: Meðal atriða sem nefnd eru: Aukning í skilvirkni; skipt á milli eldsneytistegunda; notkun kjarnorku; endurnýjanleg orka (vatns-, sólar-, vindafl, o.þ.h.); byrja að dæla koltvíoxíði aftur í jarðskorpuna (CCS carbon capture and storage). Í framtíðinni er einnig gert ráð fyrir að hægt sé að dæla fleiri efnum í jarðskorpuna; nútímalegri kjarnorku verum; nútímalegri endurnýjanleg orka (virkjun sjávarfalla og betri sólarorkuver)
- Samgöngur: Meðal atriða sem nefnd eru: Farartæki sem eru með betri nýtingu eldsneytis; bílar sem nota hybrid tækni; notkun bio-eldsneytis; meiri notkun almenningssamgangna og miðla eins og reiðhjóla; betra skipulag samgöngumála. Í framtíðinni er einnig gert ráð fyrir enn betri bio-eldsneytis farartækjum; skilvirkari flugvélum; endurbættum útgáfum af rafmagns og hybrid farartækjum.
- Iðnaður: Meðal atriða sem nefnd eru: Meiri skilvirkni í rafbúnaði; orku og hita nýting verði betri; endurnýting efnis; betri stjórnun lofttegunda frá iðnaðinum. Í framtíðinni: enn betri skilvirkni þar sem tæknin er betri; CCS fyrir fleiri efni.
- Byggingar: Meðal atriða sem nefnd eru: Skilvirkni í lýsingu og öðrum rafmagnstækjum; betri einangrun bygginga; sólar upphitun og kæling. Í framtíðinni er einnig gert ráð fyrir enn betri hönnun bygginga, m.a. þar sem gervigreindar byggingar; samþætt notkun sólarorku í nýbyggingum.
- Landbúnaður: Meðal atriða sem nefnd eru: Notkun lands til að auka inntöku koltvíoxíðs í jarðvegi; bætt tækni við ýmiskonar ræktunar aðferðir; bætt notkun áburðar. Í framtíðinni verða væntanlega umbætur varðandi hvað uppskeran gefur af sér.
- Skógrækt: Meðal atriða sem nefnd eru: Skógrækt, endurnýjun skóga; betri stjórnun skógarsvæða; minni eyðing skóga; notkun skógarafurða í bio-eldsneyti. Í framtíðinni er einnig gert ráð fyrir hugsanlega bættri notkun tegunda og kvæma.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Breytt s.d. kl. 21:11 | Facebook
Athugasemdir
.... og hver er aftur "loftslagsvandinn"?
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.12.2010 kl. 01:49
Gunnar, þú fylgist ekki nógu vel með, þú mátt ekki sofa í tímanum ;)
Sveinn Atli Gunnarsson, 29.12.2010 kl. 08:04
Allir að frjósa í hel, það er vandinn
Georg P Sveinbjörnsson, 29.12.2010 kl. 16:58
Er Golfstraumurinn að klikka ? Eru háloftastraumar að geggjast ? Er jafnvel lítil ísöld að bresta á? http://killjoker.blog.is/blog/killjoker/entry/1128802/
Georg P Sveinbjörnsson, 29.12.2010 kl. 17:47
Við höfum nú skoðað þessar ísaldarspár Sveinbjörn, þær virðast nú ekki byggja á miklum rökum, sjá t.d. mýtuna - Lítil ísöld eða kuldaskeið er á næsta leiti.
Sveinn Atli Gunnarsson, 29.12.2010 kl. 22:23
Virðist samt að mörgu að hyggja í sambandi við BP olíuskandalinn og áhrif þess á Golfstrauminn, veit samt ekkert um þennann Lord Stirling eða hvaða menntun hann hefur.
Georg P Sveinbjörnsson, 29.12.2010 kl. 22:46
Ég man nú ekki hvar, en ég sá eitthvað um þessa tengingu olíuslyssins við Golfstrauminn sem ég las um í haust og það þótti nú frekar langsótt, eftir því sem ég best man. Get reynt að leita af því við tækifæri.
Sveinn Atli Gunnarsson, 29.12.2010 kl. 22:58
Georg, afsakið að ég kallaði þig Sveinbjörn, leit rangt á nafnið þegar ég gerði fyrri athugasemdina, var að taka eftir því núna.
Sveinn Atli Gunnarsson, 29.12.2010 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.