Miðaldaverkefni loftslag.is – nú á Skeptical Science

Ritstjórn loftslag.is er það mikill heiður að segja frá því að Höskuldur Búi, annar ritstjóra loftslag.is, hefur nú skrifað sína fyrstu færslu á SkepticalScience.com (SkS). SkS hefur verið mikil driffjöður þess að taka saman mýtur í umræðunni um loftslagsvísindinn á yfirvegaðan hátt og vel skjalfest, enda eru heimildir mikilvægur þáttur í þessari umræðu. John Cook sem er aðal stjórnandi síðunnar er orðin einskonar fyrirmynd meðal þeirra sem sem fylgjast með loftslagsumræðunni. Það sem John Cook hefur m.a. gert á SkS er að taka saman það sem vísindin hafa um loftslagsumræðuna að segja og bera það saman við allskyns fullyrðingar og á stundum hreinar rangtúlkanir sem oft heyrast í umræðunni um loftslagsmál. Við höfum frá upphafi fylgst með SkS og höfum m.a. þýtt nokkrar mýtur á íslensku fyrir SkS sem hafa svo einnig ratað í mýtusafnið hér á loftslag.is.

Færslan á SkS sem Höskuldur hefur skrifað er þýðing á færslu sem birtist hér á loftslag.is í maí 2010 Miðaldaverkefnið. Í umræðum á lokuðu umræðuborði á SkS þá benti Höski á færsluna, sem leiddi til þess að hann fékk þá áskorun að þýða færsluna, sem hann svo gerði með góðri hjálp nokkurra þeirra sem taka reglulega þátt í umræðunni á SkS. Höski notaði á sínum tíma töluverðan tíma í rannsóknir á síðunni CO2 Science og þeim túlkunum sem fara þar fram á ýmsum rannsóknum varðandi miðaldahlýnunina. Það má segja að margt af því sem þar er haldið fram séu beinar rangtúlkanir sem ekki hafa neitt með vísindi að gera og kom Höski því vel til skila í pistlinum á loftslag.is, sem hefur nú verið þýddur fyrir stærri markað á SkS. Umræðan í athugasemdum um færsluna á SkS er tiltölulega jákvæð varðandi efni færslunar, enda hefur Höski unnið heimavinnuna vel. Færsluna á SkS, má sjá hér, Medieval project gone wrong. Þessi heiður sem Höska hefur hlotnast hjá John Cook á SkS, sýnir okkur enn frekar að við erum á réttri braut í okkar málflutningi og hvetur okkur til frekari dáða.

Þess má einnig geta að John Cook hefur nýlega komið að útgáfu bókar um afneitun loftslasgsvísindanna sem við mælum með, Climate Change Denial – Head in the Sand eftir Haydn Washington og John Cook.

Tengt efni á loftslag.is:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband