Hnatthitastig fyrsta ársfjórðungs og “Hnatthitaspámeistari Íslands 2011″

Eitthvað hefur fréttum af hitastigi á heimsvísu verið ábótavant upp á síðkastið hér á loftslag.is. En fyrir því eru einfaldar ástæður, sem eru að sjálfsögðu hinir miklu kuldar um allan heim sem við viljum að sjálfsögðu ekki greina frá – enda myndi hið endalausa fjáraustur frá kolefnissköttunum stöðvast við þess háttar váfréttir ;) … En spaugi sleppt, þá hefur einfaldlega ekki gefist tími í allt sem hugur okkar hér á ritstjórninni leitar til – það þarf að velja og hafna.

Þess ber, í ljósi þessa tímaleysis okkar, að geta að við erum að leita fyrir okkur um einhverja aðila sem eru tilbúnir að skrifa fast á loftslag.is, svokallaða “fasta penna”, eins og við veljum að kalla það. Ef einhverjir hafa áhuga á að taka að sér smá skrif (engar kvaðir um magn, en innihald þarf að tengjast loftslagsmálum á einhvern hátt) þá endilega hafið samband. Við munum þá gaumgæfa CV-ið, ættartengsl og pólitískar skoðanir viðkomandi í kjölfarið – gott er að þekkja einhverja gallharða stjórnmálamenn með lævísar skattahugmyndir – það hjálpar bara ;) Launin eru ótakmörkuð virðing pólitískra venslamanna og vina, vanþakklæti “efasemdamanna”, stanslaust þakklæti Al Gore og elítunnar sem senda okkur reglulega feita tékka úr digrum sjóðum kolefnisskatta og hinnar svokölluðu grænu gjaldtöku. Þar fyrir utan er þetta ágætis námskeið í ensku (alveg ókeypis og á eigin vegum), svo ekki sé talað um réttritun okkar ylhýru íslensku og þjálfun í ritvinnslu (einnig ókeypis og eftir áhuga viðkomandi) :D

En núna, eftir þetta létta hjal, skulum við líta á hitastig (afkomu) fyrsta ársfjórðungs í stuttu máli og myndum og athuga svo hvaða “Hnatthitaspámeistara-tal” þetta er í yfirskriftinni…

[...]

Nánar má lesa um hitastig fyrsta ársfjórðungs og "Hnatthitaspámeistara" á loftslag.is,  Hnatthitastig fyrsta ársfjórðungs og “Hnatthitaspámeistari Íslands 2011″

Tengt efni:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband