Styrkur CO2 í sögulegu samhengi – 800 þúsund ára ferðalag í tíma á aðeins 3 mínútum

Myndband, sem er hægt að nálgast á loftslag.is (sjá tengil hér undir), sýnir styrk CO2 í andrúmsloftinu í sögulegu samhengi. Fyrsti hlutinn er frá janúar 1979 til janúar 2009, þar sem við fylgjumst með þróuninni á því tímabili. Síðar er svo farið í “ferð” afturábak 800 þúsund ár aftur í tímann og þróunin skoðuð í samhengi við nútímann. Til að sjá textann og full gæði er góð hugmynd að stækka myndbandið yfir allan skjáinn og stilla á hæstu upplausn.

Til að nálgast sjálft myndbandið, smellið á Styrkur CO2 í sögulegu samhengi – 800 þúsund ára ferðalag í tíma á aðeins 3 mínútum 

Tengt efni á loftslag.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Inni þetta eins og nánast allt annað sem kemur frá gróðurhúsamönnum vantar eitt lykil- og undirstöðuatriði: Upptöku jurtalífsins á koldíoxíði, en bókstaflega allt jurtalíf í sjó og á landi nærist á koldíoxíði og gleypir það ótt og títt. Það er ótrúlegt að menn sem segjast vera „vísindamenn“ væntanlega í veðurfræði, viti ekki slíkan undirstöðuhlut. Sem dæmi má nefna að áður en lífs varð vart fyrir um fjórum milljörðum ára var kodíoxíð allt að 30% gufuhvolfsins, en ekkert súrefni. Síðan hófu jurtirnar að „éta“ koldíoxíðið og búa til súrefni ármilljón eftir ármilljón og ármilljarð eftir ármilljarð þar til að dögum risaeðlanna fyrir um 100 milljón árum var koldíoxíð komið niður fyrir 0.1%. svipað og nú, og „saur jurtanna“ óbundið súrefni og ósón orðið um 20% svipað og nú. Þetta jafnvægi hefur haldistí aðalatriðum síðan. Eitt enn: Einhverjir fleiri en ég virðast vita að koldíoxíð streymir stöðugt úr eldfjöllum og jarðhitasvæðum, en mér finnst alveg stórmerkilegt að enginn talar um það gífurlega magn sem í ármilljónir og ármilljarða hefur streymt frá sveppagróðrinum. Þessir „vísindamenn“ virðast ekki hafa undirstöðuþekkingu í almennri náttúrufræði, þótt þeir séu góðir í að smíða tölvulíkön.

Þeir virðast því alls ekki vita að hér er um að ræða hringrás náttúrunnar sem staðið hefur, ekki í milljónir, heldur þúsundir milljóna ára. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 14.1.2011 kl. 16:59

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Vilhjálmur:

Mælingar staðfesta að aukningin sem hefur orðið frá lokum iðnvæðingar í styrk CO2 í andrúmsloftinu er að langmestu leiti af völdum bruna jarðefniseldsneytis og svo annara athafna manna, svo sem landnotkun, sjá t.d. Mælingar staðfesta kenninguna, þar sem eftirfarandi kemur m.a. fram:

Hnattræn losun manna á CO2 er reiknuð út frá alþjóðlegum orkugögnum, þ.e. notkun á kolum, olíu o.sv.frv. frá öllum þjóðum heims á hverju ári. Þetta þýðir að hægt er að reikna hversu mikið við losum, ekki aðeins undanfarin ár heldur einnig aftur til ársins 1751 – en svo langt aftur ná gögnin. Nú er það svo að losun CO2 af mannavöldum er um 29 gígatonn á ári.

Það er ekki eins og þessi vísindi séu bara eitthvað sem datt af himnum, heldur eru byggja þau á vel rökstuddum rannsóknum, gögnum og mælingum. Það er spurning hvort ekki væri ráð fyrir þig Vilhjálmur að skoða sögu þessara vísinda og jafnvel hvað er á bak við kenningarnar, t.d. Áhrif CO2 uppgötvað eða Grunnatriði kenningarinnar áður en þú fullyrðir um að vísindin hljóti að byggja á misskilningi, bara af því þú hefur ekki kynnt þér málin náið, Vilhjálmur. Mín skoðun er sú að þú hafir ekki undirstöðuþekkingu í náttúrufræði og munir segja hvað sem er til þess að gera lítið úr fræðunum, og þér er sama hversu fjarstæðukennd þín rök kunna að hljóma. En það er náttúrulega bara mín skoðun ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 14.1.2011 kl. 20:16

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það er eins og þið getið ekki skilið, að ef koldíoxíð eykst, eykst líka fæða jurtanna og þær taka meira til sín. Allt líf byggir á kolvetnissamböndum, sem upprunalega urðu til með tillífun jurtanna úr koldíoxíði ásamt vatni og ýmsum frumefnum. Þessi gífurlega flóknu sambönd byggja í sjálfum grundvelli sínum á því að jurtirnar hafi aðgang að koldíoxíði. síðan taka dýrin við þessum samböndum og búa til úr þeim önnur enn flóknari, en sjálf undirstaðan er að jurtirnar fái koldíoxíð. Þegar hlutfall koldíoxíðs eykst eykst að sálfsögðu einnig næringin sem jurtirnar fá og þar með upptaka þeirra. 

Í öllu þessu tali um „aukningu“ sem frá gróðurhúsamönnum kemur er bókstaflega aldrei talað um að stöðug og gífurlega mikil eyðing koldíoxíðs á sér jafnframt stað þegar jurtirnar breyta því í lífmassa.

Vilhjálmur Eyþórsson, 14.1.2011 kl. 20:29

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Vilhjálmur:

Sjá, t.d. mýtuna, Aukning CO2 í andrúmsloftinu er góð. Það eru að sjálfsögðu einhver jákvæð áhrif, en eins og kemur fram í færslunni þá:

Miðað við þær neikvæðu afleiðingar sem fyrirsjáanlegar eru í framtíðinni vegna aukins magns CO2 í andrúmsloftinu, þá þyrfti jákvæði þáttur losunar CO2 að vera mikill. Fátt bendir til þess og margt sem spilar inn í sem lítið er vitað um.

Einnig má lesa eftirfarandi í mýtunni, CO2 er ekki mengun:

Margir ólíkir þættir geta valdið breytingum á náttúrulegum kerfum. Sumir eru af mannavöldum en þó ekki loftslagstengdir. Sem dæmi um slíka þætti má nefna hnignun landgæða, skógareyðingu, mengun og vöxt þéttbýlis. Áhrif slíkra þátta þarf að greina frá áhrifum loftslagsbreytinga. Þegar jörðin er skoðuð í heild sinni er líklegt að loftslagsbreytingar af mannavöldum hafi þegar haft merkjanleg áhrif á umhverfi og mörg vistkerfi

Það virðist því ekki vera sjálfgefið að aukin styrkur CO2 í andrúmsloftinu (sem þú tekur undir með okkur að sé staðreynd eða hvað?) þýði bara bjarta tíma með blóm í haga, eins og þú virðist fullyrða um Vilhjálmur...og ekki má gleyma súrnun sjávar, sem ætti að vera okkur Íslendingum ofarlega í huga. Lesa má enn nánar um það í nýlegum gestapistli á loftslag.is, Súrnun sjávar og lífríki hafsins.

Annars eru þetta alltaf sömu "rökin" hjá þér Vilhjálmur, lestu aldrei það sem við setjum inn eða færum rök fyrir. Það getur hver sem er fullyrt að aukin losun CO2 sé bara hið besta mál, en ef því fylgja ekki frekari röksemdir eða gögn sem standast skoðun, þá eru það bara innihaldslausar staðhæfingar. Þá er nú betra að skoða mælingar og rannsóknir sem gerðar eru með vísindalegum aðferðum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 14.1.2011 kl. 21:19

5 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þegar þið talið um „súrnun sjávar“ má ráða að þið haldið að allt koldíoxíð í höfunum komi úr loftinu. Það mætti hafa í huga, að helsti gróðurinn í hafdjúpunum eru agnarlitlir sveppir, sem taka við öllu því lífræna sem fellur í djúpin og nærast á því. Þessi sveppagróður framleiðir svo koldíoxíð sem grænþörungar í hafinu nýta sér en þeir eru aftur fæða dýralífsins. Þetta er hringrás eða keðja, gífurlega flókin og alls ekki nægilega vel þekkt. En stærðirnar eru óskaplegar.

Hve stórt hlutfall koldíoxíðs kemur frá sveppagróðrinum og hve mikið frá loftinu er t.d. alls ekki vitað. Yfirlæti gróðurhúsamanna gagnvart náttúrunni og þeim gífurlegu stærðum sem þar er um að ræða er beinlínis kjánalegt. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 14.1.2011 kl. 22:19

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Vilhjálmur, ekki gera "okkur"/mér upp þinn misskilning á því hvað þú heldur að við séum að segja. Við höldum því ekki fram eða fullyrðum neitt um að "allt koldíoxíð í höfunum komi úr loftinu", þetta er bara kjánalegt hjá þér Vilhjálmur... Prófaðu nú að lesa eitthvað af því sem ég hef sett fram sem heimildir og vísa til í stað þess að vera með tóman tilbúning (þú gætir meira að segja lært eitthvað af því).

Það er ekki endalaust hægt að ræða hlutina á þeim forsendum að þú teljir þig hafa rétt fyrir þér án þess að þú leggir fram snefil af gögnum eða hinar minnstu heimildir eða rök sem standast skoðun.

Þínar fullyrðingar og staðhæfingar standast ekki nánari skoðun Vilhjálmur. Enda er þar bara um að ræða þínar persónulegu skoðanir á því hvernig náttúruvísindi virka. Það er mikið yfirlæti og hroki falin í því hjá þér, Vilhjálmur, að telja þig hafa svör sem byggjast ekki á neinu nema þínum eigin útúrsnúningum. Þegar þú getur komið með einhverjar heimildir fyrir þessum staðhæfingum þínum, þá getum við kannski farið að ræða málin á opinskáan hátt, þangað til þá er lítið mark á þér takandi. Vilhjálmur það þykir ekki vera góð "latína" að búa til röksemdir, sem ekki byggja á neinu, það myndu kallast falsanir eða svik sumstaðar, ég tel þó að þú byggir þetta á vankunnáttu einni saman...blandað saman með hroka þínum.

Merkilegt hvað þú hefur þó háar hugmyndir um ágæti eigin skoðana og telur þig hafa forsendur til að talað niður til hóp vísindamanna, þó málstaður vísindanna byggi á mælingum og rannsóknum gerðum með vísindalegum aðferðum, á meðan þinn "málstaður" byggir á tilbúningi einum saman að því er virðist.

Sveinn Atli Gunnarsson, 14.1.2011 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband