1.3.2011 | 08:45
Grautur af gróðurhúsaáhrifum
Það er merkilegt hvernig umræðan um loftslagsmál hefur oft á tíðum hangið í sama farinu. Fyrir 13 árum síðan birtist grein eftir Pál Bergþórsson, fyrrum Veðurstofustjóra, varðandi umræðu um loftslagsmál. Þá, líkt og nú, var haldið á lofti alls kyns rökleysum sem áttu á einhvern hátt að gera lítið úr rannsóknum vísindamanna varðandi hlýnun Jarðar og breytingum á loftslagi. Núna 13 árum síðar má segja að svipuð öfl ráði enn ferðinni þegar kemur að umræðunni, þar sem reynt er í krafti staðhæfinga og fullyrðinga (sem oftast standast ekki nánari skoðun) að gera lítið úr loftslagsvísindunum og rannsóknum vísindamanna. Það má segja að mýtusíðan hér á loftslag.is sé afsprengi þeirrar umræðu.
Grein Páls nefnist Grautur af gróðurhúsaáhrifum og þar ræðir hann m.a. um aðferðafræði hina sjálfskipuðu efasemdarmanna og segir m.a. eftirfarandi:
Þannig hefur verið reynt að gera tortryggilegar þær staðreyndir sem máli skipta, drepa málinu á dreif.
Þetta er nokkuð sem við á loftslag.is höfum marg oft séð í umræðunni. Og það virðist ekki hafa mikil áhrif þó svo almennur einhugur virðist ríkja meðal vísindamanna um áhrif gróðurhúsalofttegunda á hlýnun andrúmslofts. Sá einhugur vísindamanna hefur síst minnkað og orðið enn meiri en áður á síðustu árum.
[...]
Fleiri tilvitnanir í grein Páls má lesa á loftslag.is, Grautur af gróðurhúsaáhrifum
Tengt efni á loftslag.is:
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Athugasemdir
Voru ekki meira og minna allir vísindamenn fyrir tíma Einstein sammála og einhuga í því að eðlisfræðin væri fullþróuð vísindagrein? Það sem virtist bera út af var einfaldlega "nuddað" inn í fræðin þar til það virtist passa.
Mér sýnist eitthvað svipað eiga við um loftslagsvísindin. Það er ótrúlegt hvað miklu púðri er eytt í að segja að málið sé "útrætt", að allt sem mælist og reiknast núna staðfesti einfaldlega fyrri athuganir og niðurstöður sem fengust fyrir áratug síðan eða svo.
Geir Ágústsson, 1.3.2011 kl. 12:51
Ein tilvitnunin hjá ykkur í Pál Bergþórsson er svona:
Þetta viðurkenna efasemdarmenn, (sem þið kjósið reyndar að kalla "afneitunarsinna") almennt, enda er engin fullyrðing í þessum orðum um að hlýnunin sé eingöngu gróðurhúsalofttegundum um að kenna.
Við vitum að koltvísýringur hefur aukist, sem er "í takti" við aukinn hita.
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.3.2011 kl. 13:13
Afleiðingar breytts loftslags eru hins vegar fabúleringar alarmista, sem vilja auðvitað helst fá ótakmarkað fjármagn frá skattgreiðendum í rannsóknir. Þeir hagsmunir eru á pari við hagsmuni olíuframleiðenda.
Glíma mannkyns við mengun á ekki að helgast af spilltum vísindamönnum sem hafa sérhagsmuna að gæta.
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.3.2011 kl. 13:16
.... auk þess ar olían að klárast, svo hvað er vandamálið?
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.3.2011 kl. 13:18
Geir: Við teljum ekki að loftslagsfræðin séu fullmótuð fræðigrein, það er mikið sem við getum lært á meiri rannsóknum. Hvort að fullyrðing þín um að "meira og minna allir vísindamenn fyrir tíma Einstein" hafi verið sammála og einhuga um að eðlisfræði hafi verið fullmótuð tel ég að sé vafasöm fullyrðing, ekki síður en sú meinta fullyrðing þín að við teljum að loftslagsfræðin séu fullmótuð. En það er aftur á móti nokkuð ljóst að gróðurhúsalofttegundir (sem eru losaðar í miklu magni af okkur mannfólkinu) hafa áhrif á hitastig Jarðar, eins og Gunnar tekur reyndar undir með okkur um, merkilegt nokk.
Sveinn Atli Gunnarsson, 1.3.2011 kl. 13:33
Gunnar: Við teljum ekki alla "efasemdarmenn" afneitunarsinna, en þó eru til nokkrir sem eru afneitunarsinnar, en aðrir vilja bara setja sig á bekk sjálfskipaðra "efsemdarmanna" og rök þeirra standast yfirleitt ekki frekari skoðun frekar en þeirra sem lifa í afneitun - Ef þeir setja fram einhver sérstök "rök" þá eru það á stundum að vísindamenn séu almennt bara spilltir hagsmunapotarar...á pari við hagsmuni olíuframleiðanda - fróðlegt er líka að sjá að yfirleitt eru svona fullyrðingar settar fram án frekari röksemda eða heimilda - eins og Gunnar gerir hér að ofan... Ja, það er lítið nýtt í þessari umræðu...
Sveinn Atli Gunnarsson, 1.3.2011 kl. 13:37
Ég vil bæta aðeins við til Geirs.
Í fyrsta lagi. Er einhver ástæða til að reikna með grundvallarbreytingum á skilningi manna á lögmálum eðlisfræðinnar? Er eitthvað sem útilokar niðurstöðu mælinga og rannsókna síðustu alda (sjá einnig sögu rannsókna á áhrifum CO2)?
Í öðru lagi. Ég hugsa að það sé sjaldgæft að hittta loftslagsvísindamann sem segir að umræðan um loftslagsmál sé búin. Meirihluti þeirra segja þó að þekkingin sé orðin það mikil að maðurinn sé að hafa - og muni hafa - alvarleg áhrif á loftslag Jarðar, því sé tími til kominn að gera eitthvað í málunum.
Höskuldur Búi Jónsson, 1.3.2011 kl. 13:48
Hlýnun = þurrkar = skógareldar. Vítahringur?
Árni Gunnarsson, 1.3.2011 kl. 23:03
Árni: Margir hafa bent á þennan eða svipaðan hring og þá sérstaklega á svæðum sem að munu í kjölfar aukinnar hlýnunnar losa meira CO2 en þau binda. Sem dæmi eru t.d. regnskógar Ameríku, sífrerar norðurhvelsins og úthöfin.
Höskuldur Búi Jónsson, 2.3.2011 kl. 07:53
Áhugavert að sjá hvernig "efasemdarmenn" vinna sína vinnu, sjá t.d. athugasemdir þeirra Geirs og Gunnars hér að ofan sem dæmi. Þeir skjóta fram athugasemdum með fullyrðingum án frekari röksemda, þegar þeim er svarað þá sést ekki meira til þeirra fyrr en næst þegar þeir telja sig þess um verða að skjóta fram innihaldslausum fullyrðingum. Ég tel að það sé vert að endurtaka orð Páls af þessu tilefni:
Alltaf fróðlegt þegar við sjáum svona staðfestingu á því sem við skrifum um - enda hlýtur það að vaka fyrir þeim þessum herrum að drepa málinu á dreif, ekki virðast þeir vilja færa frekari rök fyrir máli sínu.
Sveinn Atli Gunnarsson, 2.3.2011 kl. 09:15
Það er engu við mína athugasemd að bæta. Hún stendur algjörlega fyrir sínu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.3.2011 kl. 11:19
Auðvitað Gunnar, ekki frekari rök, bara ýja að því að loftslagsvísindamenn séu spilltir hagsmunapotarar og það án þess að færa frekari rök fyrir því. Það er engu við það að bæta Gunnar, hún segir okkur allt sem segja þarf :)
Sveinn Atli Gunnarsson, 2.3.2011 kl. 11:28
Kæru loftslagsbræður. Ég vil ekki skipta mér mikið af en það má samt að hafa í huga að þetta er bloggumræða en ekki akademískar umræður. Það er ágætt ef hægt er að færa rök fyrir máli sínu en það er kannski óþarfi að gagnrýna fólk of mikið fyrir að koma fram með sínar skoðanir eða misrökstuddar fullyrðingar svo lengi sem ekki er farið út í persónuleg leiðindi.
Það er annars áhugavert að sjá það sem Páll Bergþórs skrifaði fyrir 12 árum. Hann var einn helsti boðberi hnattrænnar hlýnunar hérlendis fyrir 15-20 árum ef ég man rétt.
Emil Hannes Valgeirsson, 2.3.2011 kl. 13:01
Takk fyrir ábendinguna Emil, mér finnst nú samt í lagi að benda þessum tveimur herramönnum á rökleysur þeirra, enda hafa þeir verið duglegir við þær, ekki síst á bloggvettvanginum. Það er ekki eins og þetta sé nýtt hjá þeim félögum að fullyrða án heimilda og þetta er ágætis vettvangur til þess að mínu mati að benda á hver þeirra nálgun er. Ekki síst við þessa færslu, enda opnuðu þeir fyrir gagnrýnina sjálfir ;)
Tek undir með þér Emil, að það er áhugavert að lesa það sem Páll Bergþórs skrifaði 1998.
Sveinn Atli Gunnarsson, 2.3.2011 kl. 13:14
Páll Bergþórsson fjallaði um það fyrir um ca. 20 árum síðan, og ég man vel eftir því, að það myndi hlýna á Íslandi á næstu árum. Rökin sem hann færði fyrir því þá, var að sjávarhiti við Svalbarða og Jan Mayen var hár og sjávarstraumurinn þaðan og hingað suður eftir, réði miklu um lofthitann.
Þetta sagðist hann hafa rannsakað lengi, enda reyndist hann sannspár.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.3.2011 kl. 15:17
Geturðu bent á heimild fyrir þessu Gunnar? Það væri fróðlegt að lesa það sem haft er eftir Páli.
Sveinn Atli Gunnarsson, 2.3.2011 kl. 15:21
Gunnar: Óumdeilt virðist samkvæmt Páli er að það sé að hlýna af mannavöldum - aftur á móti yfirskyggja náttúrulegar sveiflur þá hlýnun, sérstaklega hér á Norðurhveli jarðar. Þess vegna koma svona öfgakenndar sveiflur t.d. hér hjá okkur - leitnin er upp, en hitastigið sveiflast þó upp og niður á sama tíma.
Höskuldur Búi Jónsson, 2.3.2011 kl. 15:23
Hann var ekki að tala um gróðurhúsaáhrif þá, enda lítið talað um slíkt á áttunda áratugnum og byrjun þess níunda. Hann fjallaði um þetta í stuttum fróðleiksmolum með veðurfréttum í sjónvarpinu og í viðtölum í fréttum. Einnig skrifaði hann um þetta í blöð, minnir mig. Að fylgjast með hitastigi þarna norðurfrá, var sérstak áhugamál hans. Fróðlegur og skemmtilegur kall.
Gróðurhúsahysterían er aðeins nýrri, þó fyrstu raddirnar um þær hafi vissulega verið farnar að heyrast, jafnvel löngu fyrr.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.3.2011 kl. 15:36
Hér er grein þar sem vitnað er í Pál, kannski þú eigir við þessa grein, en hún er þó ekki nema 6 ára gömul, sjá Hlýindi norðan Íslands gefa fyrirheit um milt loftslag. Þarna segir Páll m.a. eftirfarandi:
Þarna ræðir hann um hlýjan sjó fyrir norðan Ísland, en honum finnst þó passandi að þetti fylgi með í útskýringunum. En þetta er kannski bara "gróðurhúsahestería" í honum..?
Sveinn Atli Gunnarsson, 2.3.2011 kl. 15:49
Gunnar, ertu að meina t.d. þessa grein?
Langt síðan ég skoðaði hana, en það er held ég margt sem stenst í þessum pælingum hans ennþá um þennan tímabundna breytileika (ef minni mitt bregst ekki) - þótt kenningar um hnattræna hlýnun hafi yfirhöndina þegar leitnin er síðan skoðuð til lengri tíma litið.Höskuldur Búi Jónsson, 2.3.2011 kl. 16:11
Hér er umfjöllun Páls Bergþórssonar um óvenjulega hlýjan vetur árið 1985 - þar fjallar hann um náttúrulegar sveiflur, en heldur síðan áfram:
Höskuldur Búi Jónsson, 2.3.2011 kl. 16:24
Mér til fróðleiks og skemmtunar ætla ég síðan að lesa þessa umfjöllun frá árinu 1989 í Þjóðviljanum um leið og ég hef tíma: Kjarnorka gegn gróðurhúsaáhrifum
Höskuldur Búi Jónsson, 2.3.2011 kl. 16:37
Spectator Debate - The global warming hysteria is over. Time for a return to sanity
The number of people in the UK who do not believe in global warming has doubled in the last two years, according to a poll from the Office for National Statistics. Does this represent an alarming success in a war against science? Or the common sense of a British public who can see the claims of the climate alarmists dissolve before their eyes?
http://www.spectator.co.uk/shop/events/6711083/spectator-debate-the-global-warming-hysteria-is-over-time-for-a-return-to-sanity.thtml
Iceman (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 16:43
Iceman, þetta er týpískt fyrir afneitunina að benda á hversu vel þeim hefur gengið að minnka tiltrú manna á vísindum með rangfærslum. Er nema von að fólk sé á báðum áttum varðandi efnið. Sem er merkilegt á sama tíma og hitastig fer hækkandi, sjávarstaða hækkar, styrkur gróðurhúsalofttegunda eykst, jöklar bráðna, hafís minnkar o.s.frv., sjá nánar, Helstu sönnunargögn
Það virðist vera nóg að segja sem svo að "Global warming is all a myth" til að selja "boðskapinn", enda vill fólk helst ekki vita af yfirvofandi vandamálum, mikið betra að lifa í vanþekkingu í boði Nigel Lawson og fleiri þekktra "efasemdarmanna".
Sveinn Atli Gunnarsson, 2.3.2011 kl. 17:21
Held að margir muni stökkva af þessu sökkvandi fleyi næstu árin þegar veturnir verða harðari og harðari og hvert sumarið á fætur öðru vonbrigði.
Hef því litlar áhyggjur af sirkusnum orðið og held að draumur sumra um að mata vel krókinn á carbon tax fari fyrir lítið.
================================================================
Apparently, Gore has never noted that climate scientists once thought snowfall would disappear. But wait, there’s more.
Apparently, Mr. Gore is unable to track the global monthly temperature either. There is no “global warming” this month.
Note to Al, the global temperature has been falling in December and January in concert with a strong La Niña.
Georg P Sveinbjörnsson, 3.3.2011 kl. 17:18
Georg:
Hefur þú eitthvað sem kalla má vísindi (vísindaleg rök, mælingar, kenningar eða gögn) á bak við þá skoðun þína að loftslag sé eða eigi eftir að fara kólnandi (þ.e. ef það er skoðun þín)?
Höskuldur Búi Jónsson, 3.3.2011 kl. 20:12
Tilfinning fyrst og fremst (og skýr skilaboð að handan, bæði til mín og annarra...hvers virði sem það svo er ) ....örugglega ekki mikils í huga vísindamanna veit ég vel og skil.
Georg P Sveinbjörnsson, 3.3.2011 kl. 20:36
Jæja - ekki ætla ég að agnúast við því, meðan menn viðurkenna hvaðan þeir fá hugmyndirnar - þó ekki hafi ég mikla trú á skilaboðum að handan
Höskuldur Búi Jónsson, 3.3.2011 kl. 20:50
Gunnar Th. Gunnarsson segir
"Afleiðingar breytts loftslags eru hins vegar fabúleringar alarmista . . . "
Ahh! Þvílíkur léttir að heyra þetta. Ég treysti því að Gunnar sé búinn að kanna þetta í þaula. ;-)
Jón Erlingur Jónsson (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 22:23
Þetta er allt hugsanlega og kannski... possibly, maybe. Eigum við að láta vistkvíðasjúklinga stjórna lífi okkar?
Olían er að klárast.... slökum aðeins á.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.3.2011 kl. 01:29
Gunnar:
Að venju stendur ekki steinn yfir steini í "rökfærslu" þinni...
Það lítur ekki út fyrir að þú hafir kynnt þér þessi mál hið minnsta, hefurðu einhverja hugmynd um hvað vísindamenn eru að segja eða þá hvað við á loftslag.is erum að skrifa um...? Ég fer að halda ekki. Neibs, best hjá þér bara að ímynda þér að heil vísindagrein sé bara "hugsanlega og kannski" - og í þokkabót byrjaður á "vistkvíðasjúklinga" rökfærslunni aftur - segir nokkuð mikið um "röksemdafærslu" þína að þú getur ekki sleppt því að uppnefna þá sem eru þér ósammála - en þetta er kannski allt úthugsað plott hjá þér ;)
Olían er ekki að klárast í náinni framtíð (þó svo hugsanlega séum við að nálgast svokallað peakoil), enn ein röng fullyrðingin út í loftið hjá þér Gunnar...eða kannski er þetta eitthvað sem þú hefur kynnt þér í þaula, eða allavega jafnvel og af þér svokallaðar, fabúleringar loftslagsvísindanna og/eða loftslagsalarmista ;)
Sveinn Atli Gunnarsson, 5.3.2011 kl. 09:49
PS. Gunnar, slakaðu nú aðeins á og teldu upp á 10 áður en þú svarar með innihaldslausum fullyrðingum út í loftið...
Sveinn Atli Gunnarsson, 5.3.2011 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.