Jöklar almennt að hopa um allan heim

Röksemdir efasemdamanna…

Stundum heyrist að jöklar séu að stækka (í framrás) víða um heim. Sums staðar í Himalaja fjöllunum séu jöklar að stækka og svipaða sögu megi segja af nokkrum jöklum í Alaska og Noregi.

Það sem vísindin segja…

Þótt einstök tilfelli heyrist af stækkandi jöklum þá er leitnin yfirgnæfandi í átt til hops (minnkunar) jökla, hnattrænt séð. Í raun þá eykst hraði bráðnunar sífellt og hefur gert það frá miðjum áttunda áratugarins.

Jöklar bregðast beint og nokkuð fljótt við breytingum í loftslagi. Þegar hitastig eykst, þá eykst sumarbráðnun. Hins vegar þá eykst að sama skapi nýmyndun íss yfir vetrartíman vegna meiri úrkomu (í formi snjókomu). Hitastig hefur þó ráðandi rullu enda er sterk fylgni milli lofthita og massajafnvægis jökla (Greene 2005). Oftast er það svo að þegar hiti eykst þá hörfa jöklar.

Vegna þess hversu viðkvæmir jöklar eru fyrir breytingum í hitastigi þá veita þeir góðar vísbendingar um áhrif hnattrænnar hlýnunar. Massajafnvægi jökla er mælt með mismunandi aðferðum. Beinar jöklafræðilegar aðferðir eru t.d. stikur, snjógryfjur og snjókannar. Þau gögn eru gerð af ýmsum jöklafræðistofnunum og safnað saman af  World Glacier Monitoring Service (WGMS).

[...]

Sjá nánar á loftslag.is - Eru jöklar að hopa eða stækka?

Tengt efni á loftslag.is

 


mbl.is Jöklar í Mexíkó bráðna hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband