15.1.2011 | 18:29
Eru jöklar að hopa eða stækka?
Röksemdir efasemdamanna
Það sem vísindin segja
Þótt einstök tilfelli heyrist af stækkandi jöklum þá er leitnin yfirgnæfandi í átt til hops (minnkunar) jökla, hnattrænt séð. Í raun þá eykst hraði bráðnunar sífellt og hefur gert það frá miðjum áttunda áratugarins.
Jöklar bregðast beint og nokkuð fljótt við breytingum í loftslagi. Þegar hitastig eykst, þá eykst sumarbráðnun. Hins vegar þá eykst að sama skapi nýmyndun íss yfir vetrartíman vegna meiri úrkomu (í formi snjókomu). Hitastig hefur þó ráðandi rullu enda er sterk fylgni milli lofthita og massajafnvægis jökla (Greene 2005). Oftast er það svo að þegar hiti eykst þá hörfa jöklar.
[...]
Nánari lesning ásamt myndum, gröfum og heimildum á loftslag.is, Eru jöklar að hopa eða stækka?
Tengt efni á loftslag.is
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Athugasemdir
Náttúran er - og hefur alltaf verið óútreiknanleg og síbreytileg. Sem dæmi - voru nánast engir jöklar á Íslandi fyrir 2500 árum.
Þó jöklar séu þannig að fara aftur til þess sem var fyrir 2500 árum - er það ekki bara eðlilegur gangur náttúrunnar?
Kristinn Pétursson, 16.1.2011 kl. 13:43
Kristinn:
Það gerist margt í náttúrunni Kristinn, en það útilokar þó ekki að aukin styrkur gróðurhúsalofttegunda (35% frá iðnvæðingu) hafi áhrif á hitastig og þar með loftslag, eins og rannsóknir og mælingar vísindamanna benda til.
Það hafa verið loftslagsbreytingar áður, það er þekkt, sjá t.d. Orsakir fyrri loftslagsbreytinga. En það er þó ekki sjálfgefið Kristinn að af því að það séu og hafi verið sveiflur í náttúrunni (sem er staðreynd), þá geti aukin gróðurhúsaáhrif af mannavöldum ekki verið staðreynd, eins og við bendum á, á loftslag.is.
Staða jökla fyrir 2500 árum, var sú að þá voru þeir minni (að þeir hafi nánast ekki verið til staðar á Íslandi þá, er rangfærsla, en þeir voru minni), síðan hafa þeir farið stækkandi (ekki allan tímann þó) allt fram á þessa öld, að þeir byrjuðu að hopa víða um heim (lang flestir). En núna hopa þeir lang flestir eins og kemur fram í færslunni hér að ofan og á loftslag.is, Eru jöklar að hopa eða stækka?.
Þannig að það er ekki talið vera bara eðlilegur gangur náttúrunnar núna, Kristinn, enda höfum við áhrif á hitastig með því að brenna geysilegt magn jarðefnaeldsneytis ár hvert.
Ég hvet þig til að skoða og lesa tenglana sem ég setti inn Kristinn.
Sveinn Atli Gunnarsson, 16.1.2011 kl. 15:50
Sæll Svatli
Sem einn af þessum efasemdatmönnum sem fjallað er um í pistlinum langar mig til að taka undir skynsamlega spurningu Kristins.
Mig langar einnig til að birta þessar myndir úr Árbók Landgræðslu ríkisins 1995-97 sem sýna líklega útbreiðslu jökla á Íslandi fyrir 1000 árum og 2500 árum. Höfundar myndanna eru Grétar Guðbergsson og Þorleifur Einarsson.
Samkvæmt efri myndinni var útbreiðsla jökla hér á landi töluvert minni en í dag, eins og Kristinn benti á. Fyrir 1000 árum töluvert minni en í dag, en meiri en fyrir 2500 árum.
Hvað veldur þessari hegðun jökla fyrr á tímum?
Er nokkuð óeðlilegt við það að einhverjir telji að sama fyrirbærið geti verið að verkum mú á tímum?
Hvernig getum við verið vissir um að sama fyrirbærið sé ekki að verki nú?
Ágúst H Bjarnason, 16.1.2011 kl. 16:03
Sæll Ágúst
Við höfum aldrei sagt að það hafi ekki átt sér stað loftslagsbreytingar áður, það myndirðu vita ef þú hefðir lesið það sem við höfum skrifað í gegnum tíðina Ágúst. Hitt er svo annað mál að breytingar sem taka þúsundir ára eru ekki sambærilegar við breytingar sem taka kannski nokkur hundruð ár (eins og við erum og gætum upplifað á næstu áratugum og öldum) af völdum mikillar aukningar gróðurhúsalofttegunda (af manna völdum).
Annað er að samkvæmt bókinni Jöklar á Íslandi (bls. 372), (Helgi Björnsson 2009), þá voru jöklar á Íslandi ekki eins litlir fyrir 2500 árum og kemur fram á myndinni sem þú vísar í Ágúst og ekki er heldur fyrir 1000 árum (það er ekki sýndur klofi í jöklinum fyrir 1000 árum). Sú bók er byggð á nýjustu gögnum sem við höfum um stærð jökla á Íslandi og er skrifuð af okkar helsta sérfræðingi okkar Íslendinga í jöklafræðum. Hann hefur m.a. nokkrar áhyggjur af því hvað verður um jökla í framtíðinni vegna hækkandi hitastigs á Jörðinni.
Í sambandi við orsakir þess að jöklar voru minni þá, þá er það einfalt, þá var hitastig líka hátt, þó orsakirnar hafi verið aðrar en núna, sjá m.a. Orsakir fyrri loftslagsbreytinga. En þetta myndirðu allt vita ef þú myndir kynna þér málin nánar í stað þess að stöglast á þessu aftur og aftur Ágúst (dejavu). Við erum í raun ekki að ræða hvað jöklar voru stórir einhvern tíma áður í þessari færslu eða hvaða nákvæmlegu orsakir voru fyrir því þá, heldur hvaða áhrif hækkandi hitastig í dag (vegna aukina gróðurhúsaáhrifa) hafa á jökla í dag...
Sveinn Atli Gunnarsson, 16.1.2011 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.